Bankablaðið - 01.12.1955, Page 37

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 37
sínar hendur. Þannig var Halldór urn nokkurn tíma forstjóri Síldarbræðslunnar á Sólbakka og Keflavíkur h.f. Halldór hef- ir alltaf verið dugandi og fjölhæfur banka- maður, starfsglaður og starfsviljugur, góð- ur drengur og sannur félagi. Elías Halldórsson forstjóri Fiskiveiða- sjóðs mælti þakkar og kveðjuorð til Guð- mundar Ólafs. Þakkaði hann Guðmundi gott samstarf og farsæl störf fyrir bank- ann. Kvað Elías jrað ómetanlegt tjón fyrir Útvegsbankann að verða að sjá að baki jafn reyndum og ágætum starfsmanni og Guðmundur Ólafs hafði kynnt sig í störf- um og framkomu. Hann kvað það einnig saknaðarefni fyrir starfsfólkið að missa svo góðan starfsfélaga. Þó væri það fagnaðar- efni að hann færi til meiri frama, og sann- aði urn leið að Útvegsabnkinn gæti alið upp starfsmann til bankastjórastarfa, þó að slíkt hafi aldrei verið viðurkennt áður. Svavar Guðmundsson bankastjóri á Ak- ureyri færði einnig heiðursgestunum þakk- ir fyrir störf þeirra í Jságu bankans og gott samstarf. Rifjaði hann upp erfiðleika upp- hafsdaga Útvegsbankans og hin stórkost- legu átök, er Helgi Guðmundsson haíði gert hvert af öðru til Jress að efla bank- ann. Svo var hagur bankans slæmur, sagði Svavar að þá voru ekki margir umsækjend- ur um bankastjórastöðu í Útvegsbankan- um. Þar næst ávarpaði formaður Starfs- mannafélags Útvegsbankans Helga Guð- mundsson og birtist Jrað á öðrum stað í blaðinu. Að lokum fluttu heiðursgestirnir ávörp og báru fram árnaðaróskir til Útvegsbank- ans og starfsfólksins. Formaður Starfsmannafélagsins sagði síðan hófinu slitið og bað veizlugesti að minnast ættjarðarinnar. Risu allir úr sæt- um og var sungið með undirleik hljóm- sveitarinnar: „Ég vil elska mitt land“. Var svo Útvegsbanki íslands h.f. hvlltur. Kveðjuhóf Jjetta fór mjög virðulega fram. Heiðursgestirnir. Talið frá vinstri: Guðmundur Ólafs bankastjóri, Halldór Halldórsson, bankafulltrúi, Helgi Guðmundsson bankastjóri. BANKABLAÐIÐ 43

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.