Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.05.2002, Blaðsíða 76
Fjörkálfurinn Stjórnar þú lífi þínu? Breytingar, hægagangur í efnahagslífinu, auknar væntingar viðskiptavina og fjölskyldu orsaka að streitan eykst stöðugt í daglegu lífi og gerir hana að óijúfanlegum þætti. Þeir sem vinna undir stöðugu álagi taka oft rangar ákvarðanir og líður gjarnan eins og þeir hafi litla stjórn á lífi sínu. En hvað er hægt að gera? Hættu að hafa áhyggjur af öllu mögulegu, hvort sem það er væntanlegur fundur með viðskiptavini eða það hvað yfirmaður- inn heldur um frammistöðu þína. Ahyggjur eyða orkunni og skapa ná- kvæmlega ekkert. Spurðu sjálfa/n þig tveggja spurninga: Hvað er það versta sem getur gerst og hvert er vandamálið? Svörin við þessum tveim spuringum eiga að svara öllu sem svara þarf. Besta leiðin til að hafa ekki áhyggjur af ein- hveiju er að vera viðbúinn. Vita allt sem þarf að vita um efnið, hafa lokið því sem gera þarf fyrir fundinn/ráð- stefnuna og skipuleggja vinnuna þannig að verkefni hlaðist ekki upp. Ertu stöðugt kvíðin/nn? Það er fátt sem slær jafn vel á kvíða og það að gera eitthvað. Ná stjórn á atburð- um og um leið hverfur kvíðatilfinn- ingin. Hveraig lítur vinnuumhverfið út? Gerðu sjálfum þér greiða og taktu til í kring um þig og skipuleggðu vinnuumhverfið. Um leið og þú losar þig við óþarfa drasl, möppur, gömul blöð og jafnvel ónýt tæki, skapar þú sjálfum þér möguleika á því að vinna að nýjum verkefnum. Draslið hefur tilhneigingu til að láta manni finnast fleiri verk- efni vera í gangi en raunverulega eru. Hvað með tölvuna? Gefðu þér tíma til að skipuleggja innihald hennar einnig. Búðu til möppur fyrir hvert verkefni, láttu póst- forritið flokka póstinn sjálfkrafa (jú, þau geta það). Hentu öllu sem þú þarft ekki á að halda eða settu á disk til geymslu. Lík- legast er að þú opnir diskinn aldrei aftur... Vinnufélagarnir. Gerðu þér far um að eiga góð samskipti við vinnufélaga þína. Auðvitað eru ein- hverjir í hópnum sem þú myndir ef til vill kjósa að vinna ekki með. Þeir eru samt í hópnum og þú skalt hugleiða hvað þú getur gert til að samvinna ykkar verði betri. Mundu að hópurinn er - hópur. Ekki einstaklingar sem helst vilja vera hver í sínu horni. Hreyfðu þig. Streita, þreyta og vont skap - allt hverfur þetta eins og dögg fyrir sólu við góða hreyfingu. Það þarf ekki endilega að mæta í lík- amsræktina. Góð göngu- ferð gerir kraftaverk - sund- ferð að morgni hressir og kætir, ræktin með félögunum er gulls ígildi. Ekki vanrækja þig, það kann ekki góðri lukku að stýra. Eldsneytið? Er morgunverðurinn svart kaffi, hádegisverðurinn sam- loka með majonesi og kaffið súkkulaði og kók? Hefur þú reynt að setja sykurvatn á bílinn þinn? Þetta er svipað. Gefðu líkamanum það sem hann þarf - gott eldsneyti með hæfilegu millibili og hann launar þér með því að vera hraustur og þú verður sjaldan veik/ur. Hvernig byrjar dagurinn? Það er erfitt að vera hress og kátur í vinnu ef maður vaknar of seint, fjölskyldan öll of sein inn í dag- inn, bíllinn fer ekki í gang og svart kaffi er morgunverðurinn. Það drepur engan að vakna nokkrum mín- útum fyrr og sleppa við mestu umferð- ina. Hvað um það þó maður mæti aðeins of snemma í vinnuna? Hugsaðu þér hveiju þú kemur í verk áður en síminn byrjar að hringja - þegar hinir mæta kl. 9.15 eða svo...[E 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.