Ármann - 01.04.1959, Side 32

Ármann - 01.04.1959, Side 32
Sigurður Jóhannsson heimi, og flestir sem taka próf upp í „Dan“, fara annaðhvort þangað eða eru prófaðir af kennurum, sem hlotið hafa viðurkenningu Kodokan til þess að prófa Judoka, en svo eru kallaðir þeir, sem iðka Judo. Judo er í ýmsu frábrugðið öðrum glímum, t. d. er hún kennd í kerfum og tekin próf í hverju kerfi, og bera jud- okar síðan við æfingar einkenni, sem sýna, hversu langt þeir eru komnir í glímunni. Er þetta m. a. gert til þess að koma í veg fyrir, að byrjendur séu látnir reyna við æfingar og brögð, sem eru þcim ofviða og gætu valdið slys- um. Fyrstu æfingar og brögð eru létt, til þess að byggja upp áður en farið er að glíma við meistara. Við æfingar og keppni bera menn einfaldan búning, víðan jakka og víðar buxur, og mega cngar tölur eða hnappar vera á bún- ingnum, það gæti valdið meiðslum. En jakkanum er haldið að sér með belti, sem er tvívafið utan um mittið, og það er einmitt liturinn á beltinu, sem segir til um hvaða próf maður hefur. Kennslunni er þannig hagað, að fyrst er nemandanum kennt að koma rétt niður, bera af sér fallið Síðan er honum kennd nokkur létt brögð og undirstöðuatriði Judo: jafnvœgi. Eftir að nemandi er farinn að tileinka sér þessi undirstöðuatriði og skilja þau, getur hann reynt við fyrsta prófið. Standist hann það, fær hann að bera gult belti á æfingum. Næsta stig er próf fyrir sítrónugult belti, þá kemur grænt belti, blátt belti og síðasta gráð- an er brúnt belti. Þessar gráður eru kallaðar „Kyu“. Þegar þessum áfanga er náð, er næst að reyna við meistara- gráðu, þær eru kallaðar „Dan“, eins og áður er sagt, og eru 10 stig í Dan. Þeir sem eru í Dan, bera svart betli, þar til þeir ná 6. Dan. 6., 7., og 8. Dan bera belti, sem eru rauð og hvít, 9., 10., og 11. Dan bera rauð belti. Byrj- endur bera hvít belti, en sé einhver gráðaður til 12. Dan, ber hann einnig hvítt belti, en það á að vera skjanna- hvítt, en byrjendur eru ekki með ann- að en venjulegan hvítan lit á sínum beltum. Þessi hvíti litur á belti 12. Dan, táknar það, að hann hafi lært allt, sem hægt er að læra í Judo, hringnum sé lokað. Til þessa hefur enginn borið sæmdarheitið 12. Dan, nema dr. Jigoro Kano, höfundur Judo, og örfáir hafa náð 10. Dan. I stórum dráttum er Judo þannig samansett, að stærsti liðurinn er kúnst- in að kasta andstæðing til jarðar. Þar næst koma aðferðir til þess að halda manni föstum með algerlega sársauka- lausum tökum, síðan koma tök, sem herða að hálsi og geta valdið missi meðvitundar. Þá eru tök, sem einkum reyna á liðamót, læsa liðamótunum, svo að andstæðingurinn getur ekki hreyft þau. Rétt er að geta þess, að tök þessi eru hættulaus því að þau eru ckki kennd fyrr en nemandinn er búinn að læra svo mikið í undirstöðuatriðum Judo, að hann er alveg fær um að beita hvaða bragði sem er og hefur það á valdi sínu. Einnig eru kenndar í Judo lífgunaraðferðir og nudd, og verða þeir sem taka há próf, að vera mjög æfðir í því. Það sem gerir Judo að raunveru- legri list, og frábrugðna öðrum glím- um eru aðferðir þær sem notaðar eru til að sýna Judo. Það er nokkurs kon- ar látbragðsleikur, og leikur þá hvor aðili ákveðið hlutverk og má hvergi út af bera, hver hreyfing verður að vera þaulæfð og er ekki á færi annarra en mikilla meistara að sýna Judo í þessum sýningarformum og munu fæstir læra öll kerfin svo að þeir geti sýnt þau á þennan hátt. 1 Japan er Judo ekki aðeins íþrótt fyrir líkamann, heldur er hún einnig uppeldisaðferð og strangar kröfur gerðar til siðgæðis þeirra sem iðka hana. Þegar sýningar og keppni fer fram, er allur hávaði bannaður. Áhorf- cndur hrópa ekki og klappa ekki, eins og tíðkast hér hjá okkur. Eitt atriði á Judo undrast menn stundum hér, cn það er Kiai hrópið. En þannig stendur á því, að rétt önd- un er mjög mikilvægt atriði í Judo. Judokar þjálfa sig í svokallaðri þind- aröndun, og til þess að auka líkams- kraft sinn og snerpu anda þeir snöggt frá sér um leið og þeir beita ítrustu orku í þá hreyfingu sem þeir eru að framkvæma. Þcir anda frá sér gegnum munninn og myndast þá heróp það, sem kallað er Kiai. Ég hef reynt í þessum fáu línum að gefa ofurlitla hugmynd um hvað Judo er. Ef ætti að lýsa Judo nokkuð ýtar- Iega, yrði það stór bók, og get ég bent á, að bók, sem Kodokan skólinn hef- ur gefið út og er yfirlit og lýsing á aðalatriðum Judo, er 286 blaðsíður í stóru broti. Svo það er ljóst, að það er mikið verk að útskýra íþrótt þessa svo vel sé. 32 ÁRMANN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Ármann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.