Borgin - 01.11.1932, Page 33
Langt er síðan byrjað var að tala um að reisa „fljútandi eyjar“ í Atlanfs-
hafinu, sem gœtu orðið áfangaslaðir á hinni löngu flugleið milli heims-
álfanna. Nú hefir þýskur verkfræðingur, DR. GERBE, komið fram með
þá nýstárlegu hugmynd að mynda eyjar úr ís með nýtísku frystiað-
ferðum, til þessara afnota. Er til þess æltast að byrjað sje á frysting-
unni að vetri til svo auðið sje að hagnýta sjer hinn náttúrlega kulda,
en þegar ísmyndunin er komin í gang heldur kuldi sá, 'sem isinn hefir
að geyma, frystingunni við af sjálfu sjer. Ætlast er til að eyjarmyndunin
taki mjög lítinn tima og að þar verði nægilegt rúm fyrir hótel, lend-
ingarstöðvar, vita og veðurfræðisstofnun eins og myndin á að sýna.
31