Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 44
Gólflagnir ehf. hafa nýlega skipt um eigendur en Flotun ehf. ásamt nokkrum fyrri starfsmönnum Gólflagna keyptu fyrirtækið af Eignarhaldsfélagi Hörpu hf. Gólflagnir ehf. eru 12 ára gamalt fyrirtæki. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar í fjölliðugólfefnum en þau henta sérlega vel fyrir matvælaiðnaðinn. „Gólflagnir hófu mikið brautryðjendastarf í lögn sementsbundinna flot- efna fyrir um það bil 10 árum en eitt fyrsta verkefnið var flotun allra gólfa í Ráðhúsi Reykjavlkur sem tókst mjög vel," segir Rafn Valur Alfreðsson, framkvæmdastjóri Gólflagna ehf. „Allar götur síðan hefur fyrirtækið inn- leitt nýjar aðferðir 1 gólflögnum, aðferðir sem aukið hafa gæði gólfa og stytt byggingartíma og léttvinnu iðnaðarmanna. Gólflagnir hafa frá upp- hafi verið umboðsaðilar Optiroc sem framleiðir ABS flotefni, en þau eru þekkt um allan heim fyrir gæði og mikla markaðshlutdeild." Skýr stefna fyrirtækisins „Það hafa þegar átt sér stað miklar breytingar í rekstri fyrirtækisins en því var mörkuð skýr stefna, starfsmannamál og innkaupastefna var endurskoðuð og rekstrinum skipt upp í þrjú ábyrgðarsvið. Þau eru iðnaðargólfefni, flotun og efnissala. f apríl var einnig opnuð ný verslun, Múrbúðin, sem selur allt sem þarf til múrviðgerða. Rekstur fyrirtækis- ins gengur mjög vel og útlit er fyrir metár í rekstrartekjum en fyrirtækið hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og markvisst hefur verið unnið með vöruþróun innan fyrirtækisins," segir Rafn. „Vöruþróuninni hefur vaxið fiskur um hrygg undanfama fimm mánuði þar sem henni hefur verið sinnt sérstaklega enda erum við í sumum tilfellum að bjóða algerlega nýja vörulínu í stað þeirrar sem fyrir var en endur- bættar vörur í öðrum. Meðal nýjunga má nefna Topp Steritex gólf- og veggefni sem hindra sveppa- og bakteríu- gróður, til dæmis í hreinlætisaðstöðu íþróttamannvirkja. Einnig mætti nefna Topp 4000 Compact gólfefnið sem er endurbætt útgáfa Topp 4000 sem hefur verið okkar vinsælasta söluvara um árabil. Topp Compact er hagkvæmara í vinnslu sökum nýrrar tækni við ásetningu efnisins og nýtist vel á stærri gólfflötum en það er einnig þéttara og hefur betri eðliseiginleika samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru fyrir Gólflagnir af óháðri rannsóknastofu." Epoxy Terrazo Fyrirtækið bindur og miklar vonir við nýtt fúgulaust gólfefni fyrir mat- vælaiðnaðinn en verið er að Ijúka prófunum fyrir það í samvinnu við erlend fyrirtæki. Þetta gólfefni, sem verið hefur á markaði í Danmörku í hálft annað ár, byggist á samsetningu nýrra bindiefna og leysir það ýmis vandamál tengd ásetningu gólfefna á raka steypu. Gólflagnir hafa nýlega hafið markaðssetningu á Epoxy Terrazo gólf- efnum sem hafa verið afar vinsæl erlendis vegna endingar og glæsi- legs útlits. Þessi gólfefni er hægt að leggja í 7 mm þunnu lagi sem ekki er mögulegt í gömlu sements-terrazo gólflögnunum. Hönnuðir geta skoðað liti og litasamsetningar í gegnum forrit sem leyfir notand- anum að sjá mögulegar samsetningar á bindi- og fylliefnum. Súðarvogur 14 • 104 Reykjavík Sími: 564 1740 • Fax: 554 1769 Netfang: golf@golflagnir.is hiimimvvijiiiuh Markaðir erlendis Síðustu árin hafa Gólflagnir selt fjölliðu- gólfefni til nokkurra landa, s.s. Færeyja, Kanada, Bandaríkjanna og ísrael. Nokkur verkefni eru f vinnslu á þessu ári og má nefna m.a. gólf í nýrri lyfjaverk- smiðju Balkanpharma í Búlgaríu en það verkefni var boðið út í nokkrum Evrópu- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.