Bankablaðið - 01.12.1955, Side 44
Anna er að vísu ekki heima, en hún hlýt-
ur að koma heim bráðum, sagði hún, að
vísu gegn betri vitund, því að hún vænti
hennar alls ekki strax, eí: hún væri tarin
að skemmta sér. Svo mundi líka einver-
an með hugsanirnar verða henni erfið.
— Jú, þakka yður fyrir, mjög gjarnan.
— Hún bauð honum til stofu og bar
honum kaffi. Samtalið gekk að vísu erfið-
lega í fyrstu, en að lokum tókst henni að
spyrja.
— Hvernig líkar yður við Önnu sem
starfsstúlku?
— Vel, mjög vel, svaraði hann hiklaust.
En þó hefi ég ekki komizt hjá því að
taka eftir því undanfarið, að hún virðist
oft vera miður sín af svefnleysi og jafn-
vel þreytu. Ég vona, að ekki sé um neitt
alvarlegt að ræða.
Átti hún að segja honum eins og var?
Einhvern veginn hafði liann þau áhrif á
liana, að hún fann hjá sér sterka löngun
til að gera hann að trúnaðarmanni sín-
um. Hann hafði sterkan persónuleika, og
að því er bezt varð séð, var hann góður
maður. Að lokum stóðst hún ekki mátið
lengur, varð hún að létta af sér byrðinni,
sem á henni hvíldi, og hún sagði honurn
upp alla söguna. Hann hlýddi hljóður á
hana og gerði ekki minnstu tilraun til að
grípa fram í fyrir henni. Er hún hafði
lokið máli sínu, sátu þau bæði þögul um
stund. I.oks sagði hann:
— Þetta er vissulega erfitt mál viðfangs.
Stúlkuna hefir sýnilega vantað það aðhald
og öryggi, sem góður faðir veitir, og Jjetta
hefir orsakað rótleysi hjá henni. Úr því
sem komið er fæ ég ekki séð, að neitt sé
hægt að gera annað en bíða og vona að
hún sjái að sér í tæka tíð. Allar ráðstaf-
anir, sem gerðar yrðu, býst ég við að hún
tæki sem þvinganir, og ]iá mundu Jjær,
) GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! !
BRISTOL
☆ 1
GLEÐILEG JÓL! ( Farsœlt nýtt ár!
( BÓKFELL H.F. (
)☆☆☆☆☆ ☆ ;
J GLEÐILEG JÓL! ( Farscelt nýtt ár!
( SIGGEIR'VILHJÁLMSSON H.F
)☆☆☆☆☆ ☆ )
) GLEÐILEG JÓL! ( Farsœlt nýtt. áir!
\ EFNALAUG REYKJAVÍKUR )
(☆☆☆☆☆ ☆ /
GLEÐILEG JÓL! ) Farsœlt nýtt ár!
VERZLUNIN MANCHESTER )
(☆☆☆☆☆ ☆ (
GLEÐILEG JÓL! > Farsœlt nýtt ár!
/ KJÖTBÚÐIN, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22 ) /
50 BANKABLAÐIÐ