Morgunn


Morgunn - 01.12.1985, Side 93

Morgunn - 01.12.1985, Side 93
Þegar rnenn komast í dauðann. Margir menn, sem komizt hafa í dauðann, t. d. hrapað í fjöllum eða í flugvél, hafa sagt frá því, að á þessum augnablikum hafi þeir lifað upp aftur liðna ævi sína. Aðrir, sem komnir voru að dauða af sjúkdóms völdum, segja sömu sögu. Og enn aðrir, sem komust að dauða vegna slysfara, drukknunar eða af völdum eiturlyfja, segj- ast þá hafa orðið fyrir samskonar reynslu og þeirri, sem „látnir menn“ segjast hafa orðið fyrir á fyrsta áfanga dauðans. Staðhæfingar um þetta, sem komið hafa fram í gegn um sálrænt fólk eða miðla, má ýmist skýra sem raunverulega reynslu látinna manna, eða sem hugarfóstur miðlanna, endurskin af hugmyndum þeirra sjálfra um þessi efni. En á hinu leikur enginn vafi, að þegar menn, sem komust í dauðann en lifnuðu aftur, segja sjálfir frá, eru þeir að lýsa því, sem raunverulega bar fyrir þá sjálfa. Höfum vér þá ekki leyfi til að álykta svo, að það sem „miðlaorðsendingarnar“ segja um það, að látnir menn hafi lifað upp aftur liðna ævi, sé raunverulega komið frá látnum mönnum, sem sjálfir hafa reynt þetta? Enn meira sannfærandi er að rannsaka það, er „látnir“ menn segja, að það að fara úr líkamanum í andlátinu, líkist mest að fara í gegn um göng. Um þetta er einnig svo, að sömu sögu segja margir, sem ekkert samband hafa haft við miðla. T. d. er sálförunum — því að fara um stundarsakir úr líkamanum — oft líkt við það, að fara í gegn um göng. Einn segir um þetta: „Mér fannst ég svífa í gegn um löng göng“. Annar segir: „Ég fór í gegn um göng“. Hinn þriðji segir: „!Ég datt niður um dimm göng, eða eins og námugöng, þegar ég fór úr líkam- anum“. Þessir menn dóu ekki, þeir fóru úr líkamanum aðeins um stundarsakir. Þeir komu ekki reynslu sinni fram gegn um miðil, þeir lýstu í myndum sjálfir því, sem borið hafði fyrir þá. Frásagnir þeirra koma nákvæmlega heim við það, sem „hinir dauðu“ tjá sig vera að segja um reynslu sína. MORGUNN 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.