Bankablaðið - 01.12.1953, Qupperneq 34

Bankablaðið - 01.12.1953, Qupperneq 34
GUÐMUNDUR DANÍELSSON: Huii, sem kom — og liún, sem kom ekki I>að er einkennilegt, hvað maður getur stundum lifað lengi við vonina. Fyrsta okt- óber átti Svala að vera komin að norðan, því þá byrjaði skólinn, og nú, tíunda des- ember, hafði ég enn ekki misst trúna á, að hún kæmi einhvern daginn. — Eg var orðinn peningalaus og byrjaður að skulda. Blöðin keyptu heldur ekki leng- ur kvæðin mín, því kaupendurnir höfðu hótað úrsögn, ef þau hættu ekki að birta slíkt. — Og nú hafði ég kynnst nýrri stúlku. Hún hét Olga og var að vestan. Olga var jarphærð, og hún var hérumbil sú feitasta stúlka, sem ég hef séð. En hún hafði fallegar hendur og þægilega rödd, og það talaðist svo til milli okkar, einu sinni jjegar ég mætti henni á gatnamótum, að hún heim- sækti mig eitthvert kvöldið, — ég væri allt- af heima. Þessi sannleikur varð nú samt ekki al- veg óskeikull, mig var ekki alltaf að hitta heima. Það reyndist mér um megn, að sitja kyrr innan auðra veggja eftir að ég hætti að vinna fyrir mér. Stundum reyndi ég jaó að gera úr mér tvo menn og lét þá tala sam- an, en jreim tókst ekki að lrafa af fyrir sér, þeim leiddist, og þeir hurfu hvor inn í ann- an á ný, eins og fyrir kemur í þjóðsögum. Eftir sat ungur maður með jtöglar lokaðar varir, en villt og hrópandi augu, — hróp- andi á hina lokkandi sýn, sem birtist þeim og hvarf Jreim aftur — eitt maíkvöld — eða einn júnídag fyrir óralöngu. „Svala!“ hrópuðu Jjau. Skammdegisvindur ýlfraði við gluggann. Það var svarið. — Og síðan j>ögn. „Djöfuls leiðindi að vera til!“ tautaði ég og reis á fætur. — Uppi á efsta lofti í hús- inu lá áttatíu ára gömul kona í kör og var blind. Hún átti níu börn og jjrjátíu barna- börn. Þó lá hún jwrna ein og beið eftir Jjví, að guð gæfi sér dauðann, og gæfi sér lífið eftir dauðann, þar sem allir væru á bezta aldri til eilífðar og enginn tapaði sjón. Ég hafði einstöku sinnum komið þarna upp á loftið með Þuríði, jjegar hún færði þeirri gömlu matinn, en nú fór ég Jrangað einn. — Ég talaði við hana lengi og lofaði henni að halda í höndina á mér, — „því jrað stafar frá Jtér kraftur," sagði hún og fannst hún hressast við. Hún kunni suniar sögurnar hennar ömmu gömlu, um álfa og Jiess háttar. Flestar voru Jjær skemmtilegar. Ég spurði hana að einni sögunni lokinni: „Hefur Jn'i annars nokkurn tíma vitað til jtess, að nokkur fái að njóta Jtess hér í lífinu, sem hann þráir mest?“ Þetta féll alveg við efnið í frásögn lienn- ar um álfameyjuna, og ég beið með lijart- slætti eftir svari hennar. Hún lá á bakið, eins og búið væri að leggja hana til. Hún svaraði: „Taktu nú eftir drengur minn: Það kem- ur fyrir eitt augnablik í ævi hvers manns, hvort sem hann er mennskur eða ekki, — augnablik, sem öll gæfa hans veltur á. Ef Jressu augnabliki er rétt varið, fer allt að óskum og maður nær í gullkistilinn, en annars lokast álfahóllinn og opnast aldrei aftur, — J>ar í Hggur ógæfan.“ Hún þagnaði og horfði blindum, næst- um því hvítum augunum, eitthvað óend- anlega langt út í hina dularfullu heima handan við mínár skynjanir. Hún leit út 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.