Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 25

Morgunn - 01.06.1968, Side 25
MORGUNN 19 mönnum og dýrum og jafnvel úr plasti eða málmi, án þess að það virðist nokkur áhrif hafa á ,,ég“ mannsins. Er ég þá heilinn fyrst og fremst? Fyrir því hefur verið reynt að færa rök. En ég hef þegar sýnt fram á, að þau rök eru ófullnægj- andi og nánast aðeins tilgáta, en ekki sönnun. Og í augum hugsandi manns er það f jarstæða, og svo andstæð eðli hans, að hann telur hana ekki geta komið til neinna mála. Auk þess finnur hann gegn henni mörg rök og sterk, rök sjálfrar reynslunnar, og þá ekki sízt að því er snertir dulhæfileika mannanna. En hvað er þá um hugsanir, tilfinningar, endurminningar og þess háttar? Er það ég? Ég held ekki. Ekki beinlínis að minnsta kosti. Ég er sá, sem hugsar. Ég er ekki hugsunin sjálf, sem er síbreytileg. Ég er sá, sem hugsar. Ég er ekki tilfinningarnar, hvikular og hvarflandi. Ég er sá, sem finn- ur til. Ég er ekki safn margvíslegra minninga. Ég er sá, sem minningarnar hefur skapað á liðinni tíð. Ég tala um mínar hugsanir, mínar tilfinningar, mínar minningar á sama hátt °g ég tala um líkama minn og annað, sem ég tel mig eiga. Þetta lcann að vissu leyti að vera hluti af okkur sjálfum, iíkt og kvæðið er hluti af skáldinu sem orti það, eða listaverkið hluti listamannsins, sem bjó það til, en skáldið er þó annað og meira en kvæðið og listamaðurinn meira en listaverkið. Það, sem við nefnum ,,ég“ er sjálfur persónuleikinn. Hann er hvorki sýnilegur né áþreifanlegur. Eigi að síður skynjum við hann óbeint í sýnilegum verkum og framkomu, líkt og við skynjum Guð í náttúrunni og í verkum hans. En við skynjum hann einnig beint sem „nærveru sálar“. Þannig shynjum við einnig nálægð Guðs. Þessum ósýnilega per- sónuleika, sem við nefnum ,,ég“, virðast ekki vera takmörk sett, hvorki af tíma né rúmi. Hann lætur hvorugt hefta för sína. Þetta bendir hiklaust til þess, að hann hafi eilífðina í sér varandi, sé alls ekki aðeins stundarfyrirbæri í heimi efnisins. Þrátt fyrir það er persónuleiki mannsins fjarri því að vera fullkominn né heldur óumbreytanlegur, mér liggur við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.