Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1989, Side 35

Faxi - 01.03.1989, Side 35
tessimy'ndersennilegasúelstasemtilerafskólabömum íKeflavtk. Sennilegavar og kennarar skólans árid 1904—1905. Kennaramir eru þau JúKus Petersen og þaóStefán M. Bergmann sem myndina tók. Hún hefuráóurbirst íFaxa í3. tbl. 1977 Marfn Jónsdóttir. ogþá með fttllum skýringum eftir Ragnar Gudleifsson. Á myndinni eru nemendur ina í hana. En eitt er víst að þörf hef- ur verið fyrir kennsluna. Þetta sést á því að 1880, þegar böm í Útskála- sókn voru fermd, þá kunna þau ein að skrifa og reikna, sem gengið hafa í skóla, að vísu með einni undan- tekningu. Það er öruggt að mikill hluti fullorðinna íbúa í Keflavík hef- ur ekki gengið í skóla á sínum ungl- ingsámm og fræðsla heimilanna hefur í fæstum tilfellum verið upp á marga fiska. Það næsta sem fannst um kennslu samhliða skólahaldi var í skýrslum á Þjóðskjalasafninu um sveita- kennslu, þar sem sveitakennarar fóm fram á styrk úr landssjóði. A fundi sýslunefndar Gullbringu- sýslu 25. júní 1894 vom lagðar fram umsóknir um meðmæli nefndar- innar um styrkveitingu fyrir sveita- kennslu sem farið hafði fram 1893-94. Það kom engin umsókn frá Keflavík, en hins vegar komu umsóknir frá Miðnesi og Höfhum. Þessum umsóknum fýlgdu skýrsl- ur um kennsluna. Skýrsla frá Keflavík fannst ekki fyrr en 1899. En þá um vorið er send umsókn um styrk vegna sveita- kennslu fýrir sicólaárið 1898-99. Sá sem hafði þessa kennslu á hönd- um var Júlíus Snæbjöm Petersen. Astæðan fýrir því að sveitakennsla er nauðsynleg í Keflavík kemur í ljós í bréfi sem fylgir skýrslu sókn- amefndarinnar. ,,Hér með viðurkennum við undirritaðir sóknamefndar- menn, að það var í samráði við okkur að herra Júlíus S. Peter- sen tókst á hendur að kenna hinsvegar nefndum bömum næstliðinn vetur. Af þeim ástæð- um sem nú skal greina. 1. Að foreldrar nefndar bama treystust ekki fátæktar vegna, til að borga með þeim skólagjald í hinum reglulega skóla, sem er kr. 12.00 en herra Júlíus bauðst til að kenna þeim fyrir mikið lægra gjald. 2. Af því að sum af bömum þeim sem hann kenndi, vom ekki svo vel undirbúin frá heimilunum að þau gætu samkvæmt reglu- gjörð skólans fengið inntöku í hann, en vom þó á þeim aldri að nauðsyn þætti að þau fengju til- sögn utan heimilis. í sóknanefnd í Útskálasókn 22. ap. 1899 Finnbogi G. Lárusson Ámi Ámason P.J. Petersen." Reglugjörð sú sem minnst er á finnst ekki og er því ekki ljóst hvers krafist var af bömunum, sem tekin vom inn í skólann. Kennsla þessi fór fram í skólanum í Keflavík og kennslan stóð frá 1. október til 30. mars. Bömin vom 14 talsins á aldrinum 6-13 ára, að- eins eitt 6 ára og eitt 13 ára. Þeim vom kenndar allar þær greinar sem kenndar vom í reglulega skólanum. Elstu krökkunum, 10-13 ára, fimm talsins, var kennt lestur, kver, biblíusögur, skrift, réttritun, reikn- ingur, náttúrusaga og einnig var bindindisfræðsla. Yngri bömin lærðu ekki kverið, biblíusögur, reikning og náttúrusögu. TVö læiðu ekki skrift og þrjú tóku ekki þátt í bindindisfræðslunni. Þau sem tóku ekki þátt í skrift og bindindis- fræðslunni vom 6 og 7 ára. Bömin vom frá 10 heimilum og fór öllum fram að sögn séra Sigurðar P. Sivert- sens. Júlíus kenndi 30 kennslu- stundir 6 daga vikunnar og skiptist það þannig: Lestur 6, kver 3, biblíusögur 3, skrift 3, réttritun 3, reikningur 6, bindindisfræði 3, náttúrusaga 3. Meira fannst ekki um sveita- kennslu í Keflavík, en næsta skóla- ár var Júlíus við sveitakennslu í Höfnum. Um kennslu þar er til skýrsla á Þjóðskjalasafninu, í sömu öskju og Keflavíkurskýrslan. Um annað skólahald er mjög lítið vitað. Þó er vitað að um aldamótin hafði séra Friðrik Hallgrímsson á Útskálum þriggja vikna skóla fyrir böm sem áttu að fermast. Hann bjó í eitt ár í Keflavík 1899—1900 hjá héraðslækninum og virðist aðeins hafa haft þessa kennslu á höndum þann tíma sem hann dvaldi þar. Ár- ið eftir settist hann að á Útskálum. Þessi kennsla hefur ömgglega fyrst og fremst verið kristindómsffæðsla. Einnig er vitað um þijár konur sem hafa haft einkakennslu. Á þessum tíma er hannyrðakennsla ekki komin í skólann í Keflavik frekar en víðast hvar annarsstaðar í skólum landsins. Til gamans má geta þess að í skólanum í Vatns- leysuströnd var hannyrðakennsla fyrir aldamótin og var hann einn af fýrstu bamaskólum landsins, sem það tók upp, og hann varð fyrstur af skólunum á Suðumesjum. Ástæðan fyrir því að þetta er nefnt er sú að allar þessar konur, kenndu hannyrðir, auk þess sem þær kenndu fleiri greinar. Ein konan er móðir Mörtu Val- gerðar Jónsdóttur sem ritar í Faxa 1. tbl. XVI árgangur í jan. 1956 bls. 2, og segir að móðir sín hafi komið til Keflavíkur 1899 og kennt m.a. lestur, skrift og hannyrðir. Móðir Mörtu hét Guðrún Hannesdóttir, fædd á Bjólu í Holtum 6. apríl 1848. Önnur konan er frú Hildur Jóns- dóttir Thorarensen, sem mun hafa kennt eitthvað börnum í Keflavík og m.a. hannyrðir. Þetta mun hafa ver- ið um aldamótin. Sú þriðja er Jóna Siguijónsdóttir, sem mun hafa stofnað einkaskóla fyrir stúlkur 1903 á heimili sínu, Bakaríinu. Hún kenndi „allt það er þeim mætti til heilla horfa á lífsleið- inni“. Hún kenndi hannyrðir og mun hafa verið mjög vel að sér í þeirri grein . Ekki hefur tekist að grafa fleira upp um skólaþald eða kennslu samhliða reglulega bamaskólan- um. FAXI 111

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.