Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 26

Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 26
Og liefði glæpamanninum tekizt að halda þessari ævintýralegu svikamyllu í gangi í einn eða tvo mánuði til viðbótar, þá hefði hann náð stjórn þjóðbankans í sínar hend- ur, þá hefði hann verið kominn í nógu sterka aðstöðu til að losa sig við allar sannanir gegn sér, og þá hefði sennilega aldrei komizt upp um hann. Arthur Virgílio Alves Reis fæddist í Lissabon árið 1896. Faðir hans giegndi minni háttar embætti við tollgæzluna. Alves Reis varð á unga aldri mjög hrifinn af sögunni um Cecil Rhodes, hinn mikla athafnamann í stjórnmálum Suður-Afriku, og hann þráði að koma á laggirnar áþekku ríki í portúgölsku nýlendunum. Sú þrá bjó enn í huga Reis, er hann eltist. Harin lauk prófi frá fjöllistaskólanum í Lissabon og sótti eftir það um verkfræðingsstöðu hjá nýlendustjórninni. Um þá stöðu var hörð samkeppni, en Alves Reis sigraðist á þeim erfiðleikum með aðferð, sem var ein- kennandi fyrir hann. Hann var drátthag- ur með afbrigðum, og nú notaði hann þá leikni sína til að falsa handa sér skír- teini frá Lundúnaháskóla. Og þar sem mikil eftirspurn var eftir verkfræðingum með brezka menntun, var honum veitt staðan vegna skírteinisins. Árið 1916 kom hann til Angola sem járn- brautareftirlitsmaður. Eftir tvö ár var hann orðinn framkvæmdastjóri ríkisjárn- brautanna og stuttu síðar umsjónarmaður opinberra framkvæmda, en það var æðsta verkfræðingsembættið í nýlendunni. Þá var hann 25 ára gamall. Angola liggtir á Atlantshafsströnd Afríku, milli Belgiska-Kongó og Suður- Afríku sambandsríkisins. Landið er auð- ugt af gúmmí og bómull, og námugröft- ur er þar mikill. Meðal annars eru þar gull- og demantanámur. Reis rannsakaði landið og varð gagntekinn af áhuga. Ef námur þess væru nýttar til hlítar, járn- brautarlínur lagðar til norðurs og suðurs og stórárnar virkjaðar, mætti gera Angola að einhverjum auðsælasta hluta Afríku. Hann sagði upp stöðu sinni, stofnaði fyr- irtækið Alves Reis, Ltd. í Lissabon, varð sér úti um einkaréttindi til nytjunar á námuhéruðum Angola og tók að leita fyrir sér eftir rekstursfé. En peningar voru ekki auðfengnir. Orð- rómur sá, sem fór af efnahagsmálum Ang- ola, var slæmur, og enda þótt Reis beitti til hlítar liinni frábæru málsnilld sinni, tókst honum hvorki að fá bankastjóra í Englandi né Hollandi til að lána sér svo mikið sem brot af þeim milljónum sterl- ingspunda, sem hann þarfnaðist. En þeg- ar örvænting lians var komin á það stig, að hann sveifst einskis, kom hann auga á möguleika í annarri átt. Reis var orðinn frægur fyrir leikni sína í að ráða fram úr erfiðum fjárhagsmálum. Royal Trans-African járnbrautarfélagið í Angola var komið í úlfakreppu gagnvart hinum erlendu hluthöfum sínum, og stjórn þess bað hann að taka að sér fram- kvæmdastjórnina, þangað til tekizt hefði að greiða úr flækjunni. Félagið átti gull- birgðir, sem námu 100.000 dollurum, og var allt það fé fastsett til tryggingar fyrir skuldagreiðslum. Reis lét kjósa sig til for- mennsku í félaginu og notaði sér síðan völd sín til að yfirfæra féð til Alves Reis, Ltd., og ætlaði hann síðar að nota það sem rekstursfé til námugraftar í Angola. Fáeinum mánuðum síðar var maðurinn, sem ætlaði sér að stofna nýlenduveldi, kom- inn í fangelsi og beið þar réttarrannsókn- ar fyrir fjársvik. Þetta gerðist í júlí 1924, og þá stóð fjár- 32 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.