Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 9

Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 9
„Verkefnin eru bæði stór og smá en sala þráðlausra kerfa hefur aukist gríðarlega," segja þeir félagar. „Við vinnum í nánu sam- starfi við framleiðendur tækjanna og viðskipta- vinir okkar fá það sem hentar þeim best. Pegar sett er upp hátalarakerfi í stærri rýmum er það sett upp ítölvuforriti til þess að hljóðdreifing verði rétt. Hátalarar eru stað- settir með tilliti til lögunar rýmisins, fjölda gesta og staðsetningu þeirra, tegund hátalara o.s.frv. Það skiptir meginmáli að hljóðið berist jafn- skýrt til allra og það fæst ekki nema með því að uppsetning kerfisins sé í lagi og búnaðurinn henti." Hljóðið geymt á annan máta Guðmundur segir mikið hafa breyst varðandi geymslu hljóðs og hvernig það sé spilað út á útvarps- og sjónvarpsstöðvum. „Nú þarf að vera til staðar skjalastjórnunarkerfi í tölvurnar til að halda utan um tónlistina. Við settum t.d. upp afspilunarbúnað í hótel hér í bæ og þar er hægt að spila tónlist og tilkynningar í 48 sólarhringa samfleytt án þess að spila sama lagið tvisvar. Svo dæmi sé tekið er hægt að stýra þessum búnaði heiman frá hótelstjóranum f gegn um netið og því engin þörf á því að nokkur sé við stjórn tækjanna." Pfaff-Borgarljós býður ekki aðeins upp á hljóðkerfi þó þau séu fyrirferðarmest i vöruúrvali hljóð- deildarinnar. Einnig hafa þeir uppá að bjóða ýmsar lausnir varðandi dreifingu myndmerkis, tjöld, skjávarpa og heimabíókerfi svo eitthvað sé nefnt. „Við leggjum áherslu á hljómgæði og almenn gæði þeirra tækja sem við seljum og höfum umboð fyrir mörg af bestu merkjunum," segja þeir félagar. „Grunnurinn er sá sami, hvort sem um er að ræða hljóðkerfi fyrir verslun, skóla, kirkju eða íþróttasal, við könnum þörfina og seljum kerfi til samræmis við hana." Hlustunarherbergið Væntanlegir viðskiptavinir geta notið þess að hlusta og horfa í vel búnu hlustunarherbergi Pfaff- Borgarljósa. Það er hljóðeinangrað og í því eru sæti í réttri fjarlægð þannig að besta hugsanleg reynsla fæst af því tæki sem verið er að hlusta á hverju sinni. Pfaff-Borgarljós er til húsa að Grensásvegi 13.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.