Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 31
ADOLF BJÖRNSSON:
KVEÐJURÆÐA
flntt Helga GuSmundssyni bankastjóra
Herra bankastjóri, Helgi Guðmundsson.
Mér er í senn gleði og saknaðarefni að
flytja yður á Jjessari samkomu nokkur
kveðjuorð frá starfsfólki Útvegsbankans.
Ég gleðst yfir Jdví að fá tækifæri til Jjess
að Jjakka yður öll störf yðar í Jjágu félaga
minna, en ég finn vanmátt minn að lýsa
með orðum, því sem hugur minn vill segja.
Ég hryggist yfir að vita yður hætta störf-
um hér í bankanum, en góðar endurminn-
ingar draga úr sársaukanum.
Þess gerist eigi þörf að eyða mörgum
orðum til þess að kynna heiðursgest okk-
ar, Helga Guðmundsson. Skal Jjví farið
fljótt yfir sögu. ,
Helgi Guðmundsson gekk í þjónustu
Útvegsbanka íslands 1. janúar 1932, þá 41
árs að aldri. Rúmu ári síðar var hann skip-
aður aðalbankastjóri.
Helgi Guðmundsson var eigi ókunnur
eða óvanur banka- og viðskiptamálum, er
hann kom til starfa í Útvegsbanka íslands.
Aður hafði hann verið starfsmaður Lands-
bankans í Reykjavík og útibústjóri hans
á Isafirði, fulltrúi hjá stærzta útflutnings-
fyrirtæki landsins og um skeið verzlunar-
erindreki íslands í Suðurlöndum með að-
setri á Spáni.
Reynzla og kynni af þessum fjölþættu
störfum íslenzkra atvinnumála, heima og
erlendis, ásamt staðgóðri menntun, hafa
eflaust verið Helga Guðmundssyni nyt-
samur og góður framhaldsskóli, til undir-
búnings vandasömum og ábyrgðarmiklum
störfum í nýstofnuðum banka, sem risinn
Helgi Guðmundsson bnnkastjóri.
var á grunni hins gamla íslandsbanka, er
blætt hafði út í innanlandsstyrjöld milli
stjórnmálaflokkanna um yfirráð og íhlut-
un.
Það kom brátt í ljós að Útvegsbankan-
um hafði bæzt ný og góð forusta við komu
Helga Guðmundssonar í bankann.
Viðskipti og traust fór vaxandi með ári
hverju og hagur bankans batnaði að sama
skapi. Enda mun það allra mál, að Helgi
Guðmundsson hefir frá upphafi vega unn-
ið Útvegsbankanum mikil og farsæl störf.
Útvegsbankinn hefir ávallt átt hug hans
allan og starfskrafta óskipta. Viðskipta-
BANKABLAÐIÐ 37