Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 80

Frjáls verslun - 01.04.2004, Síða 80
Styrk stoð til framtíðar Steypustöðin ehf. hefur framleitt steinsteypu í rúmlega 50 ár og hefur á þeim tíma byggt upp mikla sérþekkingu á öllu því sem við kemur steypu eða tengdum vörum sem skilar sér ávallt til viðskiptavina í formi enn betri þjónustu. Steypustöðin ehf. í Reykjavík sameinaðist um mitt síðasta ár Steypustöð Suðurlands ehf. á Selfossi og Steinsteypunni ehf. í Hafnarfirði og eru þau nú rekin undir nafni Steypustöðvarinnar ehf. „Flestir starfsmenn Steypustöðvarinnar ehf. hafa unnið í faginu árum og áratugum saman og hafa mikla þekkingu á steypu og tengdum efnum og leggjum við ofurkapp á að skapa gæðalausnir með okkar viðskiptavinum," segir Benedikt Guð- mundsson, sölustjóri tyrirtækisins. „Um mitt síðasta sumar var sett upp ný helluverksmiðja þar sem unnið er með nýja tækni,“ segir BenedikL „Þessi nýja verk- smiðja er nánast að öllu leyti tölvustýrð sem skapar mun meiri nákvæmni í framleiðslunni en áður hefur þekkst. Aðferðin er í stuttu máli þannig að hellurnar eru lagskiptar, eira lagið er tals- vert þynnra en undirlagið og er úr norsku kvartsi. Hægt er að setja í það hvaða lit sem er, það er mjög slitsterkt og þétt og býður upp á gríðarlega möguleika umfram hefðbundnar hellur. Með því að nota ofursterkt kvarts í yfirborð hellunnar sparast umtalsverðir fjármunir úr veski viðskiptavinarins því mikill kostnaður liggur í því að heillita helluna. Um 10% af heildarverði litaðrar hellu sparast með þessu móti. Áður þurfti að heillita hellur þar sem slit og veðrunarþol olli því oft að þær urðu ljótar og uppétnar þrátt íýrir ungan aldur og liturinn hefði fljótt farið af þeim ef þær væru ekki gegnlitaðar. Með því að tvískipta hellunum á þennan máta er hægt að bjóða hágæða litaðar hellur með þéttara og sléttara yfirborði en nokkurn tímann hefur áður sést hérlendis og á sam- keppnishæfu verði og segir Benedikt að dýrustu hell- urnar séu umtalsvert ódýrari en þekkst hefur hér til þessa þrátt fyrir rándýr gæðaefni í yfir- borði sem þekkist vel um alla Evrópu, „Nú getum við framleitt hellur eftir óskum viðskiptavina okkar og þeir sem vilja t.d. hafa sérstaka steina eða ákveðna liti 1 hellunum geta fengið það,“ bætir hann við. „Það er ódýrara að framleiða litaðar hellur þegar aðeins þarf að setja lit í þunnt lag en þegar V\. Benedikt Guðmundsson, sölustjóri Steypustöðvarinnar ehf. þarf að heillita þær eins og áður var gert. Þó litarefnið og kvartsið sé dýrt, þá er þetta samt ekki dýrara í heildina heldur en gömlu aðferðirnar." Hellurnar eru steyptar úr efni sem er mjög þurrt af steypu að vera og þegar búið er að móta þær er hægt að taka þær nær strax upp. Þurrktími er sáralítill en Benedikt segir það einmitt undirstöðu þess að hellurnar séu svo sterkar og endingargóðar. „Með þessari aðferð sparast tími og peningar, bæði fyrir framleiðandann og neytandann og er varan vægast sagt glæsileg í alla staði.“ Keyrt á yæðum Steypustöðin ehf. leggur mikið upp úr því að framleiða og selja gæðavörur og til viðbótar við hellurnar er boðið upp á allar gerðir af steypu og múrvörum. „Yið erum að opna nýja múrverslun hér á Malarhöfða en þar mun fást allt sem hugsanlega er þörf á til múrverks," segir Benedikt. „Við verðum með sement, flotmúr, grunna, flísalím, steinlím og allar epoxýlausnir ásamt verkfærum, bæði til leigu og sölu. Starfsmenn okkar búa yfir gríðarlegri þekkingu og rejmslu og geta aðstoðað viðskiptavini við val á réttum efnum í hvert einstakt verk. Það þykir orðið sjálfsagt að hafa fallegt í kring um sig og fólk vill geta valið fallegar og vandaðar vörur bæði úti og inni og treyst á endingu þeirra, og þar kemur Steypustöðin ehf. einmitt sterkt inn.“ S!j Steypustööin ehf. er framsækið þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar gæðalausnir. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.