Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 23

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 23
FORSÍÐUGREIN ERLENDUR FJflRFESTIR Á ÍSLflNDI sveiflast upp og niður eftir álverðinu. í byrjun skilaði Norð- urál ekki hagnaði en síðan hefur ræst úr. Almennt talað hefur sjóðstreymið verið jákvætt og reksturinn hefur skilað okkur handbæru fé.“ - Á síðasta ári lentu flest ríki í samdrætti og minni háttar kreppu eftir langvarandi hagvaxtarskeið. Nú virðist niður- sveiflan vera að baki. En hver er þín skoðun á framvindu mála í heimsbúskapnum, telur þú að nýtt og öflugt hagvaxtar- skeið sé runnið upp? „Eg er mjög vongóður um aukinn vöxt í heimsbúskapnum á næstu árum. En ég er ekki hagfræðingur og vil ekki vera með neinar spár.“ - Telur þú að álverð muni hækka á næstunni og áttu von á auknum fjárfestingum í atvinnugreininni, t.d. opnun nýrra álvera þrátt fyrir að mörgum smáum og ófullkomnum álver- um hafi verið lokað á síðustu árum? „Verð á áli hefur ekki verið hagstætt í nokkuð langan tíma. Ég vona að verðið hækki eitthvað í takt við vaxandi góðæri í heiminum og aukna eftirspurn. Mín skoðun er sú að þau ál- ver, sem eru með lægstan rekstrarkostnað og mestu gæðin, muni standa upp úr og lifa af. Þau álver, sem eru dýr í rekstri, munu til langs tíma ekki hafa það af og þeirra bíður ekkert annað en að verða lokað. Þess vegna eyðum við mestum tíma og mestri orku í að fullvissa okkur um að Norðurál og önnur fyrirtæki okkar séu samkeppnisfær við það sem hagkvæmast er gert annars staðar. Mörgum álverum hefur verið lokað á vesturströndinni í Bandaríkjunum, á norðvestur-svæðinu, og ég held að þau verði ekki opnuð aftur.“ - Finnst þér að Islendingar séu nægilega samkeppnisfærir í verði á rafinagni til álvera og sýnist þér sem við séum harðari en aðrar þjóðir í að setja strangar reglur í umhverfismálum? „Reynsla mín er sú að Islendingar séu afar meðvitaðir um umhverfi sitt líkt og aðrar þjóðir í hinum vestræna heimi, eins og í Evrópu, og umhverfismál vega sífellt þyngra í hugum fólks. ísland er svo lánsamt að búa yfir stórkostlegum nátt- úruauðlindum, eins og jarðhita og vatnsorku. Hvað okkur snertir hefur ísland sýnt sig að vera samkeppnishæfur orku- sali. En auðvitað eru ýmsar aðrar þjóðir með annars konar auðlindir og þær geta líka verið mjög samkeppnishæfar í orkusölu." - Hvernig telur þú að áliðnaðurinn þróist á næstu árum, áttu t.d. von á fleiri samrunum fyrirtækja í greininni? „Það verða að öllum líkindum fleiri samrunar, kannski ekki í tengslum við risana Alcoa og Alcan, frekar á meðal smærri fyrirtækja. Lögmálið um hagkvæmni stærðarinnar er í fullu gildi sem viðfangsefni í viðskiptum." - Fyrr á þessu ári fjárfestir þú í símafyrirtækinu Halló þar sem þú ert núna stærsti hluthafinn, með yfir 50% hlut. Inn- an viðskiptalífsins líta flestir svo á að símafyrirtækin á íslenska markaðnum séu of mörg, þau hafi Ijárfest um of, og að þau eigi litla möguleika á að hækka verðið og stækka markaðinn. Erlend símafyrirtæki hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Hvers vegna fjárfestir þú í Halló undir þessum kringumstæðum? „Við höfum litið á ísland sem stað til að stunda viðskipti. Nýlegar skattalækkanir á fýrirtækjum eru mjög hvetjandi og jákvæðar. I ljósi aukins áhuga okkar á síma- og íjarskiptafyrir- tækjum var eðlilegt að hugsa um Island vegna þess að það hefur opnað þennan markað upp á gátt til að auka samkeppn- ina. Við teljum að einbeitt fýrirtæki, sem byrjar smátt og býr yfir allri nýjustu tækni, geti dafnað og skilað hluthöfum góðri ávöxtun, takist því að bjóða frábæra þjónustu á lágu verði. Um allan heim hefur verið ijárfest mikið í síma- og ijarskiptageir- anum á undanförnum árum og vissulega með mjög mis- jöfnum árangri, margar þessar ijárfestingar hafa verið mis- tök. Það er líklega rétt að það hafa verið ofijárfestingar á þessum markaði út frá sjónarhóli ijárfesta, en þetta kemur neytendum hins vegar til góða. Ég er ef til vill mjög heppinn að hafa ekki íjárfest í símageiranum fyrir tveimur árum, í byrjun ársins 2000.“ - Innan íslenska viðsklptalífsins telja langflestír að það verði samrunar á símamarkaðnum, t.d. með sameiningu Halló, Tals, Islandssíma og jafiivel að Iina.Net blandist inn í málið. Að það verði búið tíl stórt fyrirtæki tíl að keppa við risann á markaðnum, Símann. Fjárfestír þú í Halló vegna þess að margir telja sig sjá í kortunum að af þessum samruna verði? „Eins og nú háttar til trúi ég ekki að stór samruni á íslenska símamarkaðnum sé nauðsynlegur eða forsenda þess að hægt sé að ná árangri á markaðnum. Ég ijárfesti því ekki í Halló í þeim tilgangi að sameina það öðrum símafyrirtækjum. Halló hefur, eitt og sér, á eigin forsendum, alla burði til að vera arð- bært fýrirtæki. A hinn bóginn er það ef til vill rétt að það er ekki rými fýrir nema mjög takmarkaðan fjölda iýrirtækja á markaðnum sé horft á stærð hans. Ég veit hins vegar ekki hver sá ijöldi á að vera.“ - Islendingar ræða mikið um að það vantí fleiri erlenda ijár- festa í íslenskt athafnalif. Hvað ættum við að gera tíl að draga að fleiri erlenda íjárfesta tíl landsins? „Hátt menntunarstig þjóðarinnar, nýleg skattalækkun á hagn- að fyrirtækja og afar almenn og útbreidd kunnátta í ensku er styrkur ykkar og um leið það rekstrarumhverfi sem þið hafi laðað fram til að gera landið að áhugaverðum kosti fýrir erlenda ijárfesta. írland hefur einnig búið til gott og aðlaðandi umhverfi fýrir erlenda Ijárfesta, meðal annars með lækkun skatta á fyrirtæki." - Vaxandi umræða er um það innan íslensks viðskiptalífs hvort Islendingar eigi að kasta krónunni og taka upp evru, eða binda gjaldmiðilinn við evrópska myntbandalagið. Telur þú að það væri áhugavert skref í augum erlendra fiárfesta? „Ég er ekki sérfræðingur í peningamálum og hef ekki skoðun á því hvað þið eigið að gera við gjaldmiðil ykkar. Hann hefur ekki verið nein fyrirstaða i okkar huga. Aðal- atriðið er að gjaldmiðill ykkar fái að fljóta og lúta lögmálum hins frjálsa markaðar.“S3 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.