Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 19

Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 19
STIRÐLEIKINN Á MILLI ÚLAF5 RAGNARS OG DAVÍÐS Brúðkaup Friðriks krónprins Dana Þá komum við að brúðkaupi Friðriks krónprins Dana. Það er með hreinum ólíkindum að forsetinn hafi tekið þá óvæntu ákvörðun að afboða komu sína í brúðkaupið og gefa út tilkynningu þar sem sagði að hann gæti ekki yfirgefið landið og farið í brúðkaupið „vegna óvissu um hvenær Alþingi lyki afgreiðslu mikilvægra mála“. Langflestir túlkuðu heimkomu hans á þá leið að henni væri ætlað að vera táknræn og sýna í verki að forseti lýðveldisins ætlaði að hafna fjölmiðlafrumvarpinu og „taka þar með völdin af Alþingi og Davíð“. Forsetanum var í lófa lagið að kynna sér stöðu mála á Alþingi og átta sig á að þar var haldið uppi málþófi af stjórnarand- stæðingum og frumvarpið yrði aldrei samþykkt af handhöfum forsetavalds í einum grænum að honum flarstöddum ef til þess kæmi. Ekki nema forsetinn hafi ekki treyst samherjum sínum í sflórnarandstöðunni betur en þetta til að halda uppi málþófi. Auðvitað átti hann að vera viðstaddur brúðkaupið og var það hjákádegt þegar sljórnarandstaðan taldi það mjög eðlilegt að forsetinn afboðaði komu sína í brúðkaupið. Gat hann ekki séð af einum degi í að heiðra prinsinn iyrir hönd íslensku þjóðarinnar? Nei, óvissa á Alþingi. Kunna menn annan betri? Enn á ný reyndu foringjar stjórnarandstöðunnar, Össur Skarphéðinsson, Guðjón A. Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon, að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar að þetta væri mjög eðlileg hegðun af hálfu forsetans og Davíð að kenna, eins og ævinlega áður, að hann kæmist ekki i brúðkaupið. Hvers vegna þarf umræðan að vera á þessu plani? Afleikur forsætisráðherra í viðtali við Sjónvarpið Davíð gerði sig hins vegar sekan um fáheyrðan afleik í viðtali við Sjón- varpið föstudagskvöldið 14. maí þegar hann blandaði dóttur forsetans inn í umræðuna og sagði að forsetinn væri vanhæfur til að synja fjölmiðlafrumvarpinu vegna þess að dóttir forsetans ynni hjá Baugi. I lagi var að láta það flakka að forset- inn gæti verið vanhæfur vegna tengsla við forstjóra Norður- ljósa, sem var kosninga- og fjármálastjóri Ólafs Ragnars í for- setakosningunum 1996. En dóttur forsetans átti ekki að blanda í umræðuna hversu mikil sem „Séð og heyrt væðing“ forsetaembættisins er orðin og hversu mikið sem tjölskylda forsetans er í flölmiðlum við ýmiss konar tækifæri. Önnur afdrifarík mistök forsætisráðherra í þessu viðtali var að tjá sig reiður. Allt yfirbragð viðtalsins var með þeim hætti að Davíð væri fokvondur út í forsetann. I raun sýndi viðtalið enn og aftur hversu slæmt er að tjá sig í mikilli bræði. Engu að síður varð það kristaltært í þessu viðtali (og aldrei sem iýrr) hve mikill pirringur og hve mikið vantraust ríkir á milli forsetans og forsætisráðherra. Forsetinn fór ekki í brúðkaupið vegna þess að hann treysti ekki forsætisráðherra - hvernig sem hann gat fundið það út að málþófinu á Alþingi myndi linna um leið og hann færi út. En að tjá sig svo reiður við Sjónvarpið verða að teljast mjög taktísk mistök hjá Davíð. Reynt að breiða yfir pirringinn Forsætisráðherra reyndi að breiða yfir pirringinn á milli embættanna tveggja þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund hans með forsetanum að morgni mánudagsins 17. maí sl., eða helgina eftír bniðkaup Danakrónprins. Forsætisráðherra tók sérstaklega fram að þeir hefðu „átt mjög gott samtal, eins og þeir eigi alltaf, þótt þeir skiptist á skoðunum". Hann sagði ennfremur: „Eg er búinn að þekkja Ólaf frá því við vorum 18 ára, frá því við vorum að spila badminton saman, síðan höfum við þekkst með svona hléum. Þannig að það [samkomulagið] hefur alltaf verið ágætt og er enn ágætt.“ Þetta hljómaði svo sem ágætlega; að allt væri sléttstraujað og fínt á milli þeirra. En stöldrum aðeins við; minni fólks er ekki alveg svona skammvinnt. Hins vegar er allt annað að sjá Davíð þegar hann afslappaður og brosandi ræðir við fréttamenn um samskipti sín við Ólaf Ragnar og gjörðir hans - eða þegar hann þungbúinn ræðir við íréttamenn um „að útskýra þurfi fjarveru forsetans" - eða segir reiður á Alþingi að umræðan um ríkisráðs- fund án vitundar forsetans vegna 100 ára afmælis heimastjórnar sé „upphlaup út í himinblámann". Það sama verður sagt um forsetann, það er allt annað að sjá til hans þegar hann afslappaður sinnir sínum skyldum og svarar blaðamönnum með bros á vör í stað þess „að skella á þá“ með einhverjum svipbrigðum, eins og hann gerði á Bessastöðum við heim- komuna og vildi engu svara. Greinilega bört á fleiri fundum Ekki var vanþörf á að forseti Islands og forsætisráðherra héldu þennan fund að morgni 17. maí. Embættin eru sögð funda reglulega. En fundirnir eru greinilega eitthvað af skornum skammti. Þetta var t.d. tyrsti fúndur þeirra síðan íýrir heimastjórnarafmælið, þótt fram hafi komið hjá Davið að þeir hafi ræðst við í síma síðan. En hvernig í ósköpunum stendur á því að þeir hittust ekki og funduðu við fyrsta tækifæri eftír uppákomuna í tengslum við afmæli heima- stjórnar 1. febrúar!? Gekk ekki nógu mikið á í kringum það afmæli? Það að þeir skyldu ekki hafa fundað segir allt sem segja þarf um neistaflugið á milli embættanna. Einhvern tíma hefðu menn haldið fund út af minna tilefni. Ekki undir sama paki Fyrir tíð ólafs Ragnars Grímssonar í embætti for- seta var skrifstofa forseta og forsætis- ráðherra undir sama þaki á 1. hæð stjórnarráðshússins við Lækjargötu. Fram hefur komið að forseti og for- sætisráðherra hafi á þeim tíma fund- að saman einu sinni í viku, væru þeir báðir viðlátnir. Þeir fundir stóðu yfir- Hins vegar er allt annað að sjá Davíð þegar hann afslappaður og brosandi ræðir við fréttamenn um samskipti sín við Ólaf Ragnan Það sama verður sagt um for- setann, það er allt annað að sjá til hans þegar hann afslappaður sinnir sínum skyldum og svarar blaðamönnum með bros á vör í stað þess „að skella á þá“. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.