Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 46

Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 46
Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson fyrir utan Akureyrina, sem áður hét Guðsteinn. Þorsteinn varð snemma skipstjóri, aðeins 25 ára gamall. Hann var skipstjóri á Kaldbaki frá 1977 fram i júlí 1983.1 apríl það sama ár höfðu þeir bræður, hann og Kristján, og frændi þeirra, Þorsteinn Már Baldvins- son, keypt hlutafélagið Samherja sem átti skipið Guð- stein sem hafði legið lengi í Hafnarijarðarhöfn. Þor- steinn Vilhelmsson og Þorsteinn Már voru jafnaldrar og höfðu alla tíð verið mjög nánir vinir. yyÆ,Úi það sé ekki ein af ástæðunum fyrir því að það var farið út í þetta,“ segir Þorsteinn, „það hafi verið gamall draum- ur hjá okkur öllum að verða einhvern tímann útgerð- armenn, sjálfsagt höfum við verið búnir að ákveða það í æsku. Bæði Kristján og Þorsteinn Már voru ald- ir upp við það að fara snemma á sjóinn eins og ég. Kristján fór eins og ég, fimm ára gamall með pabba, og Mái fór með pabba sínum. Eg held að þetta hafi verið gamall draumur.“ Girntust Guðstein en keyptu hlutafélagíð Tíminnleið ogfrænd urnir Þorsteinn og Þorsteinn Már fóru að svipast um eftír góðu skipi þar til þeir komu auga á gott tækifæri í Hafnarfjarðarhöfn. Þorsteinn segir að þeir hafi girnst skipið Guðstein, ekki hlutafé- lagið Samheija, og fengið Kristján í lið með sér. Þetta hafi svo endað með þvi að þeir þrír hafi keypt félagið sem þá var hvorki fugl né fiskur. „Það er alltaf verið að tala um að enginn komist í útgerð en í þá daga vildi enginn eiga skipið. Útgerðin heillaði ekki meira en svo. Þetta skip var ekki nema tíu ára gamalt. Það hafði verið basl með marga togara og áhuginn á útgerðinni var ekki meiri,“ segir Þorsteinn og riijar upp aðstæður sjávarútvegs- ins, engir fiskmarkaðir, bara Verðlagsnefnd sjávarútvegsins sem hafi ákveðið fiskverðið og haft það lágt. Verðið hafi verið miðað við að frystihúsin gætu skilað hagnaði eða staðið á sléttu en ekkert tillit hafi verið tekið til skipanna. - Þið hafið bara labbað inn í Landsbankann til að fiármagna kaupin? „Það voru svo sem ekki margar leiðir færar. Við höfðum okkur sjálfa fram að færa. Þorsteinn Már var lærður skipaverkfræð- ingur, ég hafði verið skip- stjóri í sex ár og þar áður stýrimaður og Kristján var vélstjóri. Við áttum enga peninga. En við fórum í Landsbankann þar sem þeir voru, Jónas Haralz og Einar Yngvason. Samheiji skuldaði Landsbankanum háar ijár- hæðir og bankastjórarnir höfðu trú á okkur. Eg veit ekki hvernig þeir hafa hugs- að, kannski hafa þeir hugsað þannig að við gætum gert þetta og það væri kannski möguleiki á því að þeir fengju peningana endurgreidda." Hefði getað farið illa Sam- herji stækkaði ört, nánast frá fyrstu stundu, enda er lánið í Landsbankanum löngu greitt og rúmlega það. Trú banka- stjóranna á þremenningunum virðist því hafa borgað sig. „Við fórum í það að breyta Guð- steini í frystískip og það náttúrulega gekk ekki nema með góðra manna hjálp. A þessum tíma var mikið atvinnuleysi á Ak- ureyri. Þetta voru erfiðir tímar. Ég held að bæjaryfirvöld hafi séð ákveðið tækifæri í því að það kæmi nýtt fyrirtæki í bæinn. Við fengum ábyrgð hjá bænum og gátum þess vegna samið við Slippinn en bærinn er ekki lengur í ábyrgð fyrir Samhetja, að ég best veit, ég held að Samheiji hafi skilað bænum sínu og rúmlega það,“ segir Þorsteinn. Kaupverðið á Samheija var 85 milljónir króna á þávirði, skipið komið á veiðar um 135 milljónir króna að meðtöldum breytingunum sem voru gerðar á því. A núvirði nemur upp- hæðin um 700 milljónum króna. Þeir voru 31 árs frændurnir og Kristján 29 ára þegar þetta var og þeir lögðu allar veraldleg- ar eignir sínar að veði m.a. einbýlishúsin sín á Akureyri. „Við lögðum þetta náttúrlega að veði, það var ekki eins og menn tækju enga áhættu. Auðvitað gat þetta farið illa,“ segir Þor- steinn. Guðsteinn fékk síðan nafnið Akureyrin og á henni áttí Þor- steinn kannski sinn besta tíma á sjónum enda fyígdi honum „Ahuginn var slíkur að mig klæja nngurgómana að komast á sjó fekk slika útrás fyrir starfsorkuna mer nánast leiddist. landi fyrstu ár Svo auðvitað breyttist þetta eftir eg eignaðist kærustu og síðan fj skyldu," segir hann. Eftir að Þorsteinn var kominn í land segir hann að samstarfið hafi gengið vel framan af en smám sam- an hafi orðið meiri árekstrar. Verka- skiptingin hafi ekki verið nógu sk\r. Það hafi farið að myndast togstreita sem hafi endað með því að hann hafi yfirgefið félagið. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.