Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 15

Morgunn - 01.06.1968, Side 15
MORGUNN 9 Enn má geta þeirrar skoðunar Helga Pjeturs, að menn endurfæðist á öðrum hnöttum, en sú skoðun þekktist einnig með Forn-Grikkjum. Engin fjarstæða er að hugsa sér þetta, er vér gerum oss það ljóst, að til eru milljónir af sólkerfum, og mundu þar án efa vera óteljandi lífstöðvar, þar sem lífið kann að vera komið á miklu hærra þróunarstig en hjá oss. Að koma til sumra þeirra heima mundi þá vera líkt því, er menn hafa ímyndað sér að koma til himnaríkis, og væri hugs- anlegt, að englarnir, sem mörg trúarbrögð hafa talað um, kynnu að vera háþróaðar verur annarra sólkerfa? Engin f jarstæða væri þá að halda, að þessar verur hefðu möguleika til að birtast mönnum á jörðu, ef þeir ákalla þær í neyð, og sérstök skilyrði eru fyrir hendi. Þessi gæti líka verið grund- völlurinn fyrir trúnni á Ólympsguði og önnur glæsileg goð forntrúarbragða. Gerum oss það ljóst, að þetta er jafnvel mjög sennilegt, er vér tökum að hugleiða málið. Ekki er líklegt, að maðurinn sé kóróna sköpunarverksins, þó hann hafi stundum verið svo hégómlegur að ímynda sér það. Hitt er sennilegra, að eins og til eru lífverur honum ófullkomnari, svo hljóti einnig að vera til í alheiminum verur miklu hærra stigs, enda hafa menn- irnir haft hugmyndir um þær frá alda öðli og kallað þær: Serafa og keruba, tignir og völd. Guðir Grikkja og guðir for- feðra vorra kunna þá að hafa verið þess konar máttugar ver- ur, sem menn gátu komizt í samband við með því að heita á þær og biðja um fulltingi þeirra. Ég drep aðeins á þetta til að sýna, hvernig möguleikarnir til framiífs eru fjöldamargir, og hvernig mannkynið hefur frá aida öðli af innsæjum skilningi trúað á ódauðleik lífsins og framlíf í einhverri mynd. Unnt er að hafa beina skynjun eða tilfinningu fyrir því, sem hugsunin ræður ekki við. 1 hinni helgu bók er komizt þannig að orði, að Guð hafi lagt eilífðina mönnum í brjóst, og þess vegna hafa þeir afneitað dauðanum og trúað stað- fastlega á lífið, enda þótt moldin hverfi aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.