Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 105

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 105
FÓLKSVIÐTAL Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Starf mitt felst fyrst og fremst í vöruþróun og ráðgjöf til viðskiptavina Símans," segir Hermann Ar- sælsson, forstöðumaður Lausna sem er deild innan Símans. „Ég held mikið kynn- ingar og erindi á ráðstefnum ásamt því að stýra daglegum rekstri deildarinnar, einnig erum við í miklum samskipt- um við aðra deildir Símans. Starfið er mjög áhugavert og mörg spennandi verkefni í gangi og framundan hjá Sím- anum. Við erum þrjú í þessari deild og skiptum með okkur verkum." Hermann hóf störf hjá Sím- anum fyrir rúmu ári og kom þá frá Stokkhólmi þar sem hann hafði verið í sex ár. „Eg hafði verið að vinna hjá EJS um nokkurra ára skeið þegar mér var boðið spennandi starf hjá bandarísku tölvufyrirtæki sem heitir 3Com, en höfuð- stöðvar þess á Norðurlöndum eru í Stokkhólmi," segir Her- mann. „Ég hafði ákveðið fyrir löngu að grípa þau tækifæri sem byðust til að víkka út Hermann Ársœlsson, forstöðumaður Lausna: „Eg hafði ákveðið það fyrir löngu að gríþa þau tækifæri sem byðust til að víkka út sjóndeildarhringinn og afla mér reynslu. “ Hermann Arsælsson, Símanum sjóndeildarhringinn og afla mér reynslu svo að það var engin spurning í mínum huga um hvort ég ætti að fara. Starf- ið hjá 3Com fólst í því m.a. að veita tækniráðgjöf og sinna starfsmannastjórnun sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- deildarinnar en einnig í fyrir- lestrahaldi og vinnu með ýms- um af stærstu fyrirtækjum Norðurlanda varðandi stórar lausnir í tæknimálum. Eitt stærsta verkefnið, sem ég vann að, var fólgið í þvi að kynna nýja IP-símstöð fyrir markaði i Evrópu, Afríku og Austurlöndum og var ég með um 40 manna hóp í þessu verkefni í mörgum löndum. Starfið var þess eðlis að ég var á stöðugum ferðalögum og mjög oft fóru íjórir dagar í ferðir á móti hveijum einum á skrifstofunni. Þannig urðu flugvélar eins og hver önnur skrifstofa þar sem stór hluti af vinnunni fór fram á flugi milli staða. Þetta var skemmtilegur tími og ég kynntist ógrynni af fólki sem ég kem til með að halda sambandi við um ókomna tíð.“ Hermann er fæddur á Sel- fossi og ólst upp í Hveragerði. Hann lauk námi í rafeinda- virkjun 1985 og hóf fljótlega vinnu hjá EJS í þjónustu, sölu og tækniráðgjöf. „Þetta starf var gríðarlega ijölbreytt og ég safnaði þar mikilli reynslu af ýmiskonar málum,“ segir Hermann. „Það var gott að vinna þar þó að ég færi svo út seinna.“ Áhugamál Hermanns tengjast að miklu leyti vinn- unni. Hann segist lesa mikið fræðilegt efni þar sem stöðugt þurfi að fylgjast með nýjungum. Hann er kvæntur Sigríði Sigmundsdóttur og eiga þau tvö börn, átta ára dóttur og 17 ára dreng. „A meðan við vorum úti i Sví- þjóð stunduðum við talsvert skíði en þar er aðstaðan mjög góð og mun betri en hér á landi,“ segir Hermann. „Eftir að við komum heim höfum við einbeitt okkur að því að koma okkur fyrir og setja húsið í það horf sem við vilj- um hafa það. Sennilega mun- um við stefna að því að fara öðru hverju út til að fara á skíði og rifja upp minningar með því.“ [H 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.