Borgin - 01.11.1932, Page 20
að til na^ta skip kemur með'
,.söltunarhæfa“ síld!
Síldarverksmiðja ríkisins.
í verksmiðjunum er unnið
nótt og dag tvöföldu liði. Þar er
ekki verið að bíða eftir skipun-
um, því að þar skiftir litlu máli,
livort síldin er sólarhringnum
eldri eða yngri. Síldinni er skip-
að upp i þrær fyrir framan verk-
smiðjuirnar, þar er hún söltuð
lítið eitt og geymd, þar til unn-
ið er úr henni á þann hátt, að
henni er skift i tvo hluti, annan
hlutinn síldarolíu, hinn hlutinn
síldarmjöl.
Síldarverksmiðja ríkisins er
stórkostlegt fyrirtæki, ein með
fremstu og mestu nýtísku verlc-
smiðjum í sinni röð, hvað vjel-
ar og allan úthúnað snertir. Síld-
in er flutt i lyftum upp úr þrón-
um og inn í katla, þar sem hún
er soðin. Olíunni er fleytt yfir í
gríðarstóra geyma, þar sem hún
er lrreinsuð á þann hátt, að sífelt
er fleytt efsta laginu ofan af
henni yfir í næsta geymi og svo
koll af kolli, þar til á seinasta
geyminum er ekkert annað en
hrein olía. Allri olíunni er safn-
að í stóran „tank“ og er hún
síðan leidd beint út í tank-
skip gegnum pípur. Mjölið er
úrgangurinn. Það er þurkað
vandlega, malað og leitt í snígil-
leiðslu yfir í „mjölhúsið“, þar
sem það er vegið í 100 kíló sekki
kælt og síðan staflað upp og
gevmt, þar til það er selt.
Það er ekki nema örlítill hluti
af síldinni, sem ekki nýtist, og
er sá úrgangur leiddur i sjó út,
en vinslan er svo stórkostleg, að
sjórinn litast af grút þessum
ívrir öllum bryggjum bræðsl-
unnar og langt á sjó fram.
Samkvæmislíf.
Lítum sem snöggvast inn á
lielstu samkomuhúsin. — Bíó-
kaffi er eitt þeirra, eign H. Thor-
arensen læknis, sem á auk þess
kvikmyndahúsið, sem kaffihúsið
Gamall bryggjufonnaður.
er kent við, hlut í öðrum skemti-
stað, Brúarfoss og hóteli bæjar-
ins og auk þess voldugt hænsna-
bú og nokkrar sölubúðir. Thor-
18