Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 54

Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 54
NÆRMYND AF JÚNl KARLl QLAFSSYNI semi hans trufli þó ekki samningaferlið. Ávallt finnist leiðir til að ljúka ágreiningsmálum á far- sælan hátt. Viðmælendur FV eru sammála um að Jón Karl komi ávallt beint að hlutunum. „Hann er hreinn og beinn og kemur heiðarlega fram í hvi- vetna. Hann gerir ráð fyrir að aðrir komi fram á sama hátt en það er því miður ekki alltaf raunin í lífinu. Verið getur að hann reki sig á þess vegna en þegar upp er staðið er þetta ótvíræður kostur í hans fari,“ segir einn samferðamaður Jóns. Ólafur Arnarson hagfræðingur kynntist Jóni Karli í Þýska- landi og eru þeir góðir vinir. Ólafur segir hverjum manni ljóst að rekstur samgöngufyrirtækis sé flókinn og erfiður og þar þurfi oft að fást við ófyrirséðar uppákomur. En hann segir Jón Karl einfaldlega yfirburðamann í sínu fagi. „Flugfélagið var oft í mjög neikvæðri umræðu og menn að bregðast við krísum af ýmsu tagi. En effir að Jón Karl kom að félaginu heyrir maður nánast engar neikvæðar fréttir eða slæmt umtal um það. Jón þurfti vissulega að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir, t.d. þegar flugi var hætt til rótgróinna á- fangastaða. Hann stóð þá í eldlínunni en gaf sig hvergi. Tíminn hefur leitt í ljós að þessar ákvarðanir voru réttar, félaginu til hagsbóta." Velgengni Jóns Karls hjá Flugfélaginu og vegtyllur sem honum hafa hlotnast gefa tilefni til að ætla að hann sé afar metorðagjarn maður. Viðmælendur segja það rétt að vissu marki en það einkenni ekki persónuleika hans. „Hann er vissu- lega metnaðarfullur en það er aðeins á faglegum nótum.“ Hæfur tónlistarmaður Jón Karl er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands. Áður en hann réðst til Flugfélagsins vann hann sem svæðisstjóri Flugleiða í Þýskalandi. Þar kynntist hann tveimur af góðum vinum sínum, þeim Ólafi Arnarsyni og Kristjáni Arasyni, fyrrum handboltakappa. I vinahópnum eru einnig Hjörtur Þorgilsson hjá Flugleiðum og meðal nánustu vina hans frá því í æsku eru Birgir Ottósson sem starfar hjá Félagsþjónustunni og Michael Valur Clausen barnalæknir. Umsögn Ólafs Arnarsonar um Jón Olafur Arnarson hagfræðingur, sem kynntist Jóni Karli úti í Þýskalandi, er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar falast er eftir lyndiseinkunn um Jón Karl: „Hann er sennilega besti, klárasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Hann er einstaklega hæfur maður í alla staði og ljúfur í viðkynningu. Heill og rétt- sýnn. Og svo er hann með fyndnari mönnum. Það kæmi mér ekki á óvart þó forystumenn annarra fyrirtækja mundu falast eftir starfskröftum hans.“ S3 Jón Karl er ekki aðeins fær fyrir- tækjastjórnandi heldur er hann afbragðs tónlistarmaður, þykir spila fantavel á píanó. Ólafur Arnarson, sem einnig er lunkinn píanóleikari, orðar það svo að Jón Karl hafa meiri tónlistarhæfileika í litlaputta en hann í öllum kroppnum. Spilamennskan byijaði strax í gagn- fræðaskóla og voru menn síðhærðir eins og títt var um unga menn í þá daga. Þeir félagar spiluðu á böllum í Templara- höllinni, tóku reglulega í hljóðfærin í Háskólanum, höfðu m.a. tekjur af því að spila á árshátíðum. Hljómsveitir þeirra félaga hétu Basil fursti, en hún þótti afar frambærileg, og Nátthrafnar. Þá spilaði Jón Karl með hljómsveit sem skemmti á þorrablót- um í Frankfurt þegar hann starfaði þar. Reyndar er Jón Karl enn að spila með félögum sínum en þeir þykja eftirsóttir á hefð- bundnum dansleikjum. StÓtfjÖISkylda Jón Karl er fæddur 12. september 1958, á Ljós- vallagötu 30. Það hús reisti afi hans og þar var fjölskyldan til húsa í mörg ár; afi, amma, foreldrar og börn. Sannkölluð stór- fjölskylda. Jón Karl gekk í Melaskóla og síðar Hagaskóla áður en hann fór í Menntaskólann í Reykjavík. Á þeim árum kynntist hann eiginkonu sinni, Vallríði Möller. Þau hófu búskap í íjölskylduhúsinu en það var selt þegar afi Jóns dó. Jón Karl og Valiríður búa í Grafarvoginum ásamt fjórum börnum sínum, þremur stúlkum og einum litíum gutta. Jón er mikill ijölskyldumaður, er í góðu sambandi við systur sínar tvær og föður sinn, Olaf G. Karlsson tannlækni. Móðir Jóns, Guðrún Anna Árnadóttir, lést í byijun þessa árs. í góðu formi Jón er mikill athafnamaður i frítíma sínum sem hann eyðir þó að mestu með ijölskyldunni. Hann hefur gaman af veiði og fer þá gjarnan með félögum sínum í Sandá í Þistil- firði. Hann er ákafur golfari og stundar skvass sem reynir sannarlega á þolið. Hann er í ágætu formi enda veitir ekki af í erfiðu og annasömu starfi og öllum þeim trúnaðarstöðum sem hann hefur verið valinn tíl. Einhver kynni að halda að maður uppalinn í Vesturbænum væri KR-ingur. Aldeilis ekki. I þeim efnum slær hjarta Jóns á Hliðarenda, steinsnar frá flugvellinum. Jón er í Rótarýklúbbi Reykjavíkur, var þar stallari 2002-2003, en sú staða er ígildi fram- kvæmdastjóra. Þá er Jón í stjórn Vinafélags Islensku óperunnar, hefur setið þar frá 2001 og varaformaður frá árslokum 2003. Hrókur alls fagnaðar Jón þykir afar skemmtilegur í návígi og sannkallaður gleðigjafi og húmoristí á góðum stundum, tekur þá gjarnan syrpu á píanóið. Vinir hans segja hann vera afar traustan og ráðagóðan, sannan vin vina sinna. Hann er reyndar sagður fastur fyrir og ákveðinn í meira lagi en það hafi aldrei spillt vináttunni. Enda veður hann ekki yfir fólk, heldur tekur rökum. Haft er eftir einum vina hans: „Hann er gegnheill, hreinn og beinn og ekki þekktur af undirferli eða baktjalda- makki. Það er ekki hans stíll að koma aftan að fólki.“ H3 Hæfur leiðtogi Viðmælendur Frjálsrar verslunar eru sammála um að Jón Karl sé afar hæfur leiðtogi. Þá er ekki endilega átt við að hann sé þessi dæmigerði sterki leiðtogi heldur hafi hann einstakt lag á að drífa fólk með sér. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.