Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 42

Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 42
svo margar upp á síðkastið, stundirnar, sem þessi í'jölskylda var samankomin í litlu, vistlegu íbúðinni, þær mættu svo gjarnan vera íleiri. Hafði henni kannske mistekizt í uppeldi barnanna? Henni hafði vissulega fundizt, þegar Sveinn dó, eins og allt öryggi væri horfið og ef til vill liafði það haft áhrif á börnin og orsakað rótleysi hjá þeim. Hún vonaði, að svo væri ekki. En nú fóru sjálfsásakanirnar að sækja á huga hennar. Hefði hún kannske átt að gera hitt og þetta, sem hún gerði á einhvern annan veg? Guð fyrirgefi mér, ef ég hef gert rangt. Ég gerði aðeins það, sem ég vissi bezt og réttast. Og loks lagði svefn- inn sína mjúku hönd yfir hvarma hennar. Það var kominn aðfangadagur jóla. Þau mæðginin klæddust, og lífið gekk sinn vanagang, nema hvað allir biðu jólahátíð- arinnar með eftirvæntingu og flýttu sér að undirbúa allt undir hana. Klukkan rúmlega tólf kom Sveinn heim. Ilminn af nýsteiktunr kótelettum lagði á móti honum, enda ljómaði andlit hans af mataráhuga, þegar hann hljóp upp um háls- inn á móður sinni. Þau biðu nú þar til klukkan hálft eitt, en ekki kom Anna. Fóru þau þá að borða, og er því var lokið, fór Sveinn aftur til vinnu sinnar við bréfa- útburðinn. En ekki kom Anna. Fór nú móðir hennar að óttast um hana, og leið svo fram eftir degi. Hún var á sífelldum hlaupum út að glugganum, til að svipast um, hvort hún sæi ekki Önnu, en allt kom fyrir ekki. Hvað var orðið af barninu? Að lokum stóðst hún ekki mátið lengur, en fór í kápu og gekk niður í bæ. Á skrifstof- unni var auðvitað allt lokað, og hún gekk nokkra stund um miðbæinn, en árangurs- laust. Gat eitthvað hafa komið fyrir stúlk- una? Hafði hún kannske orðið fyrir slysi eða hvað? Nei, það gat ekki verið. í tösku sinni hafði hún nóg skilríki er greindu frá, hver hún væri og hvar hún ætti heima. Og hefði slys viljað til, væri áreiðanlega búið til tilkynna það. Einasta lausnin var sú, að hún hefði í hugsunarleysi farið til einhverra kunningja sinna og væri þar að skemmta sér. Hvernig gat hún gert þetta á sjálfan aðfangadag jóla? Þetta var í fyrsta skipti, sem slíkt kom fyrir. Ef hún aðeins gerði sér grein fyrir áhyggjum þeim, er hún bakaði móður sinni, þá myndi hún áreiðanlega ekki haga sér svona. Kannske var henni orðið alveg sama um móður sina og heimilið, sem hún hafði reynt að gera sem vistlegast og þægi- legast fyrir þau öll. Þannig ráku hugsanirn- ar hver aðra á göngu hennar, þar til hún varð þreytt af að hugsa og hélt heim á leið. Gangan og útiveran höfðu til mikilla muna róað taugar hennar, sem höfðu ver- ið allar í uppnámi. Þegar hún gekk upp Grjótagötuna, varð henni numið staðar fyrir utan opinn glugga. Út um hann barst grammófónmúsik, og að því er henni virt- ist, drykkjulæti fólks. Var það ekki ein- mitt á bak við þetta hús, sem henni hafði virzt Anna skjótast í fyrravetur? Allt í einu heyrðist ákveðin og allhöstug rödd segja: — Anna, ef við ekki hættum þessari ó- reglu og tökum okkur á, getur aldrei orð- ið neitt úr neinu á milli okkar. Reyndu nú að skilja mig. Hvað heldur þú til dæm- is að mamma þín hugsi núna, þú, sem ekki hefir komið heim í allan dag? Strax, þegar móðirin heyrði nafnið Anna nefnt, stirðnaði hún upp. Hver var þessi Anna? Var J:>að Anna hennar? Hvað var eiginlega urn að vera, og í hvers konar félagsskap var hún? Hver var Jjessi maður, sem talaði eins og hann væri svo þýðing- armikil persóna í lífi hennar? Vitneskjan 48 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.