Bankablaðið - 01.12.1955, Side 17
AÐALFUNDUR
fulDriíaráös Nambandi ísl. bankamanna
Aðalfundur fulltrúaráðs Sambands ís-
lenzkra bankamanna var haldinn dagana
11. og 12. nóvember s. 1. í samkomusal Fé-
lags starfsmanna L.andsbanka íslands.
Fulltrúaráðið, sem fer með málefni S.Í.B.
milli funda, er kosið til tveggja ára aí
starfsmannafélögum bankanna, kemur
saman til funda annað hvert ár og oftar
ef þurfa þykir. Það kýs stjórn Sambands-
ins til tveggja ára og gerir tillögur um og
markar stefnu þess í félags og hagsmuna-
málum.
Formaður sambandsjns, Þórhallur
Tryggvason, Búnaðarbankanum, setti
l'undinn og bauð fulltrúa velkomna til
starfa og lýsti fulltrúakjöri. Sambands-
stjórninni hafði borizt inntökubeiðni frá
nýstofnuðu félagi starfsmanna Iðnaðar-
banka íslands h.f., og lagði hún til að
inntökubeiðnin væri samþykkt, sem og
gert var með einróma lófataki fulltrúa.
Fundarstjóri var kjörinn Hjálmar Bjarna-
son, Útvegsbankanum. Fundarritari var
kjörinn Ólafur Tómasson, Landsbankan-
um. Þá voru lögð frarn kjörbréf fulltrúa
sem samþykkt voru einróma og voru mætt-
ir til fundar 35 fulltrúar frá öllum sam-
bandsf élögunum:
Félag starfsmanna Landsbanka íslands,
15 fulltrúar.
Starfsmannafélag Útvegsbanka íslands
h.f., 13 fulltrúar.
Starfsmannafélag Búnaðarbanka íslands,
6 fulltrúar.
Starfsmannafélag Iðnaðarbanka Islands
h.f., 1 fulltrúi.
SKÝRSLA STJÓRNARINNAR.
Þórhallur Tryggvason, flutti starfs-
skýrslu stjórnarinnar og rakti starf Sam-
bandsins í stórum dráttum á kjörtímabil-
inu og komst hann m. a. svo að orði:
„Allt fyrra árið (1953—1954) má heita
að launamálin hafi ekki verið á döfinni.
Allt bundið í fösturn skorðum og var ekki
hugsanlegt að neinu væri unnt að þoka.
í desembermánuði 1954 varð bráðabirgða
samkomulag milli Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja við ríkisstjórnina um að
greiða 20% grunnkaupshækkun á öll laun
í stað 12—17% sem verið hafði. Var bönk-
unum í áframhaldi af því skrifað og farið
fram á hliðstæðar hækkanir og opinberir
starfsmenn fengu. Var það auðsótt mál.
Enn var af stað íarið í maímánuði s. 1. og
óskað eftir breytingum á launakjörum
bankastarfsmanna. Það var bein afleiðing
frá verkföllunum, sem þá voru nýafstað-
in. Sambandið óskaði eftir að full vísitala
væri greidd á öll grunnlaun, en það náði
ekki fram að ganga. Bankamenn fengu
sömu lausn á þessu máli og opinberir
starfsmenn. Þá hóf stjórnin umræður um
lengingu á sumarleyfum bankastarfsmanna
við bankana. Sumarið 1953 voru öll leyfi
lengd um 3 virka daga. Við það hefur set-
ið síðan. í sambandi við lausn verkfalls-
ins í vor var um nokkra lengingu á orlofi
verkafólks að ræða og því nokkuð tilefni
til að fá frekari rýmkun á leyfum okkar,
en ekki þótt ástæða til að taka þetta mál
upp fyrr en á næsta ári. Þar eð orlofsár
byrjar um miðjan maímánuð, svo að í
BANKABLAÐIÐ 23