Morgunn - 01.06.1994, Page 25
MORGUNN
Þó svo að tilraunir spíritista hafi verið kenndar við vísindi,
jafnvel raunvísindin, þá hefur seinni tíma þróun þessarar starfsemi
sýnt að þessar sálarrannsóknir em áhugaverðar út frá sjónarhomi
trúarbragðafræðanna. Það væri í raun nauðsynlegt að greina það
nánar, hvemig hugtökunum þekkingu og vísindi var beitt við þessar
sálarrannsóknir sem öðmm þræði vom trúarlegs eðlis. Sumir
stunduðu þessar rannsóknir eingöngu í nafni raunvísinda, en aðrir
vildu fyrst og fremst verja trú sína með vísindalegum rökum.
Aðgreining milli trúar og vísinda var því ekki alltaf á hreinu. Það
kom fyrir að vísindalegum aðferðum var beitt á vemleika sem í
eðli sínu er trúarlegur og trúarlegum skýringum beitt á fyrirbæri
sem vom efnisleg. Miðlar vom stundum staðnir að svikum og
sálarrannsóknimar gengu mikið út á að fyrirbyggja þau.
Þessi glíma trúar og vísinda var tímanna tákn um aldamótin hér
á landi og varðandi trúailega þáttinn þá var Haraldur Níelsson
leiðandi maður. Hann var vígður prestur og þjónaði dóm-
kirkjusöfnuðinum í Reykjavík nokkra mánuði árið 1909, en varð
að segja því starfi lausu vegna veikleika í hálsi, sem gerði honum
erfitt um vik að flytja ræður. Þessi veikleiki var tímabundinn og
Haraldur hefur orðið þekktur einmitt fyrir starf sitt sem predikari.
Hann þjónaði einnig sem prestur á holdsveikraspítalanum að
Laugamesi frá árinu 1908 til æviloka.
Framlag Haralds til spíritismans
Margir telja Harald meðal merkustu kennimanna í íslenskri
klerkastétt. Það er ekki ofsögum sagt að enginn íslenskur predikari
á fyrri hluta 20. aldar hafi haft meiri áhrif á þjóð sína en séra
Haraldur. Segja má að það predikunarstarf sem hann hóf í
Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1914 hafí átt mikinn þátt í þeim
vinsældum og áhrifum sem spíritisminn hafði meðal íslendinga
fram á okkar daga.
23