Bankablaðið - 01.12.1955, Side 23
í pósthúsinu, að mér bauðst staða í Lands-
banka íslands. Ég kveið fyrir að skipta um,
þrátt fyrir hærra kaup, en brátt fór svo,
að mér fannst ég hafa himin höndum tek-
ið. Launin urðu fljótt helmingi hærri en
ég hafði í pósthúsinu, vinnutími reglu-
legur, kl. 9—4 og mjög sjaldan aukavinna.
Ekki var þá, fyrstu 4—5 árin er ég var í
bankanum, farið heim í mat, menn fengu
stundarkorn 15—30 mínútur til að borða
bita er menn höfðu með sér, líkaði mér
slíkt ágætlega, að vinna í einu lagi 7 tíma
og vera svo laus. Svo komu nýjir siðir
með nýjum herrum, fólk fór að fara heim
í mat og hætti að vinnu síðar, var það
miklu verra, vinna lengdist og óánægjan
óx.
Bankinn óx ákaflega á árunum um og
eftir 1920. Ofvöxtur hljóp í hann. Starfs-
aðferðir voru gamaldags og löngu úreltar.
Þeir Emil Schon og Torfi í Islandsbanka
höfðu endurbætt bókhakl eftir þörfum
tímans. Það var alveg ótrúlegt hve lengi
okkar bankastjórar, ágætir menn, þybbuð-
ust við, að breyta starfsaðferðum og bók-
haldi. Satt að segja var það bæði fávíslegt
og hættulegt. Allt öryggi vantaði í mörg
ár. Þetta voru erfiðir og leiðinlegir tímar.
Ég fékk að sjá hvernig innheimtur voru
afgreiddar í íslandsbanka og lagði til við
einn bankastjóra í mínum banka að við
tækjum upp sömu aðferð. Því var ekki
illa tekið, en ekkert var gert. í fjögur ár
vorum við Helgi Magnússon, sem nú er
forstöðumaður innheimtudeildar, að reyna
að fá innheimtur færðar á vél, eins og nú er
gert. Ég veit ekki hve mörg ár hafa liðið
frá því ég fór, þar til þessi aðferð var tek-
in upp. Stjórn Landsbankans var, að
mörgu leyti góð og velviljuð í garð starfs-
manna, en á þeim árum, er bankinn var
í þessum ofvexti vantaði cluglegan skipu-
lagsstjóra, sem ekki hafði annað að gera
en breyta starfsaðferðum og bókhaldi
bankans, sækja fróðleik um það til er-
lendra banka og láta hendur standa fram
úr ermum. Þeim mönnum sem helzt var
falið þetta verk, var einnig ætlað að
vinna fullkomið verk á öðru sviði, og auk
þess máttu þeir ekkert gera nema bera
það undir bankastjóra, sem voru konserva-
tiver og lágu á tillögum manna árum
saman.
Loks voru fengnir útlendir menn til
þess að skipuleggja bókhald bankans.
Ýmislegt lagaðist við komu þeirra, — t. d.
var sett á stofn hin löngu sjálfsagða end-
urskoðunardeild bankans.
Hvernig er þetta nú? Vex bankinn ekki
enn þá ört og vantar ekki enn hinn ötula
skipulagsstjóra, sem eingöngu gefur sig að
endurbótum á starfsaðferðum bankans?
Sem stöðugt aflar sér þekkingar á nýjum
aðferðum, nýjum vélum? Landsbanki ís-
lands virðist nú vera orðinn stórbanki.
Stöðugt nota menn meira tékkávísanir og
eru þær þó alltof lítið notaðar enn þá. Þess
vegna er seðlaveltan óeðlilega mikil. Það
þarf að livetja menn til að nota tékka og
vélar, sem skrifa tékka og eru jafnframt
bókhaldsvélar. Stór fyrirtæki ættu að greiða
allar útborganir í tékkum, það er bæði ör-
uggara og auk þess dregur það afar mikið
úr seðlaveltunni, sem allir vita að er óeðli-
lega og hættulega mikil. í Bandaríkjun-
um t. cl. á nær því hver maður tékkhefti.
Hér ganga menn með þúsundir króna í
vösunum. í slíku er ekkert öryggi. — En
bankarnir kæra sig kannske ekki um fleiri
tékka? Hér vantar, sem sé „Clearing" stofn-
un og virðist þó löngu kominn tími til
þess að hún væri til. —
Þegar ég kom í bankann, snemma á ár-
inu 1914 voru innan við 20 starfsmenn
BANKABLAÐIÐ 29