Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 35

Morgunn - 01.06.1994, Page 35
MORGUNN guðanna var t.d. að finna guðleysi sem sjaldan eða aldrei hafði verið boðað íslenskri alþýðu á jafn afgerandi hátt. Haraldur brást hart við þessari ádrepu gegn kristnum dómi og birti harðorðan ritdóm um ljóðabókina í tímaritinu Verði Ijós í ársbyrjun 1898. Hann segir þar að alda vantrúar rísi óvenjuhátt á íslandi um þær mundir. Hann skrifar af þessu tilefni: „ Þeir sem kristnir em meira en að nafninu til og vilja vera það, hljóta nú að sjá, að það er full ástæða til þess að gera alvöru af kristindóminum og að kristindómurinn nú verður að vera barátta og stríð.“ Rétt fyrir aldamótin var því kominn fram hópur guðfræðinga og presta sem vildu skera upp herör gegn gagnrýni á helga dóma trúarinnar. Þorsteinn Erlingsson blandaði sér í þær deilur sem út af áðumefndum ritdómi Haralds spunnust og taldi sig, þó trúlaus væri, ekki vera óvin Krists né andstæðing siðferðisboðskapar kristninnar. Ut af ritdóminum varð ritdeila milli Haralds og Guðmundar Hannessonar læknis, en þeir höfðu verið samtímis við nám í Kaupmannahöfh. Haraldur segist lengi hafa vitað Guðmund lang andvígastan kristinni trú af öllum löndum sínum að Þorsteini Erlingssyni einum frátöldum, en Þorsteinn hafði auk þess snúist til fýlgis við sósíalismann sem þá var vart þekktur á íslandi. Deilan snérist mikið um það hvort og að hve miklu leyti siðferðis- hugsjónir og mannúð væm bundnar kristindóminum einum. En það var einnig fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar, sem er upprisa Jesú Krists frá dauðum. Þetta hafði greinilega verið deiluefhi meðal íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfh því Haraldur skrifar á móti Guðmundi Hannessyni í Isafold 4. júní 1898: ✓ „Eg man vel eftir því enn, að þú komst einu sinni til mín í Kaupmannahöfn, sem oftar og hélst því þá sterklega fram, að allur kristindómurinn hlyti að standa og falla með upprisu Jesú; og það var alveg rétt ályktað. Væri Jesús upprisinn, þá hlyti kristin- dómurinn að vera sannleikur; væri hann eigi upprisinn, hefði hann verið hugarburðarmaður eða blátt áfram svikari; .. þú hafðir þau 33

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.