Borgin - 01.11.1932, Page 36

Borgin - 01.11.1932, Page 36
Frá kaffihúsum borgarinnar I. Kaffihúsin eru orðin svo mikill þáttur í nútímalífi alli’a menn- ingarþjóða og einnig í bæjarlífi Reykjavíkur, að engan þarf að undra þó Borgin telji sjer skylt að gefa lesendum sínum kost á að líta þangað inn við og við. Á kaffihúsum okkar skeður oft ým- islegt, sem er afdrifaríkt fyrir þjóðina, því að hvergi eru jafn marg- ar ákvarðanir teknar sem einmitt þar. Þangað konxa stjórnmála- mennirnir, ráðherrar, þingmenn og aðrir föðurlandsvinir til að ráðgast um það á hvern h'átt sje hampaminst að bjarga ættjörðinni og flokknum þeirra í ]xað og það skiftið, og þangað koma banka- stjórarnir til að leita uppi meixn, sem fáanlegir sjeu til að taka lán lijá þeim. — Og enn fleiri sækja þangað. Það eru ógiftir nxenn á öllunx aldri, því kaffihúsin eru heimili þeirra, og það eru eigin- menn og heimilisfeður, sem flýja undan umstanginu og aganum heinxa fjæir. Listamenn og rithöfundar finna ]xar ótæmandi efni í ódauðleg listaverk, og meðan skólapiltar og stúdentar afhenda þjón- inum síðustu vasapeningana sína með kæruleysisyfirbragði amerísks miljónaeiganda, þá eru þeir í hjarta sínu sælli en nokkur þjóð- höfðingi, þvi alt í kringum þá eru ungar stúlkur, sem ekkert liafa beti-a við tímann að gera en að vera fallegar og láta dást að sjer. Að þessu sinni flytur Borgin mynd frá trjágarði Hressingarskál- ans við Austurstræti. Mentaður útlendingur, senx lijer dvaldi í sum- ar ljet svo unx mælt að það væri sá staður i bænunx, sem best þyldi að vera metinn á mælikvarða erlendrar nútímaborgar. Og sjálfur ber garðurinn íslenskri náttúru vel söguna, þvi þar eru stórir lund- ir af fögrum trjáixi, enda lxefir reykvísk æska unað vel liag sínum undir laufþaki þeirra i sunxar. Þangað hafa menn getað flúið uixd- an göturyki og innivist í útiloft og sólskin og taki að rökkva í garðinum, þá breytist hann i æfintýralegan skóg ]xar seixx æskulýður- inn liefir stigið dans í marglitu ljósi við tónana frá nýjustu dans- Iöguin heimsborganna. Mega Reykvíldngar vera þakklátir Ixæði þeim, er lagt hafa al- úð og umhyggju í að rækta og friða þennan stað, og Birni Björns- syni, er síðar gei’ði hanxx aðgengilegan öllum bæjarbúum. 34

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.