Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 41

Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 41
Allt að 50% sparnaður Það eru ekki mörg ár frá því farið var að einangra hús að utan í stað þess að setja einangrunina innst en Magnús segir gjörbreytingu verða á hitakostnaði við þá breytingu eina. „Við sjáum það glöggt þegar við berum saman hitakostnað í húsum sem byggð hafa verið með eldri aðferðinni og hinni nýju. Það er hægt að laga eldri hús sem orðið hafa fyrir steypuskemmdum á þann hátt að einangra þau aftur að utan og setja álklæðningu yst og spara með því hitakostnað og viðhald. Grindin þarf að vera úr áli en ekki timbri svo hún hreyfist til jafns til klæðninguna. „Það er gríðarlegur kraftur í klæðningunni þegar hún hitnar og kólnar," segir hann. „Með því að hafa sams konar efni í grindinni flýtur klæðningin ofan á henni ef svo má segja og spennan verður engin. Þetta eykur enn endingartíma klæðningarinnar." „Við erum með umboð fyrir Alcan álklæðningar sem þykja hinar bestu í heiminum," segir Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Áltaks, sem er ungt fyrirtæki, sérhæft í utanhússklæðningum. „Alcan er annar stærsti álframleiðandi í heimi og framleiðir álklæðningar í öllum þykktum og gerðum en þær klæðningar sem við flytjum inn eru fram- leiddar I Þýskalandi. Endist endalaust Álklæðning hentar sérstaklega vel þar sem er mikil saltmengun enda tærist ál langminnst allra málma samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Álið er lakkað til að vernda það fyrir eðlilegri veðrun og einnig til þess að Stórfyrirtækið Alcan Áltak er í eigu Húsasmiðjunnar sem keypti fyrirtækið fyrir skömmu. Magnús stofnaði fyrirtækið áamt Jóni Steingrfmssyni eftir að hafa kynnst yfirburðum Alcan klæðninga við störf annars staðar en hann segir fagmenn fljótlega hafa áttað sig á því að þó kostnaður væri hærri í upphafi skilaði hann sér til baka að nokkrum árum liðnum þegar Ijóst væri að einskis viðhalds væri þörf. „Alcan er næststærsti álframleið- andi í heiminum og hefur verksmiðjur um allan heim. Álverið í Straums- vfk er innan við 1% af heildarveltu Alcan en við verslum einkum við verk- smiðjur í Þýskalandi." í nýjum húsakynnum Áltaks að Stórhöfða 33 er sýningarsalur þar sem hægt er að skoða allar þær vörur sem fyrirtækið hefur á boð- stólum. Á heimasíðunni www.altak.is er að finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið og samstarfsaðila þess auk þess sem þar eru teikningar af ýmsu tagi fyrir fagmenn. B!j auka fjölbreytileika í útliti húsa. Hvað lakkið varðar skipta gæði þess miklu máli um endingu lakkhúðarinnar. „Alcan leggur mikið upp úr gæðum og notar eingöngu PVDF og polyester lakkhúð, en PVDF-lakkhúðin er með sérstakri vöm gegn sólar- Ijósi. Þannig dugar klæðningin í áratugi og í raun veit enginn hversu lengi hún dugar því elstu klæðningar eru orðnar 50 ára gamlar og ekki sér á þeim ennþá," segir Magnús. „Hér á landi hefur Alcan klæðning verið notuð í rúmlega 30 ár og þær elstu eru enn í góðu lagi.“ Litir á álklæðningum Alcan eru þægilegir og hafðir þannig að litlar líkur eru á að fólk fái leið á litunum. Þó kemur fyrir að fólk vill skipta um lit en Magnús segir það þá um leið verða til þess að mála þurfi með nokkurra ára millibili. „Annað lakk er einfaldlega ekki eins sterkt og það sem Alcan notar. Þetta er dýrt lakk en þegar endingin er höfð í huga er það ódýrt." ÁLBAK Stórhöfða 33- 110 Reykjavík Sími: 577 4100 KYNNING 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.