Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 73
Svifflug hefur átt hug og hjarta Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Fæddist með þrá til svifflugs Sumir fæðast með þrá til flugs og geta ekki annað,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. „Ég er einn þeirra og ætlaði mér að verða atvinnuflug- maður en hæfileg litblinda olli því að áætlanir breyttust. I svifflugi næri ég þrá mína til flugs. Fyrir þá sem ekki hafa prófað er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu að svífa hljóðlaust milli skýja og elta fuglana. Sambland frelsis og fegurðar fylgir því að líða um loftin með þessum hætti og horfa á landið og skýin. Einnig felst mikil áskorun í glímu við náttúruöflin og að komast leiðar sinnar án vélar.“ Einn þeirra „gömlu" „Svifflug hefur verið aðaláhugamál mitt að sumri síðan ég var 18 ára sem eru orðin allmörg ár. Ég telst því einn af „gömlu mönnunum“ í félaginu okkar í dag í reynslu talið. Svifflugfélag íslands er með frábæra aðstöðu á Sand- skeiði. Þar stundar samhentur hópur um 100 félaga svifflug en margir eru einnig virkir í öðrum fluggreinum, svo sem heimasmíði flugvéla eða eru vélflug- menn. Við erum einnig með mjög góðan kjarna atvinnuflugmanna í okkar hópi. Það er eðli svifflugs að menn verða að hjálpast að. Það getur enginn flogið nema með aðstoð annarra til að komast á loft og koma vélum inn og út úr skýlum. Það þarf að hafa svolítið það viðhorf að menn séu að skreppa í sumarbústaðinn þegar þeir fara upp á Sandskeið. Þetta tekur sinn tíma og menn dytta að vélum og tækjum á meðan aðrir fljúga og segja sögur af flugi sem þeir flugu eða eiga eftir að fljúga. Það hefur verið fjölgun í okkar hópi á undanförnum árum. Þar spilar eflaust inn í að vélflug er orðið mjög dýrt og menn hafa fært sig úr því í svifflug. Einnig held ég að hraði nútíma- lífsins hvetji fólk til að leita tómstunda á öðrum hraða og með rólegra yfirbragði. Það er algengur misskilningur að það þurfi sérstaka kjarkmenn til að takast á við lofthræðslu í svifflugi og að í loftinu leynist göt sem við getum dottið niður um. Svo er ekki og hvet ég sem flesta til að koma og prófa og dæma sjálfir hvað þeim finnst. Lífið snýst um lærdóm, þroska og reynslu. Upplifa eitthvað nýtt til að verða rikari að reynslu og finna það sem gerir mann meiri. Við eigum að nota þetta líf til að verða allt sem við getum orðið. Fyrir mér er svifflug hluti af þessari reynslu. Þegar sól skin á himni finnst mörgum miður ef skýjahnoðrar taka að myndast og ský dregur iýrir sólu, en iyrir okkur svifflugmenn er það merki um gott upp- streymi og við sjáum í skýjunum ævin- týri sem bíður eftir þátttakendum." 33 Gott uppstreymi 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.