Morgunn - 01.06.1968, Síða 25
MORGUNN
19
mönnum og dýrum og jafnvel úr plasti eða málmi, án þess
að það virðist nokkur áhrif hafa á ,,ég“ mannsins. Er ég þá
heilinn fyrst og fremst? Fyrir því hefur verið reynt að færa
rök. En ég hef þegar sýnt fram á, að þau rök eru ófullnægj-
andi og nánast aðeins tilgáta, en ekki sönnun. Og í augum
hugsandi manns er það f jarstæða, og svo andstæð eðli hans,
að hann telur hana ekki geta komið til neinna mála. Auk
þess finnur hann gegn henni mörg rök og sterk, rök sjálfrar
reynslunnar, og þá ekki sízt að því er snertir dulhæfileika
mannanna.
En hvað er þá um hugsanir, tilfinningar, endurminningar
og þess háttar? Er það ég? Ég held ekki. Ekki beinlínis að
minnsta kosti. Ég er sá, sem hugsar. Ég er ekki hugsunin
sjálf, sem er síbreytileg. Ég er sá, sem hugsar. Ég er ekki
tilfinningarnar, hvikular og hvarflandi. Ég er sá, sem finn-
ur til. Ég er ekki safn margvíslegra minninga. Ég er sá, sem
minningarnar hefur skapað á liðinni tíð. Ég tala um mínar
hugsanir, mínar tilfinningar, mínar minningar á sama hátt
°g ég tala um líkama minn og annað, sem ég tel mig eiga.
Þetta lcann að vissu leyti að vera hluti af okkur sjálfum, iíkt
og kvæðið er hluti af skáldinu sem orti það, eða listaverkið
hluti listamannsins, sem bjó það til, en skáldið er þó annað
og meira en kvæðið og listamaðurinn meira en listaverkið.
Það, sem við nefnum ,,ég“ er sjálfur persónuleikinn. Hann
er hvorki sýnilegur né áþreifanlegur. Eigi að síður skynjum
við hann óbeint í sýnilegum verkum og framkomu, líkt og
við skynjum Guð í náttúrunni og í verkum hans. En við
skynjum hann einnig beint sem „nærveru sálar“. Þannig
shynjum við einnig nálægð Guðs. Þessum ósýnilega per-
sónuleika, sem við nefnum ,,ég“, virðast ekki vera takmörk
sett, hvorki af tíma né rúmi. Hann lætur hvorugt hefta för
sína. Þetta bendir hiklaust til þess, að hann hafi eilífðina í
sér varandi, sé alls ekki aðeins stundarfyrirbæri í heimi
efnisins.
Þrátt fyrir það er persónuleiki mannsins fjarri því að
vera fullkominn né heldur óumbreytanlegur, mér liggur við