Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 37

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 37
Æviágrip hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Klöru Lárusdóttur, Heiðarbýli Guðmundur Halldórsson fæddist á Eldjámsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 18. ágúst 1904, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Halldór Jóhannes Halldórsson og Guðrún Gísladóttir. Halldór Jóhannes var fæddur 22. ntaí 1862 í Syðra-Túngukoti í Blöndudal, sonur Halldórs Jónas- sonar bónda í Syðra-TUngukoti og þriðju konu hans Unu Jóhannes- dóttur bónda á Sigríðarstöðum í Flókadal, Guðvarðssonar, en hún þjó lengi ekkja á Sellandi í Blöndu- dal. Guðrún, kona Halldórs Jó- hannesar, var fædd 30. desember 1863 á Neðri-Fitjum í Vfðidal, dóttir Gísla Gíslasonar húsmanns á Neðri-Fitjum, áður bónda í Hlíð í Kollafirði, og sambýliskonu hans Helgu Guðmundsdóttiu- bónda á Kambhóli í Víðidal, Ásmundsson- ar, en hún giftist síðar Jóhanni Guð- ntundssyni bónda á Hryggjum á Staðarfjöllum. - Þess má geta hér, að Guðmundur Halldórsson og vestiu--íslenska skáldið Stephan G. Stephanson voru þremenningar að frændsemi. Guðmundur var fjórði yngstur í röð átta alsystkina. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Eldjáms- stöðum til 1906, á Hóli í Svartárdal 1906-08 og í Kálfárdal á Skörðum 1908-10, en þá neyddust þau hjón til að bregða búi sökiun fátæktar og ómegðar. Fór Guðmundur þá til hjónanna Gunnars Jónssonar og Ingibjargar Lámsdóttur, sem þá bjuggu á Fjósum í Svartárdal, en síðan lengi á Botnastöðum í sömu sveit. Hjá þeim sleit hann bams- skónum og fermdist fiá þeim með ágætum vitnisburði árið 1919. Eftir fermingu var hann enn um hríð hjá Gunnari og Ingibjöig á Botnastöð- um, en síðan um margra ára skeið vinnumaður hjá hjónunum Hjálm- ari Sigurðssyni og Stefaníu Guð- mundsdóttiu- í Stafni í Svartárdal. Á þeim tfma dvaldist hann oft um stundarsakir annars staðar, var m.a. um vetrartíma í Vatnshlíð á Skörðum og lærði þá að leika á orgel hjá Pétri Guðmundssyni bónda þar. Frá Stafni lá leið Guðmundar norður í Skagafjörð, en þangað sótti hann konu sína, Guðnýju Klöru Lárusdóttur. Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 25. ágúst 1906, yngsta dóttir Lámsar Jóns Stefáns- sonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, en þau bjuggu í Skarði yfir fjömtíu ár og áttu margt bama. Lárus Jón var fæddur 17. sept. 1854 í Vík í Staðarhreppi, son- ur Stefáns Einarssonar bónda í Vík o.v., síðast í Vatnshh'ð á Skörðum, og konu hans Lilju Kristínar Jóns- dóttur bónda á Illugastöðum á Lax- árdal fremri, Jónssonar. Sigríður Björg, kona Lárusar Jóns, var fædd 15. júní 1865 í Finnstungu í Blöndu- dal, dóttir Sveins Sigvaldasonar bónda á Steini á Reykjaströnd og konu hans Ingibjargar Hannesdótt- ur bónda í Beigsstaðaseli í Svartár- dal, Jónatanssonar. Klara ólst upp hjá foreldrum sín- um og fermdist frá þeim með ágæt- um vitnisburði árið 1920. Hún átti lögheimili í Skarði þar til þau Guð- mundur tóku saman, en var þó eitt- hvað í kaupamennsku og vistum á öðrum stöðum, m.a. um vetrartíma hjá séra Sigfúsi Jónssyni á Sauðár- króki. Þá var hún skamma hríð við garðyrkjunám hjá Lilju Sigurðar- dóttur kennslukonu á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þau Guðmundur og Klara vom gefin saman í Glaumbæ á Langholti 16. desember 1933. Fyrstu búskap- arár sín áttu þau heima í leiguhús- næði að Skagfirðingabraut 10 (Ljós- heimum) á Sauðárkróki, en vom síðar nokkra hríð í Skarði hjá Sig- ríði, móður Klöm, sem þá var orðin ekkja. Þegar hér er komið sögu, hafði Guðmundur veikst heiftarlega af brjósthimnubólgu, sem hafði það í för með sér, að hann þoldi ekíd að vinna við heyskap og gegningar, svo nokkm næmi. Atvinnuástand á Sauðárkróki var um þessar mundir afar bágborið og vart annað að hafa en stopula skipavinnu. Allt þetta varð þess valdandi, að Guðmundur ákvað að freista gæfimnar á öðmm slóðum. Fór hann til Suðumesja í atvinnuleit haustið 1937, en Klara kom á eftir með son þeirra ungan vorið 1938. Var fjölskyldan á Völl- um í Njarðvíkum fyrsta árið syðra, en þá vék sonurinn, Jóhann, aftur FAXI 113

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.