Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 46
VIDTflL KRISTJflN LOFTSSON Hvalir eru „flotinn ósýnilegi“ hér við land og éta um 2 milljónir tonna af fiski árlega en allur floti landsins veidir ekki nema 1,2 milljónir tonna. Hvalveióar hafa veriö bannaóar viö Island frá árinu 1989 og sýnist sitt hverjum um paö hvort leyfa eigi þær aftur. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Það er klárt mál að hvalirnir, sem eru hér við land, eru ekki beinlínis í megrun," segir Krist- ján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., en hann telur litla ástæðu til að fresta ákvarðana- töku um hvalveiðar mikið lengur. Enda mikið í húfi þegar tilllit er tekið til þess að hvalir hér við land éta um tvær milljónir tonna af fiski árlega, að því er talið er, en allur floti landsins veiðir ekki nema um 1,2 milljónir tonna eða um það bil helminginn af því sem hvalir éta. „Það eru allir hræddir við Kanana og telja þá beita refsiákvæðum ef við förum að veiða hval en það er ekkert sem segir að þeir muni gera það,“ heldur Kristján áfram. „Eg tel reyndar að sú hræðsla sé óþörf og að það muni ekkert gerast þó svo við förum að veiða hvalinn. Reynslan sýnir að þótt Kanarnir hafa sett ýmis lög heima fyrir, nota þeir þau aldrei þegar á reynir. Eg held reyndar að það muni verka sem ágætis auglýsing fyrir okkur ef við förum að veiða hval og Kanarnir mótmæla því og þannig verði það fremur okkur til hagsbóta en ekki.“ Ekkert veitt frá 1989 Stórhvalaveiðar voru stundaðar með hléum frá landstöðvum við Island í liðlega eina öld eða til ársins 1989. Frá árinu 1948 takmörkuðust veiðarnar við starfsemi stöðvarinnar í Hval- firði. Þar voru lengst af íjögur skip að veiðum yfir vertíðarmánuðina júní-september og að meðaltali voru veiddar 234 langreyðar og 68 sandreyðar á ári tímabilið 1948-1985 og 82 búrhvalir árin 1948-1982 (alfriðaður í Norður-Adantshafi frá 1982). Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. I samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hins vegar veiddur takmarkaður ijöldi lang- og sandreyða í rannsóknarskyni árin 1986-1989. Kristján segir hvölum tvímælalaust hafa fjölgað hér við land og séu nú að minnsta kosti jafn- margir eða fleiri en þeir voru áður en veiðar á þeim hófust. „Síðastliðið sumar fóru fram víðtækar talningar á hval í samvinnu við Norðmenn og Færeyinga. A íslenska svæðinu var talið frá þremur skipum og einni flugvél á tímabilinu 19. - 29. júlí. Utkoman úr þeirri talningu hvað varðar nýtt stofn- stærðarmat á hrefnu og langreyði á að liggja fýrir veturinn 2002-2003 en hins vegar eru allar tölur Af hvölum hér við land er hrefnan langatkvæðamesta fiskætan en talið er að hún éti um eina milljón tonna af fiski árlega og telur Kristján óhætt að veiða að minnsta kosti 250 dýr án þess að það komi niður á stofninum. Það muni auka jafnvægið hvað fiskinn varðar og þannig muni íslenskir sjómenn fá meira í sinn hlut en ella. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.