Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 12
Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, varfyrirliði og talsmaður Augnabliks á„fyrsta landsleiknum“
í Fífunni, nýju höllinni í Smáranum. Hann afhendir hér Magnúsi V. Péturssyni, umboSs-
manni Umbro ogfyrrum miUiríkjadómara, gjafirfyrir góða dómgœslu - sem oggóðan bolta
og búninga.
Tuttugu ára Augnablik
Birgir Teitsson arkitekt, Jóni Orri Guðmundsson, verkstjóri í Gutenberg, Ingvar Teitsson
píþulagningameistari og Olafur Björnsson hjá Hugi. Allir þekktir knattspyrnumenn úr
Kóþavogi á árum áður. Olafur var að vísu ekki t Augnabliki og spilaði hann með landslið-
inu gegn sínum gömlu félögum úr Blikum.
Leikurinn endaði 3-0 fyrir landsliðið. Þórólfur Arnason lét skála sérstaklega fyrir landsliðs-
mönnunum sem skoruðu mörkin prjú í leiknum. Frá vinstri Arnór Guðjohnsen, sem er á
leiðinni í umboðsmennsku fyrir knattspyrnumenn, Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmda-
stjóri hjá Eimskip, og Ásgeir Sigurvinsson, starfsmaður KSI og fjárfestir.
FRÉTTIR
I ugnablik getur verið drjúgur
tími, eða tuttugu ár í tilfelli knatt-
I spyrnufélagsins Augnabliks.
Það var stofnað árið 1982 í Kópavoginum
af mönnum á besta aldri úr Breiðabliki
sem höfðu hvorki tíma né jafnvel heilsu
til að spila knattspyrnu lengur af ein-
hverri alvöru. Enda gengu leikir þessa
félags út á grín og glens, sælgætisgjafir
og lögreglufylgd á leiki. Engu að síður
létu þeir finna vel fyrir sér þegar inn á
völlinn var komið. Auglýsingastofan
Tímabær, sem Gunnar Steinn Pálsson
átti á þessum árum, auglýsti á búningum
félagsins. Þótt Augnablik sé löngu hætt
að spila þá eru gömlu félagarnir enn
menn augnabliksins. Og viti menn; þeir
náðu að spila „fýrsta landsleikinn" í Fíf-
unni, nýju höllinni í Smáranum, á sjálfan
kosningadaginn. Spiluðu þeir við lands-
liðið í knattspyrnu frá árinu 1982 - eða
þar um bil. Magnús V. Pétursson,
umboðsmaður Umbro, var fenginn sem
dómari og óskaði hann eftir því að engir
linuverðir yrðu sér til aðstoðar. Ýmsir
kunnir kappar úr viðskiptalífinu komu
við sögu í þessum landsleik sem var í 2
sinnum 20 mínútur. Sumsé; í augnablik.
A eftir skáluðu menn fýrir góðum leik,
tæklingum og Augnablikstöktum. B3
stjóriA. Guðmundssonar, ’vármarkví
Augnabliks um áraraðir.
'ÝÍx Er þitt fyrirtæki öruggt =J=
ÖRYCCISMIÐSTÖÐ ISLANDS
Sími 530 2400
12