Bankablaðið - 01.12.1955, Page 35

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 35
GUÐMUNDUR ÓLAFS hanh.astjóri Guðmundur Ólafs bankafulltrúi lét af störfum í Útvegsbanka íslands h.f. um miðjan nóvember síðastliðinn. Um næstu áramót tekur hann við stjórn Iðnaðarbanka íslands h.f., en við þá stofnun er hann ráðinn bankastjóri. Guðmundur Ólafs réðist í þjónustu Útvegsbanka Islands 1. júní 1930 og hefir því starfað í rúman aldarfjórðung í bank- anum. Hann hefir verið aðallögfræðing- ur bankans og jafnframt hin síðari ár bankastjórafulltrúi. Þann aldarfjórðung, er Guðmundur Ólafs hefir starfað í Útvegsbankanum, hef- ir hann með ári hverju átt vaxandi vin- sældum að fagna jafnt í röðum viðskipta- manna og hjá öllu starfsfólki bankans. Guðmundur Ólafs hefir tekið mikinn og góðan þátt í félagsstörfum bankamanna og átt sæti í stjórn Starfsmannafélags Út- vegsbankans og Sambands íslenzkra banka- manna. Með mikla og gagnholla lífsreynslu tek- ur hann við hinum nýju störfum, og er það von og ósk allra bankamanna að hon- um megi vel farnast í hinu nýja starfi. JÓN BJÖRNSSON bankafullfrúi í víxladeild Útvegsbankans átti 30 ára starfsafmæli þann 1. nóvember 1954. Jón er í hópi hinna eldri starfsmanna bank- ans, enda þótt hann sé ungur að árum og enn yngri í fasi og framkomu. Fyrir 31 ári hóf hann bankaferil sinn við byrjun- arstörf í íslandsbanka. Brátt kom í ljós að þar undi Jón hag sínum vel og hefir ævi- starf hans til þessa verið í banka, og er það von allra vina hans að enn megi sam- starf Jóns Björnssonar og Útvegsbankans eiga sér langa og farsæla framtíð. Þar fara saman hagsmunir góðir. Vart mun geta húsbóndahollari þjón en Jón Björnsson. Hitt vita þó fleiri hversu vinsamlegur hann er í framkomu og fyrirgreiðslu, oft á tíðum, erfiðra erinda viðskiptamanna bankans. BANKABLAÐIÐ 41

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.