Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 60

Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 60
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR Roman Abramovich er þekktastur fyrir að vera eigandi Chelsea. Þess má geta að hann bauð forseta íslands, Ólafi Ragnari, á leikvöll Chelsea, Stamford Bridge, eftir opinbera heimsókn Ólafs Ragnars til Rússlands í fyrra. Roman er landstjóri í Síberíu. MYND: GUARDIAN Hvernig varð Roman ríkur? Auðugasti íbúi Englands kom með auðæfin og konuna með sér. Hérlendis spyija þó ýmsir hvernig Roman Abramovich hafi auðgast jafii hratt og raun ber vitni. Textí: Sigrún Davíðsdóttír Með eignir metnar upp á 7,5 milljarða punda (975 millj- arða króna) hefur Roman Abramovich Chelsea- eigandi með meiru, fæddur 1966, skotið hertoganum af Westminster aftur fyrir sig á nýjum lista Sunday Times yfir auðmenn Bretlands. Roman er í 25. sæti á lista Forbes yfir helstu auðmenn heims. Auðæfi hertogans standa hins vegar á gömlum merg, hann á víðfeðmar lóðir í miðborg Lundúna og rekur ættir aftur í aldir. Munaðarlaus frá untja aldri Nýgræðingurinn, Roman Abramovich, varð munaðarlaus á unga aldri, ólst upp hjá afa og ömmu í Síberíu, fór út í olíusölu um það leyti sem Sovét- ríkin leystust upp árið 1991 og gerðist svo aðstoðarmaður Boris Berezovský, sem er nú landflótta í Englandi eftir rann- sókn á umsvifum hans heima fyrir. Þar með komst Abramovich inn í innsta hringinn, sem einkavæðingarhrina Boris Jeltsíns þáverandi forseta varð svo hagstæð. Um tíma hafði Abramovich meira að segja íbúð í Kreml - gamlir siðir glatast seint: Stalín gaukaði slíkum sporslum einnig að þeim sem voru handgengnir honum. Abramovich var lengi vel óþekkt nafn í heimalandinu, en nú beinist athyglin líka að honum hér í Englandi. í nýlegri grein í Guardian er látið að því liggja að hann sé að koma fé sínu frá Rússlandi og pólitískum hræringum þar yfir í stöðugra umhverfi um leið og heldur ófögur saga er sögð af því hvernig Abramovich náði undir sig hluta- bréfum í olíufýrirtækinu OAO Sibneft, 5. stærsta olíufyrir- tæki Rússa. 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.