Morgunn - 01.12.1985, Side 93
Þegar rnenn komast í dauðann.
Margir menn, sem komizt hafa í dauðann, t. d. hrapað
í fjöllum eða í flugvél, hafa sagt frá því, að á þessum
augnablikum hafi þeir lifað upp aftur liðna ævi sína.
Aðrir, sem komnir voru að dauða af sjúkdóms völdum,
segja sömu sögu. Og enn aðrir, sem komust að dauða
vegna slysfara, drukknunar eða af völdum eiturlyfja, segj-
ast þá hafa orðið fyrir samskonar reynslu og þeirri, sem
„látnir menn“ segjast hafa orðið fyrir á fyrsta áfanga
dauðans. Staðhæfingar um þetta, sem komið hafa fram
í gegn um sálrænt fólk eða miðla, má ýmist skýra sem
raunverulega reynslu látinna manna, eða sem hugarfóstur
miðlanna, endurskin af hugmyndum þeirra sjálfra um
þessi efni. En á hinu leikur enginn vafi, að þegar menn,
sem komust í dauðann en lifnuðu aftur, segja sjálfir frá,
eru þeir að lýsa því, sem raunverulega bar fyrir þá sjálfa.
Höfum vér þá ekki leyfi til að álykta svo, að það sem
„miðlaorðsendingarnar“ segja um það, að látnir menn
hafi lifað upp aftur liðna ævi, sé raunverulega komið frá
látnum mönnum, sem sjálfir hafa reynt þetta?
Enn meira sannfærandi er að rannsaka það, er „látnir“
menn segja, að það að fara úr líkamanum í andlátinu,
líkist mest að fara í gegn um göng. Um þetta er einnig
svo, að sömu sögu segja margir, sem ekkert samband
hafa haft við miðla. T. d. er sálförunum — því að fara
um stundarsakir úr líkamanum — oft líkt við það, að
fara í gegn um göng. Einn segir um þetta: „Mér fannst
ég svífa í gegn um löng göng“. Annar segir: „Ég fór í
gegn um göng“. Hinn þriðji segir: „!Ég datt niður um
dimm göng, eða eins og námugöng, þegar ég fór úr líkam-
anum“. Þessir menn dóu ekki, þeir fóru úr líkamanum
aðeins um stundarsakir. Þeir komu ekki reynslu sinni
fram gegn um miðil, þeir lýstu í myndum sjálfir því, sem
borið hafði fyrir þá. Frásagnir þeirra koma nákvæmlega
heim við það, sem „hinir dauðu“ tjá sig vera að segja um
reynslu sína.
MORGUNN
91