Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 26

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 26
STJÓRNUN BÆJflRFÉLAGA Lúðvik Geirsson BÆJARSTJÓRI í HAFNARFIRÐI Lúðvík Geirsson, oddviti SamfylMngarinnar, er nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er reynd félagsmálakempa, hefúr verið í forystusveit vinstrimanna í Haínarfirði um langt árabil, verið í forystusveit Hauka og formaður Blaðamannafélags íslands, nú síðast framkvæmdastjóri þess og er þá aðeins fátt nefnt. Lúðvik leitast við að dreifa valdi og reyna að kalla fram það besta í öllum, láta sem flesta koma að verkunum og láta hvern og einn axla ábyrgð á sínum störfum. „Eg legg áherslu á að menn setji sér markmið, skili sínu og klári sín verk, fylgi áherslum sínum fast eftir en fái opið svigrúm til að vinna hver á sínu sviði að settum markmiðum," segir hann. Hafnarfjörður: Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar. Bæjarstjóri er Lúðuík Geirs- son, fu. framkuæmdastjóri Blaðamannafélags íslands, en hann hef- ur setið í bæjarstjórn í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er einn afþeim bœjar- stjórum sem er kjörinn fulltrúi jafnframt því að vera framkvœmda- stjóri sveitarfélagsins. Hann telur mikilvægt að hafa „nútímalega stjórnunarhœtti og stjórnsýslu og laga okkur að þeim síbreytilega veru- leika sem sveitarfélagið þarfað búa við. “ Kristján Þór Júlíusson Fyrsta verkefni meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnafirði er að stokka upp pólitíska stjórnsýslu og gera hana skilvirkari og markvissari um leið og réttur bæjarbúa til að hafa áhrif á gang mála og koma sínum sjónarmiðum á framfæri verður aukinn. Þar segir Lúðvík að farnar verði nýjar leiðir. Til að auka lýðræði og valddreifingu verða sett upp fimm málasvið, sem heyra beint undir bæjarstjórn, og verða bæjarfulltrúar gerðir ábyrgir fyrir sínum málaflokkum. Bæjarráð verður því ekki sami miðpunktur og venja hefur verið hingað tál. „Við leggjum áherslu á að eiga samstarf og samvinnu við íbúana um framkvæmdamál og skipu- lagsmál. Við ætlum að koma á íbúaþingi og festa rétt íbúa til að kalla eftir atkvæðagreiðslu í samþykktum bæjarins," segir hann. Fyrir utan hin sígildu verkefni sveitarfélaganna á sviði grunn- skóla og dagvistarmála verður lagt mikið upp úr virku forvarnar- starfi, t.d. í umferðarmálum. Atvinnu- og þróunarmál verða sérstakt viðfangsefhi og horft verður til uppbyggingar og sfyrk- ingar á miðbænum í Hafn- arfirði. Þá verður litið á möguleika til uppbygg- ingar íbúða-, þjónustu- og menntaseturs á nýbygg- ingarsvæðum í hraununum suður af Hafnarfirði. HH Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, er félagsmálakemþa mikil og var framkvæmda- stjóri Blaðamanna- félags Islands áður en hann settist í stól bœjar- stjóra. Undir hans stjórn verður réttur bæjarbúa til að kalla eftir atkvœðagreiðslum aukinn verulega. BÆJARSTJORI A AKUREYRI Krislján Þór Júlíusson er reynslubrunnur í sveitarstjórnar- málunum, var bæjarstjóri á Dalvík 1986-1994, ísafirði 1994- 1997 og Akureyri frá 1998. Kristján Þór hefúr jafnframt setið í stjórnum tjölda stofnana og fyrirtækja. Hann er nú að helja sitt annað kjörtímabil, bæði sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi en hann er einmitt oddviti sjálfstæðismannanna í meirihlutasamstarfi með framsóknarmönnum. Kristján Þór kveðst hafa miklar væntingar, þetta sé sterkur meirihluti og allt bendi til þess að hópurinn verði samhentur við að sýna ábyrgð og festu og vinna bænum gagn á sem flestum sviðum. Akureyri: Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæjarstjóri uerður áfram Kristján Þór Júlíusson, odduiti Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn. „Verkefiiin felast í áframhaldandi uppbyggingu grunn- og leik- skóla, endurnýja húsnæði og halda þeirri stöðu sem við náðum á síðasta ári. Síðan þurfum við að fara ítarlega í gegnum atvinnumálin, horfa til þess hvernig þátttaka Akureyrarbæjar er i þeim málum og kanna hvort við getum ekki séð áherslur breytast. Við erum að vinna að reglum um það hvernig bær- inn getur ýtt undir frumkvöðlastarf og nýbreytni hjá fyrir- tækjum. Stórt verkefni framundan er sameining Orkubús Vestfjarða, Rarik og Norðurorku í eitt öflugt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri,“ segir hann. - Hvað leggur stjórnandinn Kristján Þór áherslu á? ,Að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að sveitar- félagið sé í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga og haldi þeirri stöðu. Til að svo megi vera verður maður að reiða sig á það að vinna með góðu fólki og halda áfram að skapa sveitar- félaginu tiltrú. Jafnframt þurfum við að hafa nútímalega stjórnunarhætti og stjórnsýslu og laga okkur að þeim síbreytilega veruleika sem sveitarfélagið þarf að búa við.“ [H 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.