Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 61

Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 61
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR fl fimm börn með honu sinni, Irönu Þeir voru fáir sem vissu eitthvað um Abramovich í fyrra þegar hann slengdi skyndilega um 200 milljónum punda á borðið og keypti skuldum vafið knattspyrnufélagið Chelsea og slangur af leikmönnum. Um svipað leyti var hann að koma sér fyrir í Englandi, keypti 440 hektara sveitasetur í Sussex, vinsælu héraði fyrir þá sem þurfa meira en venjulega sumarbústaði. Þar býr Irina kona hans og börn þeirra fimm. Eignin er metin á 12 milljónir punda, auk þess sem hann á hús í auðmannahverfinu Belgravia Chelsea. Til að komast á réttan stað í þjóðfélaginu gekk hann í einn af einkaklúbbunum hér, Annabel’s í Mayfair. Klúbburinn lætur ekki mikið yfir sér að utan, nema hvað dyraverðirnir eru ábúðarmiklir en þarna eru ýmsir auð- og áhrifamenn meðlimir. Eftir að hafa dælt 200 milljónum í Chelsea svitnar Abramovich varla af árgjaldinu, sem er 500 pund, um 65 þúsund krónur. Fyrir það fæst aðgangur þegar honum hentar. Maturinn þykir góður og andrúmsloftið notalegt, stíllinn og tónlistin í anda 9. áratugarins en mikilvægust eru auðvitað tengslin, sem þarna geta myndast. Einkavæðing Jeltsíns Einkavæðingin, sem Jeltsín hrinti af stað 1992 með loforðum um dreifða eignaraðild hefur nú hnikast í þann farveg að áætlað er að Abramovich og 22 umsvifamenn, flestir á líku reki og hann, stýri 60 prósentum af rússneska hagkerfinu - samanlagðar eignir þeirra eru metnar á um 45 milljarða punda. Þáttur í þessari sögu gerðist árið 1998 þegar rússneska stjórnin lenti í miklum ijár- hagskröggum og gat ekki borgað af erlendum lánum og stjórnin hélt nokkurs konar brunaútsölu á ríkiseignum til að skrapa saman fé. Hvað gerðist þá og hverjir fengu hvað fyrir hvaða verð er enn óljóst en ljóst að fáir fengu mikið. Reglur um tilkynningaskyldu varðandi hlutabréfaeign eru mun ófull- komnari í Rússlandi en við eigum að venjast og því erfitt að sjá hve mikið menn eiga. Gagnsæi á markaðnum er því lítið og þar við bætist að mörg fyrirtæki eru einkafyrirtæki og upplýsingaskylda þá enn minni. Saga rússnesku einkavæðingarinnar er öll heldur ókræsi- leg, nema auðvitað fýrir þá sem á endanum fengu eignirnar. Einn kaflinn var sala olíu- og orkufyrirtækisins Sibneft 1995 og 1997. Fjármálafyrirtæki Berezovskýs, NFK, þar sem Abramovich var hægri höndin, var fengið til að sjá um útboðið. A endanum var Sibneft selt fyrirtæki, sem í ljós kom að Berezovský og Abramovich áttu sjálfir. Banki, sem átti hærra boð, fór í mál, en af ótilgreindum ástæðum var kæran dregin til baka. Abramovich á nú 50 prósent í Sibneft. Undan- farin misseri hefur Sibneft verið í samrunaviðræðum við Yukos-olíufélagið, sem síðan hefur verið ákært fyrir svik. Ríkasti Rússinn á Forbes-listanum er Mikhail Khodorkovský einn af aðaleigendum Yukos-olíufélagsins. Hann var hnepptur í varðhald í október og Abramovich og samstarfs- menn hans eru nú að reyna að losna úr Yukos-samkrullinu. Roman keypti hlutabréf starfsmanna Annar hiuti af Sibneft- sögunni er hvernig Abramovich hefur markvisst keypt upp hlutabréf starfsmanna Sibnefts og annarra. Sibneft borgaði starfsmönnum ekki laun mánuðum saman, en bauðst svo til að kaupa hlutabréf starfsmanna, sem af eðlilegum ástæðum voru ekki í aðstöðu til að mögla um verðið. Flókið ferli sambræðings Sibneft og Yukos er, samkvæmt The Russia Journal, meðal annars ábending um minnkandi áhrif Abramovichs í Kreml. Samband hans við Vladimir Pútín Rússlandsforseta er ekki eins gott og við Jeltsín á sínum tíma, Pútín hefur eldað grátt silfur við Rússlandseigendurna. Eins og örlög Berezovkýs og Khodorkovskýs sýna þá eru aðrir tímar í Rússlandi nú en þá. Þess vegna eru líka fleiri landar Chelsea-eigandans á svipuðu róli og hann í Englandi. Allt bendir til að uppgripatímarnir miklu séu að baki og nú eru þeir, sem þá eignuðust mest að koma eignum sínum annað, meðal annars til að losna við pólitísk afskipti heima fyrir. Stálmaðurinn Alisher Usmanov hefur síðan í fyrra keypt æ stærri hlut í stálsamsteypunni Corus, forðum breska ríkis- stálfyrirtækinu og hann lá ekki á því við fjölmiðla að hann ætlaði sér sæti í stjórninni. Tíðar fréttir í Financial Times um hann og stuðningur hans frá fyrrum stjórnmálamönnum eins og David Owen lávarði og fyrrum utanríkisráðherra benti til að allt myndi ganga eftir. A endanum reis stjórn Corus þó upp á afturfæturna og hafnaði Usmanov og samþykkti heldur ekki tilboð hans um að hann drægi sig til baka og tilnefndi virtan viðskiptamann í sinn stað. Allt benti til að Usmanov hefði ætlað sér stjórnarsetuna til að ná réttu samböndunum hér, en það gekk ekki. Peningarnir einir duga ekki alltaf. Millhouse Capitai Millhouse Capital er eignarhalds- og ijárfestingarfélag Abramovichs í Englandi, stofnað 2001. I gegnum það félag á hann 26 prósent í flugfélaginu Aeroflot og 50 prósent í Rusal, rússneska álfélaginu, sem er næststærsta álfélag í heimi á eftir Alcoa. Félagið var brætt saman árið 2000 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.