Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 15
20. ÁRG. - 3.-4. TBL. 1953.
K JARAMÁLIN
Efnahagsmálin eru sem fyrr ofarlega á
baugi með þjóðinni. Forustumenn fjár-
mála og efnahagslífs ræða þessi mál, bæði
opinberlega og fyrir luktum dyrum. Allir
sem látið hafa í ljós álit á þessum málum,
telja nauðsyn að stinga við fótum áður en
hyldýpið tekur við.
Kjaramál stétta og einstaklinga hljóta
að koma til álita, Jregar Jiessi mál eru
rædd. Kjara- og efnahagsmál eru Jiað sám-
tvinnuð, að hvorugt verður frá öðru skilið.
Verkföllin, sem háð voru á liðnum vetri
eiga trúlega nokkurn þátt í Jjví, að hreyf-
ing Jressara mála er nú meiri en fyrir ári
síðan. Stór hluti launþega, sem tekur laun
á hinum almenna vinnumarkaði, fékk
verulega launahækkun, að afstöðnu löngu
verkfalli. Þá má minna á varnarliðs-
vinnuna og hinar háu kaupgreiðslur þar.
Rétt er að minna á, að verkföllin og
Jrað, sem Jreim fylgdi, má með nokkrum
rétti rekja til þeirra staría. Þegar Jsess er
gætt, að þessar stéttir hafa í krafti
verkfallsréttarins á liðnurn árurn bætt laun
sín verulega. Þá hygg ég, að þær megi una
sæmilega á móts við þá, sem ekki hafa
haft aðstöðu til að knýja fram kjarabæt-
ur — Jj. e. hækkun grunnlauna, nema mjög
óverulega — eins og opinberir starfsmenn
hafa orðið við að búa, síðan launalögin
voru sett fyrir tíu árum. Þar með taldir
bankamenn.
Að sjálfsögðu má um Jjað deila, hvort
verkföllin, eins og þau er háð voru í vetur,
eigi rétt á sér eða ekki. Hvort grunnkaups-
hækkanir og aukin verðbólga, sem af þeim
BANKABLAÐIÐ 21