Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 94

Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 94
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR Göran Það er ekkert lát á bókum um stjórnun og nú er Sven Göran fótboltaþjálfari líka oróinn leiðarljós í viðskiþtaheiminum. Lesið bókina áður en þið hristið höfuðið, segir Sigrún Davíðsdóttir, sem hefur lesið margt vitlausara en þessa bók. Eftir Sigrúnu Daviðsdóttur í London Eriksson kemur því úr umhverfi, þar sem ýmis einkenni hans eru eðlislæg. Hann hefur einfaldlega flutt sænsku af- stöðuna sína með sér úr landi í land þar sem hann hefur þjálfað. Þessi afstaða dugði honum vel þegar hann þjálfaði Ben- fica á Spáni, Lazio og fleiri lið á ítaliu og nú er eftir að sjá hvernig honum vegnar í Englandi. Alltaf þegar ég sé George W. Bush og Sven-Göran Eriksson bregða fyrir i sjónvarpsfréttunum - og það er ekki sjaldan - verður mér hugsað til þess að mikið hljóti þessir menn að leyna á sér: það er einfaldlega svo ekkert sérstakt við þá. Hvorugur er beinlinis leiftrandi ræðu- maður; allt sem þeir segja er einhvern veginn svo flatt og hversdaglegt Bush á í mestu vandræðum með móðurmálið. Enskan hans Eriksson er einhvern veg- inn svo óbjörguleg, þó hún sé um leið býsna krúttleg. Samt hefur Bush verið falið að leiða máttugasta ríki í heimi og um leið næstum heiminn líka. Og Eriksson hefur verið settur yfir milljónabransa, sem um leið er kjarninn í þjóðarstolti ótrúlega margra Breta. Bush hefúr þó altént það með sér í augum þjóðar sinnar að hann er amerískur. Eriksson er ekki einu sinni enskur, svo hann hlýtur að búa yfir einhveiju alveg einstöku, þó að það skili sér ekki til þeirra óinnvígðu í fótbolta, sem sjá hann bara á skjánum og blaðamyndum. Og mikið rétt: hann býr yfir svo miklu að tveir stjórnunarspek- ingar, þeir Julian Birkinshaw og Stuart Crainer, hafa skrifað bók um „Leadership the Sven-Göran Eriksson Way: How to Turn Your Team into Winners." Við nánari aðgæslu kemur reyndar í ljós að þeir Birkinshaw og Crainer eru ekki aðeins einlægir aðdá- endur Erikssons. Þeir hafa báðir haft kynni af norrænu atvinnu- lifi og stjórnunarstll og í þeirra huga er Eriksson frábært dæmi um norrænu leiðina. Tiskustraumar í Stjórnun Tískan leggur lifsreglurnar um kjóla- síddina og axlapúða eða enga axlapúða. Það ríkja fika tisku- straumar í stjórnun. Þeir Birkinshaw og Crainer benda á að á 9. áratugnum hafi tískan legið i að vera atkvæðamikill, aðgerðar- samur, heillandi og með brennandi boðskap eins og landar Bush þeir Jack Welch og Lee Iacocca. Harðir jaxlar. Svo rann sú lenska sitt skeið. I staðinn urðu mýkri hæfileikar ofan á eins og hæfileik- inn til að hlusta, til að ná samkomulagi, að hafa skilning á um- hverfi sínu og öðru fólki - vera ögn mjúkur í kvenlegum skilningi. Þessi stefna er enn við lýði. Að þekkja sjálfan sig, að hafa taum- hald á sjálfum sér, vera örvandi, geta sett sig í spor annarra og hafa hæfileika til að umgangast fólk eru allt eiginleikar, sem þykja góðir og réttir í nútíma stjórnun. Svona er Eriksson. í honum fara saman einlæg hógværð og stálvilji til að ná árangri. Vænleg sam- setning, ef marka má þá Birkinshaw og Crainer. Það er bara almennt vænlegt til árangurs að vera góð mann- eskja, bera virðingu fyrir öðrum og hlusta. En eitt er kenningin og annað framkvæmdin. Þó stjórnunarfræðingar haldi þessu á loftí þá lifa nú gamlar venjur býsna lengi á skrifstofum stjórnenda fyrirtækja og í vistarverum stjórna þeirra. Þess vegna dugir ekki að segja hlutina bara í eitt skipti fyrir öll og menn eins og Birkins- haw og Crainer hafa nóg að gera. Hvorki stóryrði né orðagjálfur Eitt af ein- kennum Erikssons er að hann er ekkert að slá um sig með stór- yrðum og orðagjálfri. Þvert á móti er hann einkar jarðbundinn. Hann stormar ekki inn í búningsherbergið fyrir leiki og messar Jjálglega yfir strákunum. Öðru nær, hann kemur þar við og talar við hvern og einn leikmann. Hann veit nefnilega að þessi hópur hans er býsna fjölbreyttur. Sumir vilja ekki tala fyrir leik, heldur vilja bara fá að reima skóna sína í friði. Aðrir bera stressið utan á sér og þurfa smá uppörvun og klapp á öxlina. Eriksson finnur hvað hveijum hentar best. Þarna sýnir hann aðdáunarverða hæfileika til að setja sig í spor annarra og ná til þeirra á þeirra eig- in forsendum. Eriksson sýnir að það er hægt að koma skoðunum sínum á íramfæri með öðru en þrumuræðum. Hann stundar það sem Finnar eru góðir í: að þegja. Eg held reyndar að íslendingar séu oft góðir í þvi líka. Og viti menn: þegar menn segja lítíð þá er því betur hlustað á þá þegar að því kemur að þeir opna munninn. En þó Eriksson sé svona einstaklega hvunndagslegur maður að sjá og einkar jarðbundinn þá er hann samt tfábær stjórnandi. Samkvæmt Birkinshaw og Crainer eru stjórnendur einmitt öðru- vísi en aðrir. Þeir hafa hæfileika sem nýtast þeim einmitt sem stjórnendur, en það þýðir ekki að þeir geti gert hvað sem er. Þeir geta bara stjórnað. Ef einhver leikmaður Erikssons reiddist nú við hann og slengdi því framan í hann að hann skyldi nú ekki segja mikið því hann hefði bara sjálfúr verið lélegur fótboltamað- ur þá er það alveg rétt. Eriksson á engan glæsiferil að baki sem leikmaður. Hann fór hins vegar ungur að þjálfa og -rití menn: þar var hann greinilega á réttri hillu. Hann heldur vissri fjarlægð Auk þess að hafa tíl að bera þessa hæfileika tíl að ná tíl samstarfsmanna sinna hefur hann líka skiln- ing á að halda vissri íjarlægð. Hann er vinalegur, en hann reynir ekki að vera félagi strákanna eins og fyrrum frægur fótboltamað- ur og fyrirrennari Erikssons sem landsliðsþjálfari, Kevin Keagan, sem spilaði á spil við strákana fram eftír nóttum. Keagan entíst stutt, en hann var mörgum sinnum betri fótboltamaður en Eriks- son. Þeir sem vinna með Eriksson bera honum allir einstaklega góða sögu. Annað sem hann kann er að velja sér samstarfsmenn. Nánasti samstarfsmaður hans er annar Norðurlandabúi, Tord Grip, sem Eriksson tók við af sem þjálfari, þegar hann byijaði 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.