Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 31

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 31
r Ovenjumiklar mannabreyt- ingar hafa átt sér stað meðal sveitarstjóra í vor og hefur nánast verið skipt um bæjarstjóra í öðru hverju sveitarfélagi. Ingi Sigurðsson, bœjarstjóri í Eyjum, er landsfrœgur fyrir að leika með knattspyrnuliði IBV. Hérséstlngi með börnunum sínum ígrasi gróinni brekku íEyjum. Stúlkan heitir Eva Lind og er á öðru ári en drengurinn Jón og er á sjöunda ári. Mynd: úr einkasafni Halldór Halldórsson BÆJARSTJÓRIÁ ÍSAFIRÐI alldór Halldórsson heldur áfram sem bæjarstjóri meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á ísafirði annað kjörtímabilið í röð. Halldór er 38 ára gamall og alinn upp í Ögri við Isafjarðardjúp. Hann var bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna vorið 1998 og settist svo á lista sjálfstæðis- manna og leiddi hann í vor. Halldór telur að eitt brýnasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar sé að halda ljárhagslegu sjálf- stæði sveitarfélagsins „og stilla reksturinn þannig að hann skili nægjanlegu ijármagni til framkvæmda því að lántaka er ekki á dagskránni," segir hann. Forgangsverkefni bæjarstjórnarinnar á ísafirði er að huga að uppbyggingu í atvinnulífi og koma að nýsköpunarverk- efnum og styrkja atvinnulífið með almennum hætti. Hug- myndir eru um að stofna eignarhaldsfélag sem Jjárfestir í sprotafyrirtækjum og verða hugsanlega settar 100-300 millj- ónir í það eftir því hve mikil þátttakan verður. „Ég vona að það takist að byggja upp bjartsýni og trú á framtíðina á staðnum þrátt fyrir þær sviptingar sem eru alltaf í atvinnulífinu. Það er hlutverk sveitarfélagsins að byggja upp gott umhverfi, t.d. með góðum skólum, leikskólum, höfnum, vatnsveitum og götum. Ég legg áherslu á að sveitarfélagið sinni sínum verk- efnum og sé ekki að vasast í öllu,“ segir hann. - Hvaða markmið heftir þú sem stjórnandi? ,Að vera sívakandi yfir rekstrinum þannig að hann skili því sem þarf og halda áfram að innleiða nýja stjórnunarhætti sem fela m.a. í sér að móta stefnu í hverjum málaflokki með íbúum og starfsfólki bæjarins. Ég legg mikið upp úr sam- starfi.“ H3 Ingi Sigurðsson BÆJARSTJÓRI í VESTMANNAEYJUM ngi Sigurðsson er byggingatæknifræðingur að mennt og starfaði sem framkvæmdastjóri fýrir byggingaverktakalyrir- tækið Steina og Olla í Vestmannaeyjum áður en hann tók við bæjarstjórastarfinu. Ingi er þekktur knattspyrnumaður, hefur leikið með IBV frá 1985. Hann hefur jafnframt unnið mikið fýrir íþróttahreyfinguna í Eyjum og var til að mynda fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar í tvö ár strax eftir að skóla lauk. Hann er ópólitískur bæjarstjóri meirihluta sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna en fv. bæjarstjóri, Guðjón Hjörleifsson, heldur áfram sem forseti bæjarstjórnar. „Helstu verkefnin snúa að samgöngumálum, atvinnu- málum, skólamálum og íjármálum bæjarins. Skuldir Vest- mannaeyja hafa lækkað undanfarið í kjölfar sölu bæjarins á Bæjarveitum Vestmannaeyja en það þarf að vinna áfram í því að laga skuldastöðuna. I samgöngumálum þurfum við að treysta betur flugsamgöngur og fá stærri flugvélar hér á milli. Einnig þarf að huga að því að endurnýja Herjólf, fá stærra og hrað- skreiðara skip, og svo þarf að huga að betri tengingu við fasta- landið, t.d. með höfn eða annarri samgöngubót. I atvinnumál- unum þarf að treysta það atvinnulíf sem er til staðar og huga svo að nýjum atvinnutækifærum," segir Ingi. - Hvaða markmið seturðu þér sem stjórnandi? ,Að treysta og efla mannlíf og atvinnulíf í Vestmannaeyjum og vera tiltækur fyrir hinn almenna bæjarbúa, einnig að efla byggð í Eyjum og aðstoða fólk við að hrinda í framkvæmd góðum hug- myndum,“ segir hann. H3 ísafjörður: Vestmannaeyjar: Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæjarstjóri verður áfram Halldór Halldórsson, odduiti D-lista. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hefur tekið við. Opólitískur bæjarstjóri er Ingi Sigurðsson, fv. framkuæmdastjóri uerk- takafyrirtækisins Steina og Olla og knattspyrnumaður með ÍBlf. 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.