Bankablaðið - 01.12.1955, Page 27

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 27
hagur margra Evrópuríkja mjög höllum fæti. Reis las í fangelsinu um þær tiltekt- ir þýzku stjórnarinnar, að láta prenta ó- teljandi billjónir marka, til þess að reyna að rétta við hinn bágborna fjárhag ríkisins. Þá datt Reis í hug, að ef hann aðeins gæti fundið einhverja aðferð til að láta prenta handa sér portúgalska bankaseðla, væri hann enn fær um að gera nýlendudrauma sína að veruleika. Hann lét vini sína færa sér allar fáanleg- ar upplýsingar, jafnt stórar sem smáar, um athafnir Portúgalsbanka viðkomandi fram- leiðslu og hagnýtingu gjaldmiðilsins — og hann gerði tvennar ályktanir. í fyrsta lagi, að síðastliðin ár hefði bankinn gefið út miklu meira magn af peningum en leyfi- legt var, lögum samkvæmt, og það voru ráðstafanir, sem gátu komið bæði bankan- um og stjórninni í slæma klípu, og í öðru lagi, að bankinn hefði engin tök né mögu- leika á að fylgjast nákvæmlega með, hve margir peningaseðlar af hverri seðlastærð voru í umferð hverju sinni. Athygli Reis beindist einnig að öðru. Prentsmiðja bankans prentaði sjálf mest- an hluta gjaldmiðilsins, en þó var nokk- uð af 500 og 1000-escudo seðlum prentað lijá Waterlow &: Sons, Ltd. í Lundúnum. Seðlafalsarar höfðu löngum valdið Portúgöl- um erfiðleikum, en myndamót, prentlitir og tæknilegar aðferðir Waterlows voru svo fullkomnar, að ekki var hægt að falsa seðla þá, sem þar voru prentaðir. Og nú tók hið mikla áform að myndast í hinum snjalla huga Reis. í ágúst var Reis dæmdur sekur um fjár- svik gagnvart hluthöfum járnbrautarfélags- ins, en þrem mánuðum síðar hratt æðri dómstóll þeim úrskurði. Reis hafði valið sér þrjá framúrskarandi hæfileikamenn úr hópi vina sinna, til þess \ Alúðarþakkir flyt ég öllum starfs-) ( mönnum Landsbankans fyrir vin- j ) semd og góðar gjafir á sextugsaf- <j ) mceli mínu. ) j GUÐJÓN E. JÓNSSON. j að koma áformi sínu í framkvæmd. Voru það Karel Marang van Ysselveere, velmeg- andi kaupsýslumaður og fjármálamaður í Haag, og átti hann að vera aðalmaðurinn; senor José Bandeira, bróðir portúgalska sendiherrans í Haag, er átti að vera aðstoð- armaður hans, og þýzkur maður, Gustav Hennies, er hafði á sér vafasamt orð fyrir ólögleg gjaldeyrisviðskipti ií Suður-Ame-j ríku, og átti hann að vera persónulegur ráðunautur Reis. Reis ákvað að segja Marang og Ban- deira ekki frá nema litlu einu viðvíkjandi áformi sínu. „Þegar maður starfar í góðri trú,“ skrifar Reis í Játningum sínum, sem hann gaf út síðar, „mun sá maður, sent hann á viðskipti við, sérstaklega heiðurs- maður á borð við Sir William Waterlow, bregðast eðlilega við þeirri góðu trú.“ Bæði Marang og Bandeira áttu að álíta — og gerðu það líka lengi vel — að þótt aðferðir þessar væru ólöglegar, hefði Reis fullt samþykki stjórnarinnar í Angola til þeirra, þar eð markmiðið væri að bjarga nýlendunni frá gjaldþroti. José Bandeira fékk bróður sinn, sendi- herrann, til þess að skrifa bréf, sem kynnti Marang opinberlega sem sendifulltrúa Portúgals, — og það var einmitt það skil- ríki, sem hafðisvo mikil áhrif á Sir William. Strax þegar Marang kom til Lissabon eftir heimsóknina til Waterlows, hófst Reis handa um að falsa þrjú merkileg skjöl. Eitt þeirra var samningur milli land- BANKABLAÐIÐ 33

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.