Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 66
FRÉTTASKÝRING KflUPIN fl EDPSl „Fyrirtækið á helst að bera arð og skila því sem lagt hefur verið í það og gengist hefur verið í ábyrgðir fyrir. Við viljum líka halda virðingu félagsins á lofti og standa þannig að því fjárhagslega að það geti verið merkisberi í íslensku menningarlífi og sé traustur og góður vinnustaður, góður þjóðfélagsþegn þannig að allir geti borið höfuðið hátt í kringum það,“ segir Páll Bragi. er komin á viðunandi grundvöll núna og með þessum ráðstöf- unum teljum við okkur hafa svigrúm í rekstrinum næstu tvö árin,“ segir Páll Bragi. Þolinmótt fjármayn Fullt jafnræði er með báðum aðilum í stjórn fyrirtækisins enda segja fulltrúar beggja fylkinga að mjög gott samstarf hafi tekist þarna á milli. Páll Bragi segir að fulltrúar Máls og menningar - Heimskringlu hafi verið „okkar aðalvið- semjendur og þeir hafa dregið með okkur vagninn og verið „primus motorar" með Halldór Guðmundsson forstjóra í farar- broddi. Við erum miklir samheijar og þess vegna gætum við jafnræðis í stjórninni." Fulltrúar Björgólfs eru Páll Bragi Krist- jónsson, stjórnarformaður, Olafur B. Thors, fv. forstjóri Sjóvár- Almennra, og Þór Kristjánsson rekstrarhagfræðingur. I vara- stjórn er Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Fulltrúar Máls og menn- ingar eru Þröstur Olafsson varaformaður, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands, og Örnólfur Thorsson, sérfræð- ingur hjá forsetaembættinu. Daníel Helgason rekstrarhagfræð- ingur er í varastjórn. Björgólfur og Páll Bragi koma inn í Eddu sem rekstrarmenn. Þeir hafa gert sér far um að vinna að málinu á rekstrarlegum forsendum frá upphafi og hyggjast halda því áfram. Páll Bragi segir að þeirra markmið sé að rétta við reksturinn hratt og örugglega. Farið verður vandlega yfir málin og kannað hvar hægt er að hagræða og laga til. „Við ætlum að vinna þetta eins og við teljum að eigi að reka fyrirtæki. Við viljum ekki tapa ijár- magni. Fyrirtækið á helst að bera arð og skila því sem lagt hefur verið í það og gengist hefur verið í ábyrgðir fyrir. Við viljum lika halda virðingu félagsins á lofti og standa þannig að því íjárhags- lega að það geti verið merkisberi í íslensku menningarlífi og sé traustur og góður vinnustaður, góður þjóðfélagsþegn þannig að allir geti borið höfuðið hátt í kringum það,“ segir hann og bætir við að ijármagnið sé „þolinmótt. Við vitum að það eru aldrei miklir peningar á þessu sviði. Það á að vera eðlilegur afrakstur af rekstrinum en það er ekki hægt að græða á bókaútgáfu. Við erum ekki að tjárfesta í félaginu til að koma rekstrinum í lag og selja það svo með hagnaði. Það er ekki okkar ætlun. Þetta er tjár- festing til lengri tima.“ Elfur í þjóðarsálinni Ýmsar nýjar áherslur eiga eftir að koma í ljós innan Eddu innan skamms en fyrirhugað er að bókaforlögin haldi starfsemi sinni óbreyttri og ekkert er í spilunum sem breytir þvi en búast má við þvi að Nýja bókafélagið og Þjóðsaga bætist í hópinn. Hins vegar má búast við að svið verði sameinuð og svo segir Páll Bragi að velta megi því fyrir sér hvort Edda eigi að vera í tímaritaútgáfu, hljómplötuútgáfu, rekstri bókaverslana o.s.frv. Það verði skoðað. Þegar mannabreytingar ber á góma segir hann að nýir eigendur séu ekki „með sveðjurnar á lofti og höggvi ótt og títt. Við viljum gera þetta skynsamlega og rólega." Halldór Guðmundsson verður áfram forstjóri Eddu og Páll Bragi Kristjónsson verður starfandi stjórnarformaður. Akveðin kaflaskil hafa orðið hjá Ólafi Ragnarssyni. í samtali við Frjálsa verslun sagðist hann á næstunni ætla að sinna ýmsum hugðar- efnum sínum, þar á meðal skriftum. Hann vinnur nú að bók um kynni sín af Halldóri Laxness þau ár sem hann var útgefandi skáldsins, og hefur ýmis önnur verk í undirbúningi. Samkvæmt heimildum Fijálsrar verslunar höfðu tveir lykilstarfsmenn Eddu lagt sagt upp störfum í vor áður en eigendaskiptin urðu. Þetta eru þeir Sigurður Svavarsson, ffamkvæmdastjóri sölu- og starfs- mannasviðs, og Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri mark- aðs- og þróunarsviðs. Kjartan hefur þegar yfirgefið fyrirtækið en ekki er vitað hvað Sigurður hyggst fyrir. Þessi breyting getur gefið svigrúm fyrir tilfærslur á mönnum. - En af hverju hefur Björgólfur keypt í Eddu? „Það er ýmislegt sem getur gefið gleði í lífinu. Kaupin áttu sér ekki stað vegna þess að það gefi ljóma út á við. En þetta er hug- lægari ijárfesting en margt annað. Björgólfur hefur áhuga ef svigrúm er fyrir hendi að taka þátt í þjóðfélaginu og megin- straumum þess. Þvi er ekki að neita að félag með þennan bakgrunn er talsverð elfur í þjóðarsálinni. Sumir fara í pólitík, aðrir vilja koma að bókaútgáfu. Báðir eru með sín markmið og sína starfsemi en það getur líka verið farvegur í ýmsar áttir aðrar,“ svarar Páll Bragi. Tveir fortíðarheimar Við kaup Björgólfs á Eddu koma saman tveir ólíkir menningarheimar, Björgólfur og Páll Bragi úr Sjálf- stæðisflokknum og Almenna bókafélaginu, sem var á sínum tima svar hægri manna við þeim menningarítökum sem vinstri- menn áttu áratugum saman í gegnum Mál og menningu. Páll Bragi kannast við að talsverð umræða hafi orðið um þetta en segir að þeir Björgólfur komi „undirhyggjulaust og fölskvalaust" inn í fyrirtækið. „Þetta er gert á heiðarlegum nótum,“ segir hann. „Við, sem að þessu stöndum, höfum gaman af þessu. Við höfum mikinn áhuga á bókaútgáfu og viljum vera í þessum rekstri. Hinu er auðvitað ekki að neita að með þessum tveimur hluthafahópum mætast tveir ólíkir fortíðarheimar úr menningu og pólitík en það ræður ekki för. Við Björgólfur höfum starfað í Sjálfstæðisflokknum og mitt fyrsta starf var hjá Almenna bókafé- laginu undir stjórn BaldvinsTryggvasonar á sínum tíma. En það er með þetta eins og annað í henni veröld okkar: Berlínarmúr- inn féll. Eg finn ekki annað en að sú samvinna sem við höfum átt við fulltrúa Máls og menningar hafi gengið vel og allir ættum við að geta borið þroska til að vinna úr þessum málum." Halldór Guðmundsson er sammála þessu og bjartsýnn á samstarfið. Hann bendir á að fulltrúar Máls og menningar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa Björgólfs í marga mánuði. I slíkum viðræðum skapist trúnaður milli manna og því sé hvor- ugur aðilinn að horfa á málin út frá pólitískum forsendum, nema þá einna helst menningarpólitískum. Þeir hafi ekki átt í neinum árekstri vegna þess hvar þeir standi í pólitík, þvert á móti. Gott samstarf hafi skapast þarna á milli. Ul 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.