Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 9
takið orkuver. HS hefur þannig m.a. þróað sinn eigin fyrirbyggjandi viðhaldshugbúnað ÍDMM) svo og margvíslegan búnað við jarðhita- vinnsluna svo sem holutappa o.fl." Salt uatn á háhitasvæði Pað var árið 1969 að sveitarstjórnin í Grindavfk ákvað að láta rann- saka Svartsengissvæðið með tilliti til jarðhita sem átti að beisla til húshitunar í Grindavík. Eftir að tvær tilraunaholur höfðu verið boraðar kom í Ijós að um háhitasvæði var að ræða en vatnið var talsvert salt. eða um 2/3 af seltumagni sjávar. Það var því Ijóst að ekki var unnt að nýta jarðhitavökvann beint eins og gert var í Reykjavík og víða ann- ars staðar heldur varð að þróa varmaskiptaaðferðir til þess. Orku- stofnun gerði viðamiklar mælingar og kom í Ijós að umfang heita pottsins var um það bil 400 ha á um 600 m dýpi. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á jarðhitasvæðinu og gert af því hermilíkan og tengsl svæðisins við önnur svæði hafa verið rannsökuð. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaueitu Suðurnesja hf. Steinefnaríkt vatn „Þar sem jarðhitavökvinn úr heita pottinum hefur mikið af steinefnum í sér er ekki hægt að nota hann til beinnar upphitunar," segir Júlíus. „Við kólnun vatnsins myndast miklar og harðar úrfellingar sem setjast í rör og á annan búnað og gera hann óstarfhæfan á skömmum tíma. Því er jarðhitavökvinn soðinn tvisvar og varmi gufunnar sem myndast nýttur en úrfellingar steinefna úr gufunni eru hverfandi. Háþrýst jarð- gufa er notuð í gufuhverflum til rafmagnsframleiðslu og til lokahitunar á hitaveituvatni en lágþrýst jarðgufa er notuð til beinnar upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni í Ormat hverflum." Samvinna sveitarfélaga „Þar sem sannað þótti að hagkvæmt væri að byggja í Svartsengi varmaorkuver, sem annað gæti allri upphitunarþörf á Suðurnesjum, ákváðu sveitarfélögin sjö á Suðurnesjum að taka höndum saman um stofnun fyrirtækisins ásamt ríkinu. Eignaraðild ríkisins var ákveðin 40% en sveitarfélaganna 60% og var henni skipt í samræmi við fólksfjölda á þeim tíma," segir Júlíus. „Fljótlega komu upp raddir um að sameina bæri rafveiturnar á svæðinu og hitaveituna í eitt fyrirtæki og hófust formlegar umræður um það 1984. í maí það ár voru samþykkt heimildarlög þar sem ríkissjóði var heimilað að selja eignir Rarik á svæðinu og sveitar- félögunum var heimilað að selja rafveitukerfin eða leggja þau fram sem stofnframlög. Lauk samningum við ríkissjóð 1985 og einnig samningum um sameiningu rafveitnanna og hitaveitunnar. í framhaldi af því voru gerðar breytingar á eignaraðild að fyrirtækinu þannig að sveitarfélögin áttu 80% en ríkið 20%." í „Gjánni“ þar sem gestir og gangandi koma til að skoða frá bæra sýningu. Sameiningar Frá árinu 1995 hefur fyrirtækið stækkað enn og sameinast öðrum fyrirtækjum í sama geira. Má þar nefna Rafveitu Hafnarfjarðar og Bæjarveitur Vestmannaeyja, en sú sameining átti sér stað um ára- mótin síðustu. Með sameiningunni við Rafveitu Hafnarfjarðar hefur Hitaveita Suðurnesja tekið að sér að sjá um allt rafmagn í Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og í hluta Garðabæjar. í Vestmannaeyjum sér Hita- veita Suðurnesja nú um vatn, rafmagn og hitaveitu og er þannig alhliða orkuveita. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 115 starfsmenn á fjórum stöðum þ.e. í aðalstöðvunum í Njarðvík, orkuverinu í Svartsengi, Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. S9 Eignaraðild: Reykjanesbær..................... 40,4550 % Hafnarfjarðarbær ................ 15,5003 % Ríkissjóður íslands ............. 15,5003 % Grindavíkurbær.................... 8,6564 % Vestmannaeyjabær.................. 7,0000 % Sandgerðisbær................... 5,4172% Gerðahreppur...................... 4,7039 % Vatnsleysustrandarhreppur......... 2,7667 % Eigið fé fyrirtækisins var í árslok 2001 Cfyrir sameiningu við Bæjar- veitur Vestmannaeyja) 9,5 milljarðar, þar af hlutafé 6,8 milljarðar. Tekjur voru rúmlega 2,8 milljarðar og hagnaður um 600 milljónir króna en við sameininguna aukast heildartekjur í um 3,3 milljarða. Hægt er að fylgjast með allri starfsemi stöðuarinnar úr stjórn- stöð. msmmmm 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.