Borgin - 01.11.1932, Side 59

Borgin - 01.11.1932, Side 59
Svart á hvítu Málgagn Reykjavíkur og nágrennis 1. hefti Nóvember 1932 Sunnudagshugleiðing Mennirnir eiga a'ð ástunda að vera góðir hverjir við aðra og sýna i hví- vetna ástúð og blíðu og það meira að segja án nokkurs tillits til þess hvorl karl eða kona á i hlut. Og fyrsta skil- yrði þessa er að kunna að fyrirgefa. Sjálfs sín vegna eiga mennirnir að fyrirgefa, ekki beinlínis vegna þess að þeim þyki gaman að því, heldur vegna jjess að ])að er langsamlega hest fyrir þá sjálfa, og þessvegna eiga þeir líka að biðjast fyrirgefn- ingar i hvert skifti, sem einhver ger- ir þeim á móti skapi. Hitt er ann- að mál að fyrirgefningin getur far- ið fram með ýmsum hætti. Langsam- lega algengast er, þegar menn hafa gert eitthvað af sjer, að þeir láti sjer nægja að segja stutt og laggott: „Fyrirgefið“. Og þeir virðast álita að þar með sje málið útkljáð að fullu. Jeg hefi I. <1. einu sinni orðið fyrir því, að ljótur og andstyggilegur náungi feldi griðarlega þunga ferða- kistu ofan á höfuðið á mjer, svo að það glumdi í heilabúinu. Og hvað haldið þið að Jiessi meðbróðir minn hafi gert? Hann sótti ósköp rólega kistuna sína og sagði við mig, rjett eins og af hendingu: „Fyrirgefið". Svo var ekki meira með ])að. Annað atvik kom l'yrir einn kunn- ingja minn kvöld eitt fyrir skömmu uppi á Laugavegi. Hann var þar a gangi i tungsljósinu með konu sinni og átti sjer einskis ills von, ]>egar að honum var ráðist og honum rek- ið hnefahögg í andlitið með svo- feldum eftirmála: „Þetta skuluð þjer hafa fyrir að daðra við kærustuna mína, Jóhannes“. Kunningi minn, sem ekkert vissi hvaðan á sig stóð veðrið , þurkaði sjer um blóðugt nefið og bað manninn afsökunar á því að hann hefi ekki hingað lil heitið Jóhannes. — „Fyrirgefið. Þá kemur yður yfirleitt þetta ekki við“ sagði maðurinn og hjelt Jeiðar sinn- Það segir sig sjálft að þessu lik aðferð við að hiðjasl fyrirgefningar er ekki einhlit, og gæti enda haft hinar verstu afleiðingar i för með sjer. Sjólfur liefi jeg fundið upp að- ferð, sem kemur miklu rjettlátleg- ar niður, en sem l>ó brýtur ekki fyrirgefningarformúluna í veruleg- um atriðum og er enda miklu að- gengilegri í likum tilfellum og þeim er jeg áðan lýsti. Hún er i því fólg- in, að komi maður eftir götunni eða mæti mjer t. d. í Bíó-ganginum, stigi ofan á mig og segi um leið: „Fyrirgefið“, j)á bara sný jeg mjer að mannimirn, stig áiíka fast ofan á fótinn á honnm og segi: „Sömu- leiðis“. Mega jní báðir aðiljar vel við una, og skiljast sáttir að kalla.

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.