Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 38

Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 38
VINNUMARKAÐUR STARFSMANNAVELTA HALLGRÍMUR JÓNSSON, SPARISJÓÐSSTJÓRI SPV: Áherslan að búa vel að fólki Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri SPV, lokar skrifstofunni sinni í síðasta sinn 30. júní í sumar og er þá síðasta vinnudegi hans lokið eftir 42 ára starf. Hallgrímur hóf störf í SPV árið 1962, 22ja ára gamall, og var í hlutastarfi fyrstu árin. Hann byrjaði í vaxtareikn- ingum og slíkum verkefnum og var jafnframt í öðru starfi samhfiða SPV. Þremur árum síðar var hann ráðinn sparisjóðsstjóri SPV og því starfi hefur hann gegnt í 39 ár. „Starfsumhverfið hefur breyst mikið. I gamla daga var allt handskrifað, þar með taldar innfærslur í sparisjóðsbækur. Það var ekki fyrr en árið 1966 sem við fengum bókhaldsvél og þótti mikil framför og á áttunda áratugnum hófst tölvuöldin. Við höfum alltaf reynt að fylgjast vel með í tæknimálum og teljum að sparisjóðurinn sé vel tæknivæddur.“ Hallgrímur Jónsson sparisjóðsstjóri hættir í sumar eftir 42 ára starf hjá SPV. Mynd: Geir Ólafsson Hallgrímur hafði unnið í Landsbankanum áður en hann hóf störf hjá SPV svo hann var ekki alveg ókunnugur bankastarf- semi. Það var þó tilviljun að þetta yrði ævistarfið. Hann hefur góða reynslu af því að vera lengi á sama vinnustað enda segir hann að tryggð starfsmanna við SPV sé mikil. Hann telur ástæðuna fyrir því að SPV haldist vel á starfsmönnum m.a. þá að starfsmennirnir þurfi að „finna að þeir séu eitthvað, þeir séu virtir og þeim fiði vel, það sé hugsað um þá.“ Hann segir að hjá SPV hafi verið lögð áhersla á að búa vel að starfsfólki og það hafi „skilað sér í því að það eru ekki miklar mannabreytingar. Það hefur mikla kosti að þurfa ekki alltaf að vera að þjálfa starfsfólk. En í svona fyrirtæki er fjöl- breytni í störfum og við reynum að verða við óskum starfs- manna eins og við getum. Það er æskilegt að víxla starfs- mönnum og sjálfsagt að flytja fólk á milli starfa ef það vill breyta til innan fyrirtækisins.“ SPV var opnaður kl. 11 þann 11.11.1961. Fyrstu árin var SPV í íbúðarhúsi við Bárugötu 11 í Reykjavík. Húsakynnin voru 11 fermetra herbergi og fjárhirslurnar voru fatahengi sem sett hafði verið Landssmiðjuhurð fyrir. „Það þætti varla mjög traust í dag,“ segir Hafigrímur. Œj HAFA STARFAÐ í ÁRATUGI Á SAMA STAÐ ÞÓR GUNNARSSON, SPARISJÓÐSSTJÓRI SPH: Sjálfstæðið betur metið en peningar Þegar ég byrjaði hér var Spari- sjóðurinn í smáholu í horninu á ráðhúsinu og allt var mjög fornfá- legt, bókhaldið ekki einu sinni sam- tengt og allt handskrifað. Það var t.d. skylda að skrifa með blekpenna, mátti ekki skrifa með kúlupenna, og SPH átti eina ritvél. Helmingurinn af starfsmönnunum var með gamlar rafknúnar reiknivélar og hinir voru með handknúnar vélar. Opnunai- tími Sparisjóðsins var frá 10 til 12 og 2 til 4. Þarna vorum við til ársins 1964 að við fluttum í núverandi sparisjóðshús við hliðina á ráð- húsinu og í byijun árs 1965 fengum við mekanískar bókhalds- vélar, Kingsley, og þá fyrst byrjaði byltingin. I árslok 1964 flutt- um við í þetta nýja hús og í maí árið eftir byrjuðum við nýta þess- ar bókhaldsvélar," segir Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri SPH. Þór hefur starfað í 42 ár hjá SPH og á næsta ári þegar hann verður búinn að vinna út sinn uppsagnarfrest verða þau orðin 43. Samanlagður líf- og starfsaldur hans er 106 ár. Þór hefúr sinnt stjórnunarstarfi frá 1975 og unnið 12-14 tíma á sólarhring. Ekki hafði hann hugsað sér sem ungur maður að halda út á braut við- Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri SPH, hefur starfað í SPH í 43 ár þegar hann lætur af störfum næsta vor. skiptanna - en - enginn veit sína ævina fyrr en öll er. „Nei, ég gerði alls ekki ráð fyrir því að vinna hér allan minn starfsaldur, bæði vegna þess að kjörin þóttu ekkert sérstök og svo hafði ég hugsað mér annan feril. Eg er lærður loftskeytamaður, útskrifaðist 31. maí 1961, daginn áður en ég hóf störf hjá Spari- sjóðnum," segir hann og heldur áfram: „En ég sé ekki eftir því að hafa farið að vinna hjá Sparisjóðnum. Það hefur verið ánægju- legt að taka þátt í þessu starfi frá frumbernsku Sparisjóðsins og kynnast því óskipulagða umhverfi sem þá var og leiða starfið í gegnum þá byltingu sem hefur orðið til dagsins í dag.“ Viðhorfin hafa breyst á þessum 42 árum sem liðin eru frá því Þór hóf störf í SPH. A þeim árum fluttu starfsmenn sig ekki svo gjarnan á milfi fyrirtækja heldur unnu alla tíð hjá sama fyrir- tæki. Það þótti viðburður ef svo var ekki. I dag kannar ungt fólk kjör og viðhorf og flytur sig garnan milli fyrirtækja og stofnana. Þegar Þór er spurður um þetta segist hann hafa þann stjórnunarstíl að skipta sér ekki stöðugt af sínu fólki, hann fylgist með en treysti að öðru leyti sínum starfsmönnum. „Mér sýnist þetta skiptast í tvö horn eftir þvl hvort menn meta meira áhuga á sjálfstæði og frumkvæði í starfi eða launa- kjör. Keppinautarnir bjóða oft í ungt og gott fólk, stundum hærri laun en ég greiði, og sumir taka því. Aðrir meta meira sjálfstæðið og það að fá tækifæri til að byggja upp eftir sínum eigin hugmyndum. Eg myndi se.gja að þeir séu fleiri sem hafa áhuga á að framkvæma sínar hugmyndir og sanna sig en þeir sem fara vegna þess að þeim eru boðin betri kjör. En ég neita því ekki að einstaka sinnum er keyptur héðan starfsmaður og í sumum tilvikum höfum við fengið hann aftur. Nýi staðurinn reyndist þá öðruvísi en starfsmaðurinn átti von á.“ S!] 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.