Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 64
Húsnœði Máls og menningar við Laugaveg, sem sagt var að hefði m.a. verið reist fyrir rússagull. Gögn hafa staðfest að stuðningur Sovétmanna við Mál og menningu hafi að mestu leyti miðast við styrki til útgáfu á sovéskum bókmenntum og enga verulega þýðingu haft fyrir reksturfyrirtœkisins. Á Stall með Skrani Bókaútgáfan hefur einkennst af miklum sveiflum síðustu árin. Fróði og Iðunn hafa gengið í eina sæng, FBA eignaðist fyrir nokkrum árum helmingshlut í Vöku- Helgafelli á móti Olafi Ragnarssyni og fjölskyldu og Vaka- Helgafell og Mál og menning eru komin í eina sæng með flestöll forlögin í landinu innan sinna vébanda. Staða bókar- innar hefur versnað og verðlagning er komin úr tengslum við raunveruleikann í gegnum sölu stórmarkaðanna á bókum. „Eg hugsa að það þekkist hvergi á byggðu bóli að vara sé komin á útsölu áður en hún kemur í verslanir. Bókin hefur kannski lækkað í verði um helming daginn eftir að hún kemur á markaðinn. Við þetta keppir auðvitað enginn og það skilar bara tapi fyrir alla aðila. Þetta hefur hins vegar haft áhrif til hins verra fyrir bókina. Með þessu er hún sett á stall með skrani," segir Páll Bragi og greinilegt er að bókamaður- inn er svolítið sár. En víkjum sögunni að Vöku-Helgafelli. Eigendur þess fyrir- FRÉTTASKYRING KflUPIN fl EDÐU tækis eignuðust helmingshlut í Eddu við stofnun fyrirtækis- ins, Islandsbanki 25 prósent og Olafur Ragnarsson, fv. stjórnarformaður Eddu, og ijölskylda hans 25 prósent. Bóka- forlagið Vaka var stofnuð 1981 og keypti Helgafell ijórum árum síðar. Bókaútgáfan var hefðbundin til að byija með en smám saman var farið út í ijölbreyttan rekstur sérklúbba auk þess sem Vaka-Helgafell hafði einkarétt til útgáfu tímarita og bóka frá Walt Disney. Fyrirtækið var rekið með hagnaði frá upphafi, jók jafnt og þétt umsvif sín og var snemma á síðasta áratug orðið annað stærsta útgáfufyrirtæki landsins á eftir Máli og menningu. Vöku-Helgafelli var breytt í hlutafélag um 1990 og nokkrum árum seinna ákveðið að opna félagið fyrir nýjum hluthöfum. Eftir að FBA, sem nú er íslandsbanki, eign- aðist helmingshlut hætti Olafur Ragnarsson sem fram- kvæmdastjóri og varð stjórnarformaður. Vaka-Helgafell keypti bókaklúbba Almenna bókafélagsins, Iceland Review útgáfuna og bókaforlagið Lögberg og fyrir rúmum tveimur árum stofn- uðu Vaka-Helgafell og Mál og menning sameiginlega dreifing- armiðstöð. Það samstarf leiddi til þess að fyrirtækin voru sam- einuð í Eddu - miðlun og útgáfu sumarið 2000. Markmiðið var að byggja upp öflugt fyrirtæki sem gæti sinnt fjölbreyttri efnismiðlun og keppt við alþjóðleg risafyrirtæki, sem dytti í hug að heíja starfsemi hér á landi. Stefnt var að því að skrá fyrirtækið á markað. Við samrunann eignuðust eigendur hvors móðurfélaganna 50 prósent í hinu nýja fyrirtæki. Bjargað Ira hruni A þeim tveimur árum sem liðin eru frá því Edda varð til hefur leiðin legið stöðugt niður á við í rekstrinum. Fyrirtækið hefur átt við verulega Jjárhagserfiðleika að etja þó að umfang þeirra hafi reyndar ekki verið að fullu ljóst fyrr en síðla vetrar eða í vor. Hlutafé hafði verið aukið tvisvar, einu sinni með þátttöku allra hluthafa í Eddu sem keyptu þá nýja hluti í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu og öðru sinni með þátttöku Máls og menningar eingöngu. Þetta dugði ekki til og smám saman varð ljóst að félagið þurfti að fá inn meira flár- magn til að mætti „bjarga því frá hruni,“ segir Páll Bragi. Björgólfur hafði áhuga á þessu sögufræga fyrirtæki og hófust könnunarviðræður í febrúar. Hlé varð á þeim í mars eftir að tilboði frá Björgólfi var hafnað og ræddu fulltrúar Eddu við aðra. Það reyndust hins vegar „mýrarljós,“ eins og Páll Bragi orðar það, svo að viðræður hófust aftur. Gengið var frá kaup- unum í lok maí. Páll Bragi segir að þeir Björgólfur hafi strax frá upphafi unnið málið með faglegum hættí og fengið ljárhags- stöðuna staðfesta í áreiðanleikakönnun. „Við vorum tilbúnir í þetta á réttum forsendum. Markmið okkar var ekki að verða ráðandi hluthafi en það endaði samt með því að svo varð.“ Margir hljóta að spyrja sig hvernig í ósköpunum fyrirtæki, sem sprettur upp úr tveimur stöndugum fyrirtækjum, hafi tekist að koma sér í svo mikla erfiðleika. Svarið er að hluta til augljóst. Sameiningin átti sér stað á tíma þar sem mikil bjartsýni ríkti í þjóðfélaginu, spennan var í toppi og margir höfðu ofurtrú á nýmiðlun. Halldór Guðmundsson, forsljóri Eddu, segir að menn Eftir að Ijóst varð um kaup Björgólfs á Eddu hefur verið haft á orði að nú sé rússagullið komið aftur inn í Mál og menningu en Björgólfur og sonur hans, Björgólfur Thor, seldu eins og kunnugt er bjórverksmiðjuna Bravo í byrjun þessa árs fyrir 40 milljarða króna. Það má sjálfsagt orða þetta þannig. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.