Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 65
FRÉTTASKÝRING KflUPIN Á EDDU hafi verið of bjartsýnir þegar lagt var af stað í sameininguna. Ráðist hafi verið í of marga hluti í einu; stofnun Dreifingarmið- stöðvar, flutninga í nýtt húsnæði, kaup á nýju tölvukerfi og upp- lýsingakerfi íýrir utan það að reyna að sameina menningu þess- ara tveggja iýrirtækja. Samlegðaráhrif hafi verið lítil því að svo mjög hafi menn verið uppteknir af því að skipta jafnt. Eignar- haldsfélagið Mál og menning - Heimskringla hafi m.a. tekið eignir út úr fyrirtækinu til að fyrirtækin tvö gætu komið á jafn- réttisgrundvelli inn í Eddu og því hafi Mál og menning farið „full- veikt af stað“ í þessu samstarfi. Sljórnkerfið hafi verið bæði of dýrt og þungt. Þá hafi orðið verulegur samdráttur í íslensku efnahagslifi í fyrra sem fyrirtækið fann hraustlega fyrir. Svarthol upplýsingastreymis Páll Bragi telur að meira hafi farið úrskeiðis í rekstri og efnahag fyrirtækisins en búist hafi verið við. Aðstandendur fyrirtækisins hafi lagt af stað með „rangt veganesti og rangar væntingar“ og er á sama máli og Halldór þegar hann bendir á að stofnkostnaður hafi verið alltof hár og kaup á upplýsinga- og tölvukerfi verið erfið. „Háar hugmyndir voru um að stækka fyrirtækið á skömmum tíma og afla nýrra tekna en samlegðaráhrifin voru lítil. Þegar stjórn og starfsfólk fyrirtækjanna settust á sína stóla var það eins og að skella tveimur ijómatertum á eina undirskál og ekki unnið nógu mikið í því. I samræmi við væntingar voru teknar ýmsar ákvarðanir sem eftir á að hyggja voru svolítið fífldjarfar. Húsaleigusamn- ingur til mjög langs tíma á mjög háu verði hefur t.d. ekki staðist tímans tönn. Hann var mjög afdrifaríkur. Ýmsar fyrirætlanir og fjárfestingar hafa ekki skilað sér. Stórhugur í tölvuvæðingu var gríðarlega afdrifaríkur þáttur. Rekstur þessara fyrirtækja var sameinaður í nýju, dýru og flóknu tölvukerfi. Við þær aðstæður komu upp ýmis vandamál. Fyrirtækið lenti í svartholi upplýs- ingastreymis og vissi ekkert hvar það stóð. Mikil sérfræðivinna var fyrirtækinu dýr. Það má segja að sameiningin hafi ekki að fullu tekist vegna þess að stjórnskipulag fyrirtækisins dregur dám af því hvernig lagt var af stað í upphafi," segir Páll Bragi, „þetta voru gildrur sem allir geta dottið í en þær urðu í dálítið mögnuðum mæli hér.“ Kontið til móts við kröfur Edda - miðlun og útgáfa var sem sagt í miklum greiðsluerfiðleikum með tilheyrandi tapi á rekstrinum, vanskilum og dráttarvöxtum og ljóst að fyrirtækið hefði hugsan- lega þurft að leita eftir greiðslustöðvun þegar Björgólfur kom til bjargar. í byrjun maí skrifaði hann undir markmiðsyfirlýsingu um kaupin að uppfylltum þremur skilyrðum; 1) Að viðunandi samningar næðust við viðskiptabanka félags- ins um skuldbreytingu til lengri tíma á sem hagstæðustu kjörum. 2) Að skilningur fengist hjá stærstu lánardrottnum og fallið yrði frá dráttarvöxtum, kostnaði og höfuðstól og svig- rúm gefið með lengri greiðsludreifingu, eða með öðrum orðum frjálsir nauðasamningar. 3) Og loks að húsaleigusamningur um Suður- landsbraut 12 í Reykjavík yrði tekinn til endur- skoðunar. Páll Bragi tekur svo sterkt til orða að tala um þennan dýra húsaleigusamning, sem var til 15 ára, sem „hengingaról". Það segir auðvitað sitt um samninginn. Komið var nokkuð til móts við þessar kröfur og því lagði Björgólfur samtals til um Húsnœði Eddu við Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík. Húsaleigusamn- ingurinn við eigendur hússins var jyrirtœkinu svo dýr að kalla mætti „hengingaról“. Samningurinn var tekinn til endurskoðunar og komið til móts við fyrirtœkið á fullnœgjandi hátt. 300 milljónir króna svo að fyrirtækið yrði rekstrarhæft. Björgólfur á í dag 68 prósent hlutaíjár, Mál og menning - Heimskringla rúmlega 30 prósent og ýmsir smærri aðilar eiga afganginn. Heildarhlutafé nemur nú 227,5 milljónum að nafnvirði, þar af á Björgólfur um 155 milljónir. Þegar þessi grein er skrifuð er veltan áætluð 1,7-1,8 milljarðar króna og tapið 200 milljónir króna árið 2001. „Greiðslustreymið var í molum og eiginljárhlutfallið komið niður úr öllu valdi. Edda Memát -setur brag á sérhvern dag! 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.