Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 37

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 37
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN Spumingin til Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags íslands, er þessi: Flugfélög í innanlandsflugi á íslandi töpuðu 1,7 milljörðum króna á síðustu fjórum árum. Hvernig skýrir pú petta mikla tap? Stefnir í að innanlandsflug leggist niður í sinni núverandi mynd - nema yfir sumar- mánuðina pegar fjöldi erlendra ferðamanna er mestur? Er innanlandsflug að lognast út af? Eins og oft hefur komið fram, hafa undan- farin flögur ár verið erfið í innanlandsflugi á Islandi og eru nokkrar ástæður fyrir því. Fyrst ber að nefna, að samkeppni varð mjög hörð í kjölfar opnunar á markaði á árinu 1997 og leiddi lækkun fargjalda almennt til verri afkomu fyrirtækja í greininni. Ytri aðstæður hafa verið erfiðar, eldsneytisverð hefur hækkað mikið og lækkun á gengi íslensku krónunnar hefur einnig mjög mikil áhrif. Stór hluti kostnaðar er tengdur við Bandaríkjadal, en tekjur fyrirtækjanna eru að mestu í íslenskum krónum. Horfur eru nú hins vegar mun betri í rekstri. Tekist hefur að lækka kostnað og nýting fram- leiðslutækja hefur einnig stórbatnað. Rekstraráætlun Flugfélagsins gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði nú loks viðunandi. Innanlandsflug á Islandi er mjög mikil- vægt fyrir almenningssamgöngukerfi landsins. Allt frá árinu 1971 hefur mikil flölgun verið í farþegaflutningum og nemur ljölgunin að jafnaði um 3,5% á ári allt þetta tímabil! Þó hafa komið ár, þar sem ijölgun varð minni og í sumum tilfellum varð jafn- vel fækkun farþega á milli ára. Slík tímabil hafa þó alltaf tengst stöðu efnahagslífs landsins, enda fylgni mikil á milli farþega- flutninga innanlands og helstu hagstærða. A árinu 1971 voru farþegar í innanlands- flugi hér á landi um 155 þúsund, en eru nú um 450 þúsund á ári. Allt þetta tímabil hefur áfangastöðum fækkað í flugi og eiga margir erfitt með að sjá hvernig slíkt getur gengið upp. Landsamgöngur hafa batnað mjög mikið og sjá margir það sem ógnun við rekstur innanlandsflugs. Það er alveg ljóst að flugið er í mikilli samkeppni við einkabíl- inn. Landsamgöngur hafa þó ekki aðeins batnað við höfuðborgarsvæðið, heldur almennt á öllu landinu. Sem dæmi má nefna, að áður var flogið til um fimm mis- munandi áfangastaða á Austfjörðum. Land- samgöngur voru mjög erfiðar, sérstaklega yfir veturinn. Þetta hefur gjörbreyst á síð- ustu 10 árum og nú er rétt um klukku- stundar ferð frá flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu inn á flugvöllinn á Egilsstöðum og er ekki deilt um hann sem miðstöð flug- samgangna á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af öðrum landshlutum. Fækkun áfangastaða hefur því síður en svo dregið úr ijölda farþega. Bættar samgöngur leiða yfir- leitt til aukinna ferðalaga, og flugið fær sinn skerf af því. Erlendir ferðamenn hafa í vaxandi mæli nýtt sér kosti innanlandsflugs, sem eru fyrst og fremst hraði og þægindi. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti, enda fátt sem bendir til annars en Island verði áfram spennandi áfangastaður fyrir erlenda gesti okkar. Stærsti markaðurinn er þó enn hér innan- lands og það verður svo áfram. Viðskipti hafa aukist mjög á milli landssvæða og byggir það að hluta á góðum og hröðum samgöngum á milli staða. Ég held að flestir sjái að erfitt verður að stunda samkeppnis- hæf viðskipti ef ferðatími til dæmis á milli Reykjavíkur og Akureyrar verður minnst um 3-4 klukkustundir í bíl - hvora leið! Hag- kvæmni hefur aukist í fluginu og horfur eru miklum mun betri en áður. Fækkun áfanga- staða, án fækkunar farþega, bætir nýtingu framleiðslutækja og bætir afkomu. Auk þess hafa orðið miklar breytingar í dreifingu félagsins, þar sem mikill hluti af sölu fer nú fram í gegnum vefinn í miðalausum við- skiptum. Þetta hefur sparað mikla ijármuni fyrir Flugfélagið. Svarið er því einfalt; innan- landsflug er ekki að lognast út af - síður en svo. Horfur hafa sjaldan verið betri og við erum bjartsýn á framtíðina. 33 Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands: „Tekist hefur að lækka kostnað og nýting framleiðslutækja hefur einnig stórbatnað. Rekstraráætlun Flug- félagsins gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði nú loks viðunandi." 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.