Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 111

Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 111
VINUMFJOLLUN SIGMARS B Tilvalið er að hafa flösku af Calvados með sér í ferðalagið. leður og austrænt krydd. Bragðið er mikið og þétt, ljúft bragð af sveskjum, kanel, negul og svörtum pipar. Þetta er rétta vínið með glóðarsteiktum mat, lambi og jafnvel villibráð. Dýrari gerð af þessu sumarvíni er De Martino Carmenere Reserva De Familia kr. 2.800,-. Þetta er ljómandi vín og eitt best geymda leyndarmálið í verslunum A.T.V.R. i ár. Vín- gerðarmenn i Suður Frakklandi og víðar eru nú farnir að gera tilraunir með þessa athyglisverðu þrúgu og verður spennandi að sjá hver útkoman verður. De Martino Carmenere frá Maipo dölunum í Chile er aldeilis magnað vín sem svo sannarlega er hægt að mæla með. Gat í magann Þegar Normandíbúar setjast að veislu- borðum hafa þeir flösku af Calvados innan seilingar. I miðri máltíðinni fá veislugestir sér svo staup af Calvados og kallast það „gat í magann“. Staup af Calvados þykir nefnilega bæta meltinguna. Calvados er vinsæll drykkur í Norður Frakk- landi. Calvados er eplabrennivín sem framleitt er eftir gömlum hefðum. A haustin eru eplin tínd af trjánum og þeim komið fyrir á þurrkloftum þar sem þau eru geymd í nokkurn tíma, iðulega fram að áramótum. Þá er safinn pressaður úr eplunum. Með því að geyma eplin í einhverja mánuði verður eplasafinn bragðmeiri. Eplasafinn er svo geijaður og að lokum eimaður og þá verður til eplabrennivínið Calvados. Eins og áður sagði bætir Calvados meltinguna og svo má dreypa á honum með góðu kaffi rétt eins og koníaki. Kjörið er að hafa með sér flösku af Calvados í sumarbústaðinn eða í ferðalagið. Ef kalt er úti og hrollur í mannskapnum er tilvalið að fá sér staup af Calvados. I verslunum A.T.V.R. er frekar lítið úrval af þessu ljúffenga eplabrennivíni frá Norður Frakklandi. Meðal þeirra tegunda af Calvados sem hægt er að fá er Bern- eroy. Þetta er mildur Calvados með ljúfu frískandi eplabragði. Á.T.V.R. ríkísstofnun til fyrirmyndar 2004 át.v.r. hefur verið valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004. Fjármálaráðherra les greinilega Fijálsa verslun. Nú fyrir skömmu taldi ég hér í vínpistli mínum Á.T.V.R. vera opinbera fyrirtæki ársins. I niðurstöðum valnefndar segir: ,Á.T.V.R. er þjónustufyrirtæki sem farið hefur í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og gerbreytt ímynd sinni með markvissum aðgerðum.“ Eg vil nota tækifærið og óska starfsfólki ÁT.V.R til hamingju með þessa vegsemd. Þá skora ég á stjórnendur fyrirtækisins að sofna ekki á verðinum. Mér sýnist nefnilega að senn komi að því að endurmeta þurfi stefnu fyrirtækisins hvað varðar val vína sem koma í reynslusölu. Innflytjendur virðast vera farnir að aðlaga sig kerfinu. Áhugaverðum vinum sem kosta yfir kr. 1.500,- virðist fækka. Flóra ódýrra borðvína eykst að sama skapi. Dæmi um úrvalsvín sem er í mikilli hættu að detta út er Brundlmayer Reid Kaferberg Gruner Veltliner kr. 2.740,- Þetta er aldeilis frábært vín, eitt af áhugaverðari vínum í vín- búðum ÁT.V.R. Ef þetta úrvalsvín dettur út, verður enginn Gruner Veltliner til í búðunum. Það væri miður, því þessi austurrísku þurru og fersku vín hafa vakið verulega athygli og náð miklum vinsældum í vínheiminum. Ekki væri úr vegi að hafa fleiri en einn flokk, - sérflokkur gæti verið fyrir úrvalsvín í dýrari kantinum. Ekki yrði gerð sú krafa að þessi vín yrðu seld í miklu magni til að komast í kjarna eða þá að þau yrðu aðeins höfð til sölu í Heiðrúnu og Kringlunni. 11] Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Hvítvín Brundlmayer Reid Kaferberg Gruner Veltliner kr. 2.740,- Valle Pinot Grigio kr. 1.490,- Banfi le Rime Chardonnay Pinot Grigio kr. 1.190,- Cloudy Bay Sauvignon Blanc kr. 1.990,- Rósavín Domaine de Barbrarossa kr. 1.550,- Lambrusco Emilia Rose kr. 690,- Rauðvín De Martino Carmenere Reserva de Familia kr. 2.800,- De Martino Carmenere kr. 1.260,- Calvados Berneroy kr. 3.360,- 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.