Faxi - 01.03.1989, Page 33
Merkur atburður
Mér verður ávallt minnistætt
þegar franska hafrannsóknarskipið
Pourquoi Pas fórst í ofviðri á Mýr-
um nóttina 16. sept. 1936. Ég starf-
aði þá við mjólkurbílaakstur Vogar-
Reykjavík. Þann 15. sept. fórégeft-
ir hádegi að skoða þetta risasegl-
skip, þrímastra, 445 smálesta, 46
metra langt og smíðað 1907, lá það
við svokallaðan Sprengisand í
Reykjavíkurhöfh. Veðrið var eins og
best lætur. Maður varð undrandi að
sjá þetta skip í allri sinni tign og
skipshöfnina á ferð um allt skipið að
,,gera klárt“ til heimferðar síðasta
áfangann að hitta vini og fjölskyldur
í Frakklandi eftir langa útivist á
nyrstu slóðum sjávar.
Um kvöldið gerði vestanrok, það
mikið að ég lagði ekki í að fara á
bflnum úr Reykjavík, þegar ég frétti
að vörubfll hefði fokið út af veginum
og á hliðina á móts við Hvassa-
hraun. Um nóttina fór veðurofsinn
að minnka og um kl. 4.00 fór ég til
ORLOFSHÚS VSFK
DíiLARUYFl
Frá og með þriðjudeginum 2. maí n.k. liggja um-
sóknareyðublöð frammi á skrifstofu verkalýðsfé-
lagsins að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofs-
húsum félagsins sem eru sem hér segir:
• í Ölfusborgum • í Hraunborgum
• í Svignaskarði • í Húsafelli
Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum
á tímabilinu frá 15. maí til 15. september sitja
fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Voga. Á leiðinni varð mér hugsað til
seglskipsins og áhafnarinnar í
þessu veðri og í svartamyrkri. Um
morguninn 16. sept. er ég kom til
Reykjavíkur var farið að tala um að
eitthvert voðaslys hefði orðið um
nóttina og þegar á daginn leið var
það orðin heimsfrétt að Pourquoi
Pas hefði farist um nóttina með 38
mönnum en einn komist af Conidec
að nafni, var honum bjargað á
undraverðan hátt.
Nú víkur sögunni að því að á
þessu sumri 1936 er rannsóknar-
skipið var statt við Grænland, að
hvítmávur settist á skipið og svo
gæfur að hánn var tekinn með
höndunum, töldu skipsveijar sjálf-
sagt að fuglinn gerðist félagi þeirra,
stundum höfðu þeir hann í búri en
í annan tíma lausan í matsal, gerði
hann sig heimakominn og skálaði
við skipsmenn í víni, sem gerði
hann þá fjörugan og skrafhreifan,
stakk hann stundum nefinu í glösin
og sötraði. Þessi vængjaði skipsveiji
var í búri sínu þegar skipið strand-
aði og ein af síðustu skipunum dr.
Jean Babtiste Charcot, var að senda
mann niður í skipið og koma með
fuglinn og sleppa honum, hann
myndi sennilega bjarga sér þó öll
skipshöfnin færist þama í brim-
garðinum sem hvergi sást útfyrir.
Þá víkjum við að 18. sept. eða
þriðja dags frá umræddu slysi, að
ungur maður, Símon Kristjánsson
frá Suðurkoti á Vatnsleysuströnd er
að sinna útiverkum, að fugl kemur
lágt svífandi og sest á herðar piltsins
og er sér í lagi spakur. Síðan var
hann til húsa í Suðurkoti í þijár vik-
ur og á því tímabili skrapp hann í bfl
til Reykjavíkur, þar sem Ámi Óla
blaðamaður og ritstjóri skóðaði
fuglinn ásamt fleirum og töldu þeir
að þetta væri hvítmávur eða Græn-
landsmávur og mestar líkur á að
þama væri kominn mávurinn af
Pouiquoi Pas. Heima í Suðurkoti
vappaði fuglinn úti en flaug lítið, og
ávallt kom hann heim að borða.
Gekk svo til í þrjár vikur, en einn
morgun var komið að fuglinum
dauðum, hvað svo sem því olli er
ókunnugt.
Meðfylgjandi mynd er af Símoni
Kristjánssyni og gesti hans.
G.B.J.
FAXI 109